Lanztíðindi - 06.10.1850, Blaðsíða 5

Lanztíðindi - 06.10.1850, Blaðsíða 5
113 úr þricVja bekk, os? veriia þá piltar að hafa náð þeirri kunnáttu í lienni, að þeir skilji og geti nokkurn veginn út lagt hverja algenga þýzka bók, sem rituð er í óbundinni rœðu. 4, Latína. Hana skal kenna í öllum bekkj- um. Sama skal vera mark og mið fyrir kennslunni í henni, og hingað til hefur verið fyrir latínukennslunni bæði i skól- unum og líka undir hið annað lærdóms- próf, sem svo er kallað, við háskólann. Piltar eiga því að kynnast hinum beztu af hinum latínsku rithöfundum, og í því skyni á að lesa með þeim hoefilega mik- ið eptir latinska rithöfuiida, bæði í bund- inni og óbundinni rœðu (hvað minnst skuli lesa, er til tekið í 11. 'greininni hjer á eptir), að þeiin verði svo sýnt um mál- ið, að þeir geti beitt því eptir eigin vild. 5, Gríska. Byrja skal að kenna hana í öðrum bekk, og kennslunni í henni Iiald- ið áfram í þriðja óg fjórða bekk; skal lesa í henni ámóta mikið og hingað til hefur verið lesið, og eptir því sem fyrir er skipað i 11. grein, þar sem til er tek- ið, hvað minnst megi lesa. — Jafnframt kennslunnií latínu oggrísku, skal kenna piltuin ágrip um hið helzta og markverð- asta í bókmenntum, stjórnarháttum, ásig- komulagi og goðafrœði Grikkja og Róm- verja, og skulu til þess hafðar stuttar prentaðar kennsluboekur, sem vandaðar sjeu að efninu til, jafnframt því, sem rit- höfundarnir eru lesnir. 6, Ebreska. Jar eð tunga þessi ekki er talin með þeim kennslugreinum, sem nauðsynlegar þykja til þess, að geta öðl- azt almenna menntun, þá skal kenna hana þeim einum, er œskja þess. Hana skal kenna einungis í fjórða bekk, og skulu piltar ná svo mikilli þekkingu í henni, sein nauðsyn þykir fyrir ^þá til þess, að þeir geti tekið til að lesa guð- frœði við háskólann, eða tekið þátt í ebreskukennslunni, sem fæst í presta- skólanum. Af þeim, sem ekki nema ebresku í skólanum, skal ekkert heimtaö í hennar stað. 7, Trúarfrœði. 1 henni skal kenna biflíu- sögur, og skal þeim lokið í 3. bekk, og kristilegan trúarlærdóm, er kenna skal í öllum bekkjum. Skal þeirri kennslu hag- að svo, að hún verði því yfirgripsmeiri og vísindalegri, því lengra sem piltarnir komast áfram; skal kennarinn láta sjer annt um, að piltarnir verði gagnteknir af sannfœringunni um sannindi hinnar kristi- legu trúar, og að sannfœring þessi beri ávöxtu í hjörtum jieirra. Samfara guðfroeðiskennslunni á að vera biflíulestur, og í fjórða bekk skal lesa í Nýja-testamenntinu á frummálinu. 8, Sagnafrœði. Hana skal kenna í öllum bekkjum. Eigi skal ofbjóða piltum með nöfnum, ártöluin, o. s. frv., einkum í liin- um ómerkari köflum sögunnar, en hana skal kenna svo, að piltar fái ljósa þekk- ingu um merkisviðburði alla, bæði á fyrri og síðari tíinum, og stöðugt yfirlit yfir þá; einnig þekkingu á sambandi og sam- anhengi þeirra síh á milli, og eptir því, sem kennslunni miðar lengra áleiðis, skal taka meir og meir fram framfarir menntunarinnar, og ásigkomulag þjóð- anna sjálfra. 3>að er sjálfsagt, aö kenna skal sögu fósturjarðar þeirra riákvæmar, en sögu annara þjóða. 9, Landafrœði. Henni skal lokið í þriðja bekk. Skal kenna bvorttveggja jafnframt, hvernig þjóðirnar liafa skipt löndunum á milli sín (politisk Geographie), og hvern- ig náttúran hefur gjört þau úr garði. 10, Talnafræði. Hana skal kenna í öllurn bekkjum, og skal kennslan í henni einn- ig ná yfir líkingar fyrsta og annars veld- is, bókstafareikning og hlutfallatölur (Lo- yaritlimer). 11, Stœrðafrœði. Hana skal eirinig kenna í ölliirn bekkjum; skal kennslan í henni ná yfir hina almennu ruinmálsfrœði (flata- málsfrœði), þykkvamálsfrœði og flatþrí- hyrningaf rœði (almindelir/ Plangeometrie, Stereometrie ot/ Plantrir/onometrie); þar að auki skal kenna stutt yfirlit yfir helztu atriði stjörnufrœðinriar, og skal það vera §vo lagað, að eigi sje farið í hiö torskilda og smásmuglega, en piltar þó fái ljósa hugmynd um ásigkomulag hiniinlinatt- anna, lögmálið fyrir gangi þeirra, og að-

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.