Lanztíðindi - 06.10.1850, Blaðsíða 8

Lanztíðindi - 06.10.1850, Blaðsíða 8
116 gúst- mánuft og bárust þær me8 skipi, seni enn er ný komið á Eyrarbakka; stóð þá enn allt við sama með stríðið milli Dana og Holsetuinanna; þó þykja líkindi til, að einhver endir muni komast á það í sumar; því ekki hafa Holsetupienn bolmagn til þess að standa til leingdar á móti Dönum af sjálfsdáðum, eða einir saman; en veiti jijóðverjar uppreistarmönnum liö, telja menn það víst, að stórveldin skerist í Ieikinn, með því líka Einglendíngar, Rússar, Frakkar og Svi- ar hafa nýlega heitið því, að láta ekkert gánga und- an Danmerkur ríki. Konúngur vor hefur boðið her- togadæmunum allt það frelsi, sem þatt með sanngirni geta eptiræskt; en æsingsmenn þar og í jbýzkalandi gjöra allt sem þeir geta til að espa alþýðu og ala hat- ur hennar til Danmerkur. Milli Portúgalsmanna og Sambandsríkjanna í Vesturheimi er komið upp þras út úr skuldaskiptum; var eirigin tniðlun á það komin þegar seinast frjettist, lieldur var sendiherra Satn- handsríkjanna farinn burt úr Lissabon. Robert Peel, einhver hinn mesti stjórnvitríngur á Englandi dó 2. dag júlí-mán. t suniar, 62 ára að aldri, afbiltu sem hann tjekk; hann var á reið, en hest- urinn fældist með hann og öeigöi honum afbaki; hann hafði bætt fjárhag Einglands ög unnið að frelsi þess í ýmsum greinuin. Einnig dó í suinar úr kóleru sóttinni Taylor forseti Samhandsríkjanna í Vesturheimi; hann var hinn vænsti og merkasti maður. Af skýrslu, sem árlega er gefin út i Lundúnahorg af fjelagi nokkru, sem þar er stofnað til að úthreiða guðlegar bæknr (Religions Tract-S ociety), sjest, að árið 1S49 liefur það úthitt í Norðurálfunni 18,245,441 af þess háttar bókum og stofnað 657 hókasöfn; tekjur ijelagsins það ár voru 552,000rhd. I 50 ár hefurfje- lag þetta sent út 500 millíónir ritlínga og snúið þeim í 101 túngumál og stofnsett 9,000 hókasöfn. I sumar koin sendiherra nokktir frá Nepaul í Austurálfunni á fund Viktoríu drottningar; sendiherra þessi, aö nafni lung Bahadur Kunour Ranazfi, er æðsti stjórnarherra og hershöfðingi i föðurlandi sinu; hann hafði með sjer tvo hræður sína og 24 skósveina; færði hann drottningu gjafir og gersemar og marga dýrmæta gripi; föt hanns voru sett gulli og gimstein- um, og segja dagblöðin, að þau muni hafa kostað ná- lægt tíu tunnum gtills. Viktoria fjekk frá Austur- löndum í vetri er var þann stæsta demant, sein tii er í veröldinni; kallast hann Kóhi-Nur eða Ijóss- Itafið. 1. dag april-mán. i vori var í Klausenberg í Siebenbiirgen maður nokkur tekinn til ,fánga, er áður hafði verið flokkstoríngi í liði Úngverja Jen lifði þá á því að segja til hörnum. I prófi þvi, sem haldið var yfir honmn, komst það upp, að flokksforingi þessi var ýngisstúlka og tígins emhættismanns dóttir, að nafni Pálina Pf . . . Hún hafði þegar 1847 og 48 ferðast í karlmannahúníngi með leikara fjelagi nokkru, en tók herþjónustu hjá Úngverjum undir eins og uppreistin þar liófst; liafði hún tekið þátt i 5 orustum og sýnt þvílíka hreysti, að Beni hershöfðingi gjörði hana að flokksforingja. I hardaganuin hjá Karlsborg særðist hún á fæti af tveimur skotum og fjell þvi í hendur Austurríkismanna. Nóttina milli þess 12. og 13. næstl. mán. varð í Revkjavík og víðar syðra vart við jarðskjáifta. V ei 11 br auð. Dvergasteinn veittur sjera Jóni Björnsen á Hofi á Skagaströnd. L i ð u r/ b r a u ð. Rafnseyri í Vestur-ísafjarðarsýslu, metið 40 rhd. 36 sk., slegið upp 7. næstl. mán. Prestur er í brauð- inu, sem nýtur ^ af föstum tekjum og 2. vætta í land- aiirum. Hof á Skagaströnd, metið 27 rhd. 49 sk., slegiö upp s. d. Gjafir til prestaskólasjúðsins. Frá sjera Kristjáni jiorsteinssyni á Völlum í Svarfaðardal.......................2rhd. 48sk. — Dannebrogsmanni og hreppst. Jóni Sig- urðssyni á Álptanesi .-....,.......6 — - úr Hítardals sókn ......................2 — 80- — Slaðarhrauns sókn...................5 — 81 - — Hvamms prestakalli í Norðurárda! ... 4 — 92 - Fyrir þessar gjalir vottum við gefendunum innilega þökk. P. Petursson. S. Melsted. H. Árnason. Vegna rúmleysis getur auglýsíng um hindindisfje- lagið í Reykjavík ekki komið fyrren í næsta hlaði, Ritst. Veðuráttufar í Reykjavík í áyústm. Fyrstu vikuna af þessum inánuði var hæg vestan átt með þoku og suddaskúrum, en frá því var næstnm allan mánuðin þerrir, með optast hægri norðanátt, og opt lieldtir kalt i veðri, einkum frá þeiitt 18. til 23., því þá var hvass norðanvindur. Seinustu 2 daga mán- aðarins voru regnskúrir af útsuðri og þoka. , .j-. i i S hæstur þann 28. 28þuinl. 3 I. s Loptþmydarmcel. j lægstl/ _ 2. 27 _ r . , Meðaltal allt lagt til jafnaðar .... 27 — i i - , Bitamedir \ !“ ‘ ; ' ' ' ^ + U* ( lægstur nott þess 14. . 0 — Meðaltal allt lagt til jafnaðar . . . -j- 7°,2 — Vatn, erfjell á jörðina, varð . , 1,’ þiiinl. djúpt. J. Thorstensen. Dr. ---------------------- Ritstjóri P. Pétursson.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.