Lanztíðindi - 06.10.1850, Blaðsíða 4

Lanztíðindi - 06.10.1850, Blaðsíða 4
112 bekki; skulu f)eir vera eitt ár i fyrsta (þ. e. neðsta) bekk, og eitt ár í öðrum bekk, en í þriðja og fjórða bekk skulu þeir vera tvö ár í hvorum, og ljúká þeir þá af öllu skólanámi á sex árum. 3. yrein. Skildaginn fyrir því, að nokkur piltur geti komist í neðsta bekk, er sá, 1, að hann sje staðfestur, og þó eigi eldri en sextán vetra, og að hann sje bólusett- ur, og skulu skirteini sýnd fyrir livoru- tveggja; 2, að hann a) géti lesið islenzku og ritað hana læsi- lega, og stórlýtalaust að rjettrituninni til; einnig verður hann að geta lesið og skiliö dönsku; b) hafi numið aðalatriði hinnar latínsku málfrœði, og lesið einhvern kafla eptir einhv^rn hinna auðskildari latínsku rithöfunda; c) hafi lært lielztu alriðin í landaskipun- arfrœðinni, og hið markverðasta úr sögu Norðurlanda; d) hafi numið hinar Qórar aðalgreinir talna- froeðinnar; 3, að siðferði hans sje óspillt. Vilji einhver piltur ná sæti í einhverjum hinna efri bekkjanna (undir eins og hann kemur í skóla), þó hann hafi eigi verið í neðri bekkjunum, þá getur það orðið með því skil- yrði, 1, að hann sje ekki eldri en svo, að hann fái af lokið skólalærdómi, unz hann er fullra tuttugu og tveggja ára; 2, að hann sje kominn eins langt í skóla- lærdómi, og heimtað er af lærisveinum skólans sjálfs í prófi því,' sem þeir ganga undir, þegar þeir eiga að flytjast í þann bekk, sem hann vill ná sæti í; 3, að hann sýni vitnisburð um það, að siðferði hans sje óspillt. I fjórða bekk getur enginn nýsveinn sezt; en reynist einhver nýsveinn svo vel í prófi því, sem nýsveinar eiga undir að ganga, þeg- ar þeir koma fyrstí skóla, að hann þykir að öllu leyti hcefur til þess, þá er hann settur í þriðja bekk, en getur komizt í fjórðabekk að vetri liðnum. Yfirumsjónarmenn skólans mega veita I piltum skóla, þó þeir sjeu tveim árum eldri, en hjer er til tekið, eða þaðan af minna. Eins mega yfirumsjónarmenn skólans veita piltum skóla, þó ekki sjeu þeir staðfestir, og verða þeir þó að vera fullra tólf ára, en þeir geta eigi orðið heimasveinar, fyr enþeir eru staðfestir. Hvorttveggja þetta leyfi er þó þeim skildaga bundið, að meðmæling skólastjórans (rektors) fylgi bónarbrjefi pilts- ins uin inntöku í skóla, bæði að því leyti, sein nær til gáfna piltsins og andlegs þroska. 4. grein. Til að geta veitthinum almenna tilgangi, sem áður er nefndur, fullnustu, á hinn lærði skóli að sjá um, að piltar verði guðrœknir og siðprúðir, og jafnframt leiða þá til íhugunar á framförum mannkyrisins, eptir sern tímar hafa liðið fram, og einkum á hinni upphaf- legu menntun fornaldarmanna, með því hún er undirstaðan undir menntuninni á hinum síðari tímum; einnig skal skólinn koma þeim til að íhuga stoerðalögin og hið ytra líf nátt- úrunnar, sjá um, að þeir verði vel kunnugir tungu sinni og bókmenntum hennar, og ryðja þeim veg til fremri menntunar. Af þessu leiðir, að kenna skal tungur þær og vísindagreinir, er nú skal telja. 1, Islenzka. Hana skal kenna í öllum bekkjum; skal þeirri kennslu svo haga, að piltum lærist að tala hana og rita hreint, rjett og lipurt; smásaman skal og kynna þeim bókmenntasögu íslendinga og helztu rit. I allri tungumálakennslu skal hafa íslenzkuna til að gjöra piltum skýrar og skiljanlegar hinar almennu málfroeðislegu hugmyndir, ogþessarmál- frœðislegu liugmyndir á að heimfoera upp á íslenzkuna. I eíri bekkjunum eigaíslenzku ritgjörðirnar að vera þannig lagaðar, að piltar komistá þann rekspöl, að þeir geti ritaö um eitthvert efni af eigin rammleik. 2, Danska. Ilana á að kenna piltum, írá því þeir koma í skóla, og þangað til þeir fara úr þriðja bekk, og skal kennslunni í henni þá lokið; verða þá piltar að vera orðnir leiknir í þvi, að leggja dönskuút, geta ritað hana rjett, og vita hið helzta úr bókmenntasögu Dana. 3, þýzka. Hana skal kenna piltum frá því þeir komaí skóla, og þangað til þeirfara

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.