Lanztíðindi - 06.10.1850, Blaðsíða 6

Lanztíðindi - 06.10.1850, Blaðsíða 6
114 ferðina, hvernig komizt verði að lögmáli þessu; skal hjer við hnýta aðalefninu úr liinni stœrðalegu landafrœði (mathema- tisk Geof/raphie). 12, Náttúrufrœði. Hana skal kennaííjórða bekk, og skal kennslan í henni ná yfir aflafrœðina og efnafrœðina (mechanisk og chemisk Physik); skal kennsla þess- arar vísindagreinar eigi vera mjög þröng- skorðuð eða stoerðafroeðisleg, heldur jiann- ig, aðpiltum aílistljós og skýr hugmynd um þau aðalatriði, er sýnileg má gjöra með tilraunum, lögmálið fyrir þeim og samanhengi þeirra. 13, Náttúrusar/a. Hana skal kenna í þrem- ur neðri bekkjunum; skal það mark og mið þeirrar kennslu, eigi svo að telja upp fyrir piltum ættir og tegundir, eða lýsa hverju einu smásmuglega, heldur miklu fremur að þeir fái yfirlit yfir eðli og einkenni aðalflokka steina, grasa og dýra, og ættir og tegundir að eins nefnd- ar þessu til skýringar og skilningsauka; skal gjöra þetta piltum ljóst með því, að kenna þeim að þekkja helztu steina, grös og dýr, sem eru í landinu sjálfu. 14 og 15, Enska og frakkneska. Tungur þessar skal kenna þeim einum, er œskja að nerna þær; skal kennslunni í þeim haga svo, að henni sje lokið á þrern árum; en eigi skal binda hana við neinn bekk sjer í lagi, heldur skal kenna þær í aukatímum, en ekki í hinum reglulegu kennslutimum, og leiðir þá af því, að kennslan fyrir hvern pilt verður að vera, þegar tími og tœkifœri er til. jþeir pilt- ar, sem sitja í fyrsta bekk, geta þó eigi tekið þátt í tilsögninni í þessum málum. Auk vísindagreina þeirra, sem nú eru þegar taldar, skal láta pilta fátœkifœri til að taka sjer fram í skript og söng, og þeimsagttil í því. Venja skal og pilta við fimleika ogupp- dráttarlist, þegar því verður við komið, ogað svo miklu leyti, sem oröið getur. jþó er eigi ætlazt til, aðpiltar aflisjer íþróttalegrar leikni í uppdráttum, heldur skal sú kennslatil þess, að þeir verði laghentir og sjónhagir. ð. grein. Kennslunni í tungum þeim og visinda- 1) þetta þyrfti frekari útkýríngar og sönnunar við. greinum, sem taldar eru í næstu grein hjer á undan, skal þannig haga, og iietmi miða þannig áleiðis í þeim bekkjum, þar sem hver grein er kennd, að eins langt verði komizt, og fyrir er mælt, án þess þó, að piltum nokk- urn tíma sje ofboðið. Skal skólastjóri stinga upp á ölium þeini reglunt, sem hjer af leiðir og nauðsyn bep til; hann skal og á hverju ári senda yfirumsjónarmönnum skólans til samþykktar frumvarp um tilhögunina ákennsl- unni næsta vetur, og stinga upp á kennslu- bókunt þeim og rithöfundum, er lesa skal. (Framhaltlið síðar). Vm Reykjavik og sveitina. (E|itir nokkra hændur í Rángárþíngi), (Framhald). Eptir er nú að sjá með hverju móti aðflutníngur á verzlnnar vöru til Reykjavíkur getur aukizt. Höfundur hinnar „aðsendu -greinar“ um R.vík telur henni það til gildis, að hún hafi með verðlagi sínii á vörum haft áhrif á aðra verzlunarstaði lanzins, en þetta þykir oss vera allt á annan veg. Jafnframt því sém Reykjavík allt til þessa hefur í verzlan sinni haft töluverðan keim af anda einokunarinnar, þá hef- ur húii um leið spillt aðflutníngunum fyrir sjálfri sjer1, og höldum vjer að á meðan önnur aðferð ekki verður viðhöfð , að bænum fari aldrei fram til nnina i verzl- an, og sjá allir, hvert tjón að því er, þegar litið er til, hvað inargir þeir eru, sem fást víð þann næríngar, útveg í hænum og hversu það stendur í dyrunum fyr- ir lífgun þeirra verzlunarfjelaga sem þar er þó farið að bridda á; þó mun þetta verða tlifinnanlegra, eins og vjer höfum sagt þegar verzlunarfrelsið er feingið. Reykjavík sjálfri ætlum vjer að ráða hót á þessu. Rángveltíngar og einkum Skaptfellíngar hafa þókst illa reka sig á að undanförnu þeir, seui farið hafa með miklum kostnaði og fyrirhöfn suður í Reykjavík til verzlunar og það, um dýrmætan tíma og arðsaman, en fengið að lokuniini mjög lítið eða ekkert betri kaup en gjörast á Eyrarbakka eða jafnvel í Vcstmannaey- um og sjá það allir að einginn heilvita maður leggur þá ferð upp að gamni sínu einúngis, þegar ekkert er í aðra höud, en híngað til hefur hver maður farið svo úr þeim sýslum sem vjer nefndum og annarstaðar að, að hann hefur engá vissu haft fyrir hverju hann hefði að að hverfa, og|sú óvissa hefurhaldizt að niiklu leyti þáng- aðtil reikningar koma á áliðnum næsta vetri, þanni- er annar af þeim, semskiptast á, látinn gjöra allt blind- andi, meðan hinn veit gjörla, hvað hann gjörir, og vit- Ritst.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.