Lanztíðindi - 06.10.1850, Blaðsíða 2

Lanztíðindi - 06.10.1850, Blaðsíða 2
IIO ekki verður hjá jieim sneitt, auk þess sem menn f>á líka hefðu lagt meiri trúnað á orð lians; en þetta hefur höf. öldúngis leitt hjá sjer og valið hina aðferðina, sem að visu er lángtum ljettari og vandaminni, en jafnframt miklu ljótari og gagnlausari, að lasta ogrifa niður hvert orð, sem hann þykist ekki kúnna vel við. ^það er auðvitað, að það þarf minni styrkleika í málinu til að gjöra þetta, en til að búa til ný orð í stað þeirra, sem að er fundið, og jeg er hræddur um, að það kynni að vefjast fyrir höfundinum að mynda ný orð, sem væru betri en sum af þeim, sem hann hefur fundið að, eiula f)ó hann skildi hugmyndirnar, sem í þeirn eru; jeg vil ein- úngis taka til dæmis: ritvissu, eðlishreiting- ar kenning og fyrir fram ákvörðun, sem hon- umþykja óskiljanleg orð. En mun þá almenn- íngur skilja betur hjá honum : qjöranda ein- tölunnar í karlkyni af einkunnum ? eða: fyolanda eint. í karlkyni? eða saqnarorðið? eða: eiqanda eint. affornafn? eða: eiqanda fleirtölunna.r af karlkenndum orðum? Jeg segi þetta ekki til að finna að þessum orð- um hans, heldur fil sð sýna, að það er eðli- legt, þó orðin sjeu almenningi þúngskilin meðan hugmyndirnar eru að verða þjóðlegar; en sje það eðlilegt, þa er rángt að finna að því, og því hefði hann átt að leiða þetta hjá sjer. Jeg gæti sýnt, hvernig höf. hefur fund- ið að mörgu af því hann hefur ekki skilið hugmyndirnar, t. a. m. þegar liann talar um skýið, andleqt sálarsamfjelaq, Orðið, og í stutt.u máli alstaðar þar sem hann kemur ná- lægt guðfræðinni, þar á mót sje jeg ekki, hvernig hann ætlast tiL, að menn komist hjá að hafa orðin prótestantiskur, púrítanskur og pá- piskur, þegar verið er að tala um þessa trú- arbragðaflokka. Allt það, sem höf. segir um rángann að skilnað og ránga samteingingu orða í árritinu, þykir rnjer svo ómerkilegt og sjergæðíngslegt, að jeg vil ekki eyða orðum að þvi, með því hann hefnr heldur ekki fært neina ástæðu fyrir því; þar á mót er margt af því sem hann segir um rjettritunina, ef- laust á góðum rökum byggt og hafa útgefend- urnir aldrei borið á móti þvi, að á henni væru gallar og að hún sumstaðar væri sjálfri sjer ósamkvæm; en þó liefur höfundurinn hjer leitast við að gjöra úlfalda úr míílug- unni og jafnvel ekki kynokað sjer við að taka með prentvillurnar, sem eru aptan til í bókinni og er þá tillt. á fremsta hlunn og öllu þvi tjaldað sem til er, einkum þegar þess er gætt, að í dálitilli grein, eptir sjálfan hann, ern ekki færri en sjö prentvillur eptir því sem hannsjálfursegir. Hefði höf. viljað gæta þeirrar sanngirni, sem gjöra má ráð fyrir hjá góðfúsum lesara, þá hefði hann farið öðruvísi að, enda þó hann ekki hefði viljnð láta sjer lynda af- sakanir þær, sem útgefendurnir hafa fært í formálanum fyrir ónákvæmni þeirri, sem varð á rjettrituninni, nje heldur hafa tillit til þess, að í flestum málum mun vera nokkurt þref um rjet.tritun og í fæstum þeirra mun hún að öTIu leyti vera sjálfri sjer samkvæm. 5að er sjálfsagt, að það er prýði á hverri bók, að rjettritanin sje regluleg; en þó er meira varið i hitt, að reglulega sje hugsað. En hváða gagn hefði almenningur af þvi, þó mjer tækist að sýna missmíði á reglulegri hugsun bæði í „grein“ og „svari* böfundar- ins? eða þó jeg gæti leitt rök að því, að þar liggja margar liugsanir í bendu, seni ættu að veraað skildar, ogmargar eru slitnar sundur, sem saman ættuaðvera? Um blæ þann, sem er á grein og svari höfundarins, ætla jeg heldur ekki að tala; höfundurinn getur ekki borið það fyrir sig, að svar útgefendanna hafi verið freklega orðað, því að hann var þá búinn að skrifa grein sína og eigi vissu þeir þá held- ur, og því siður almenningur, hver höfundur- inn var og þessvegna gátu orð þeirra ekki skert virðingu hans í augum annara- JKnnúngle^ur úrskuríínr, um brauðaveitínqar á \slandi, (30. júlím. 1850). Stjórnarherra kyrkju - og kennslumálanna í Danmörku hefur með brjefi frá 30. júlí-mán. í sumar tilkynnt stiptsyfirvöldunum, að kon- úngur hafi með úrskurði, dags. s. d. allra mildilegast ákveðið: 1. að hrauð á Islandi megi eptirleiðis ein- úngis veita: a, kandídötum í guðfræöi frá háskólanum. b, kandídötunum frá prestaskólanum á ís- landi, og c, þeim, sem áður en prestaskólinn tók

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.