Lanztíðindi - 24.12.1850, Blaðsíða 2

Lanztíðindi - 24.12.1850, Blaðsíða 2
143 sje til þess ætluð; skulu yfirstjórnendur skól- ans fullgilda hana. 5egar prófinu er loki5, skal skólastjóri senda yfirirstjórnendum skól- ans skýrslu um {>að, hvernig prófið gekk; skal hún vera samhljóða prófbókinni. Með skýrslu þessari skulu og fylgja hin skriflegu svör lærisveina. En yfirstjórnendur sktilu aptur senda skýrsluna og svörin stjórnarráðinu hvert jtriðja ár, og láta fylgja athugasemdir sinar. 17. grein. 3>egar prófið er á enda, skal hver sá læri- sveinn, er fjekk staðizt prófið, fá vitnisburð á islenzku; skal sá vitnisburður vera saminn eptir því móti, sem fyrir er skipað. J8. grein. Jjegar lærisveinar hafa lokið sjer af í öllum bekkjunum eptir reglum þeim, sem nú eru, þegar greindar, j)á skal burtfar- arprófið koma i stað fyrsta og annars lær- dómsprófs í háskólanum, en j)ó eigi fyrir prófið í heimspekinni. En f)angað til að þetta burtfararpróf kemst á, skal j)annig að fara, að lærisveinar þeir, sem voru í. 3. bekkjar efri deild skólaárið 1840 og 1850, og voru eigi útskrifaðir við lok j)ess árs, og sðmuleiðis þeír úr 3. bekkjar neðri deild, sem þykja hoefir til þess eptir þeim reglum, sem hingað til hefur verið fylgt, þá lærisveina skal búa undir burtfararprófskólaárið 1850—51, á þann hátt, að þeir við lok þessa árs geti út skrif- azt, annaðhvort til að taka fyrsta lærdóms- próf við háskólann, eða til að ganga í presta- skólann. Hina úr 3- bekkjar neðri deild skal búa undir burtfararpróf það í skólanum, sem hjer er fyrir skipað, og skulu þeir ganga und- ir fyrra hluta þess eptir einn vetur í 3. bekk, og undir síðara hlutann, þá er þeir hafa ver- ið tvo vetur í fjórða bekk. Ilöfundurinn um neitunarvaldið kveður þjóð- ólf; pó ekki nema i bráð pví hann hefur von um að hitta þjóðólf aptur á þjóðfundinum i sumar. í 53. bl. segir þá þjóð. fyrst, að sjer finnist mótsögn hjá höf. í Undirbúningsblað- inu og Lanztíðindunum; en hann á kollgát- una kallinn! „að þetta er ekki annað en til- íinning ÍÞjóð.“; því Höf. hefur tekið það fram með ótviræðum orðum í Lanzt., að það sje ástæður 5jóð. fyrir hinu frestandi neitunar- valdi, en ekki hið frestandi neitunarvald sjálft, sein n)iði til ófrelsis IsleiTdinga. jiað munu þvi flestir, sem vilja, geta sjeðogskil- ið, að Höf. er sjálfum sjer samkvæmur í þess- ari skoðan sinni, „að Islandi ríði pað ekki á svo niiklu hvort konungur hefur hjer al- gjört eða frestandi neitunarvald, pví ef að málcfni pess vœru sameiginleg málefnum Danmerkur, pá kœmi hið frestandi neitun- arvald Islandi að engu haldi, en yrðu mál- efni pess út af fyrir sig, pá mundi Islandi ekki verða nein sjerleg hœtta búin af hinu algjörða neitunarvalð 'd. j>etta er nú aðal- atriðið í ritgjörðum Höf. um neitunarvaldið bæði í Undirbúningsbl. og Lanzt., og þetta er álit Höf. enn; Hefði nú jijóð. ætlað sjer að hrekja þessa skoðan Höf., þá liefði hann þó að minnsta kosti orðið að segja eitthvað, sem átti við efnið, en ekki fara aö, 'eins og hann gjörir í síðari dálkinum á bls. 113, þar sem hann ætlar að útlista takmarkaða kon- ungsstjórn með algjörðu neitunarvaldi; en í þess stað fer hann nú annaðhvort af hrekk- jum eða heimsku að segja mönnuin frá ótak- markaðri einvaldsstjórn og afleiðingum henn- ar; og hverjum greindum ínanni verður að koma í hug, að þvílík misgrip sjeu fremur hrekkjabrögð en heimskuæði íþjóð. — því það sjer hver skynsamur maður, að þetta orðtak „hver kann að segja við konunginn, hvað gjörirþú“? getur einungis átt við ótakmgfkað einveldi en ekki við þá stjórn, þar sem þing- ið hefur eins ótakmarkað neitunarvald móts við konung eins og konungur móts við þingið — Enn fremur segir nú jþjóð. að Höf. vilji hafa málefni Islands út af fyrir sig eða slíta sem mest sambandi Islands og Danmerkur, svo liið algjörða neitunarvald konungs verði hjer sem þýðingarminnst, og er það öldungis rjett skilið af 5jóð., að það er hin sanna mein- ing Höf., að með þessum hætti verði neitun,- arvald konungs jaín þýðingarlítið hjerálandi eins og í Danmörku sjálfri, og það er ekki lítil játning af jþjóð., þegar hann segirrjettá eptir: „Jeg sje að visu að þetta er að láta konung hafa ótakmarkað neitunarvald að nafn- inu til“; en áður hefur 5jóð. í 47. blaði sínu sagt og leítt rök aÖ því — eins og honum eru þó ótamar röksemdafærslur — að kon-

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.