Lanztíðindi - 24.12.1850, Blaðsíða 6

Lanztíðindi - 24.12.1850, Blaðsíða 6
146 bættur á seinni tímum og haldið, að hann kæmi sjer með því í mjúkinn hjá alþýðu, ef hann gæti gjört embættismennina tortryggilega í augum hennar og einkanlega háyfirvöldin; en allir skynsamir menn hljóta að sjá, hve hættu- legt þetta er fyrir land og líð. En það sem jeg sjerílagi tel Djóðólfi til gyldis, er, aðjeg af grein hans urn neituiiarvaldið þykist sjá, að hann vill hafa samband Islands og Dan- merkur sem nánast og innilegast og sem flest mál sameiginleg. Jeg er fyrir mitt leyti 5jóð. öldúngis samdóma um, að þetta sje okkar fátæka landi bezt og hollast og að við svoleiðis eigum minnst á hættunni, hvernig sem fer. En því miður eru svo margir hjá oss annarar meiníngar og vilja — að jeg held marg- ir hverjirhugsunarlítið — losa Islandsemmest við Danmörku, bæði hvað löggjöf, fjárhag og verzlun snertír. Sje það því einlæg mein- íng "þjóðólfs, sem hann hefur látið í ljósi í á- niinstri grein, lýsir það einurð hans og væri óskandi, að hann hjeldi sömu stefnu áfram í fleiri greinum hjer á eptir, því jeg teldi það landinu mikið hagræði, ef hann fengi alþýðu á sitt mál. Embaíttismaður, (Aðsent.) (eptir amtmann P. Melsted). Öllum þjóðþíngum hefur þókt það mik- ils umvarðandi að laga vel þíngsköp sín; því án þessa verður góðri reglu ei á komið á þíngum; án þess verða málefnin hvorki skipu- lega nje til hlýtar rædd, og offljótur úrskurð- ur yrði annars, ef til vill, optsinnis á þau lagður. Öll þess konar þíng hafa því, eink- um í fyrstunni, varið laungum tíma til að selnja þíngsköp sín; en þegar gott lag var á þau komið, og reynslan var búin að sýna, að þau voru orðin hentug og áttu vel við, var þeim næstum því óbreittum fylgt afhverju þíngi eptir annað. Jíngsköp alþingis voru samin af stjórn- inni, einsog alkunnugt er, og tekin inní til- skipun þá, sem alþingí var stofnað með, og eins var þessu liáttað með fulltrúaþíngin í Danmörku; þarámóti eptirljet stjómin rikis- fundinum, er ræddí grundvallarlögin dönsku, sjálfum að semja þíngsköp sín, og eins rík- isþínginu, er í fyrsta sinni kom saman í vetri er var. 3>a& má því ætla, að stjórnin einnig muni leyfa, að þjóðfundur Islendínga, er koma á saman í sumar er kemur, semji sjálfur þíngreglur sínar, og til að greíða fyrir þeim starfa, hefi jeg samið frumvarp það, sem á eptir kemuij, og ætlast til, að það verði lagt fyrir almennings sjónir, svo að fundarmenn og aðrir þeir, er skynbragð bera á þessháttar hluti, geti íhugað það og hugsað upp þær breitingar, er þeim þykja betur fara. Frum- varp þetta er að miklu leyti lagað eptir þíng- reglugjörð þeirri, er Danir sömdu og sam- þyktu á ríkisþínginu í fyrra vetur, því sú reglugjörð virðist í mörgu tilliti hentuglega löguð handa oss og vel frá lienni gengið. Jeg hefi tekið það burt úr þíngsköpum f)ana, er ekki á hjer við, en lagað hitt að háttum vorum, er mjer þókti breitingar við þurfa. Frnmvarp til píngskapa á pjóðfundinum, er liulda á í Reykjavík sumarið 1851. 1. gr. Embættismenn þíngsins eru þessir: for- seti, varaforseti, og tveir skrifarar. Enginn ináán samþykkis afþínginu skorast undan að taka á móti kosníngu til þessara embætta. 2. gr. Til forsetakosníngarþarf meir en helm- íngatkvæða; fái enginn svo mörg atkvæði þá fyrst er kosið, skal óbundin kosníng aptur fram fara; fái þá enginn heldur hinn ákveðna atkvæðafjölda, skal velja milli þeirra tveggja þíngmanna, er fengið hafa flest atkvæði, við aðra kosníngu. Hafi þeir þá jafnmörg at- kvæði, skal aldur ráða. Á sama hátt skal kjósa varaforseta og skrifara. Athugasemdir við frumyarpið eptir höfundmn. Við 1. gr. Á þíngum Dana eru þíngskrifararnir 4 og skiptast þeir um tveir og tveir að skrifa í þíngbúk- ina sína vikuna hverjir. Við 2. gr. Til að velja skrifarana á þjóðþingi Dana þarf ei »ema einfaldan atkvæða fjölda (relativ Stemme- flerhed), svo að þeir eru rjett kosnir, sem fengið hafa fleiri atkvæði en aðrir, þótt ekki hafi þeir meir en helmíng atkvæða (ahsolut Sterameflerhed). Á lanzþíngi Dana er fyrirskipað um skrifara kosníngar einsog hjer í greininni.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.