Lanztíðindi - 24.12.1850, Blaðsíða 5

Lanztíðindi - 24.12.1850, Blaðsíða 5
145 hann unnið þetta mál; og sjer hver sá, sem þekkir nokkuð til Hólakyrkju, hve áriðandi þetta er fyrir hana; þvi þó sjera Benidikt sje efnamaður, gæti þó svo staðið á, að eig- andi hennar yrði öreigi, og hvar ætti þá að taka fje henni til viðhalds og aðgjörðar ef hún aungan. sjóð ætti, úr því búið er að taka frá henni allt það, er hún átti til forna? eða ætti þá að láta hana fyrnast og hrynja? væri það ekki minkun fyrir landið? Hólakyrk/a er eigandánum til stórkostlegra þýngsla; en hún er menjagripur Íslendínga og eigandinn er settur til að gæta hans; eigingirni getur það þvi ekki heitið, þó eigandinn vilji gæta kyrkjunnar trúlega og halda undir hana því, sem hann heldur, að hún eigi með rjettu; hitt væri heldur eigingirni, ef hann hirti ekki um hana og ljeti það lítið, sem eptir er, gánga undan henni átölulaust. Jeg get því ekki jyeð hræsni nje yfirdrepskap í því, þó sjera Benidikt segðist höfða mál þetta „guðs og kyrkjunnar vegna“, heldur sanna föðurlands ást og kennimannlega árvekni. Hvergi hefi jeg sagt eða gefið í skyn, „að prófasturinn með orðum sínum hafi viljað minna á sorgar- atburð þann, sem um þær mundir varð í húsi hans“, en hitt hefi jeg sagt, að það muni ekki hafa verið af „hræsni“, þó hann segði, að hugur sian væri frábitinn veröldinni eptir því sem þá var ástatt fyrlr honum og að það var því óþarfi fyrir *FeIagsr. að tína til þessi orð hans, því flestir munuhafa tekið það svo, að það væri gjört í skopi; en þessháttar gaman á yfir höfuð illa við þegar verið er að segja frá hæstarjettardómuin. I Félagsr. er að eíns sagt, að ný skýrteini muni hafa verið fram- lögð við liæstarjett og hefi jeg tekið þetta sem huffboð höfundarins og held, að jeg hafi liaft fullan rjett til þess, meðan hann hvorki fullyrti um þessi nýu skýrteini eða tilgreindi þau. llöf. óskar að fá nákvæmari upplýsingu um, hvert það sje nema hugboð eitt, að kyrkjan hafi unnið málið með „samhljóða at- kvæðum dómendanna í Landsyfirrjettinum“, og vil jeg aptur spyrja höfi, hvert hann hef- , ur orðið var við nokkurt ágreiningsatkvæði í máli þessu? þvi sje það ekki — og jeg ætla það muni ekki vera — þá gat hann sjálfur leyst úr spurningunni. Ekki tek jeg hart á öðrum fyrir prentvillur, og úr því höf. segir, að það sje prentvilla, sem stendur í Félagsr., að próf. hafi eptir hæstarjettardóminiun áttað gjalda 25 rbd. til dómsmálasjóðsins ístað þess það var 1 rbd., læt jeg mjer skiljast það; en engin „smámunasemi“ var að minnast á það, þvi það lá beinast við fyrir lesendur Félags- ritanna og almenning að hugsa, að málsvegur prófastsins hefði verið því lakari sein sektin var meiri, þvi mörgum er hitt kunnugt, að allir verða að borga 1 rbd., sem verða undir í einhverju máli fyrir hæstarjetti hversu lítið sem út af kann að bera. Jeg hefi nú fylgt höf. fót fyrir fót í svari hans, nema hvaðjeg hljóp yfir danska sýslumanninn, af því jeg þóktist ekki liafa meiðt hann, þó jeg gæti þess til, að liann kynni að hafa verið lítt kunnugur íslenzkri rekalöggjöf. Að endingu verð jeg að geta þess, að skýrslan um þenn- an hæstarjettardóm er eitt af mjög fáu, sem mjer liefur miður likað í Félagsritunum, því að jeg er vin þeirra, og vil fyrir hvern mun ekki missa þau. 3 + 12 (A ð s e n t)x. í>að eru svo margir farnir að hnýta við íjóðólfi á seinni tímum, að jeg finn köllun hjá mjer til að taka málstað hans; en af því jeg er ekki mælskur, þá skal jeg ekki setja neina lirókaræðu upp um hann, heldur inni- binda það í sein fæstum orðum, er jeg hefi að j^segja. 3>að er þá fyrst, að mjer þykir margt í honum vera dáindis líflega skrifað, þó sumt af því kunni að vera nokkuð ógreini- lega liugsað; en það er aðgætandi, að blaðið er einkum ætlað alþýðumönnum, sem ekki taka svo hart á þessu, sje eitthvað í því, sem þeir geta hleyið að. Ennfemur þykir mjer það virðíngar vert við jþjóðólf, að líann hrós- ar æðstu embættismönnum landsins einsog þeir eiga skilið; það hefur hver þóktst góðu 1) Hvað samband íslands og Danmerkur áhrærir, þá get jeg ekki að öllu leyti fallist á skoðun liöf., því að jeg held, að það sje bæði Danmörku og Islandi fyrir beztu, að innanlands mál sjeu sem greínilegast aðsktlin þó þau kunni jafnframt að hafa sameiginleg mál sem ríkisheild. Ritst.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.