Lanztíðindi - 24.12.1850, Blaðsíða 7

Lanztíðindi - 24.12.1850, Blaðsíða 7
147 3. gr. Forseti stýrir störfum os; umræöum á ])ínginu ogsjeruin,aöalItfari])arfram með góö- ri reglu. Hann veitir viðtöku öllum skjölum, sem þínginu eru- send og stendur fyrir rit- störfum |iess, líka annast hann uin reiknings- skapar málefrii þíngsins. Vilji liann eiga meiri þátt í þingræöum en forsetastjórn hans viö kemur, jiá skal hann á meðan láta varafor- seta setjast í sæti sitt og stýra þíngstörfum. 4. fjr. Varaforseti skal einnig aö öllu gánga í forseta staö| þegar hann er hindraður frá aö gegna störfum sínum. 5. c/r. Srifararnir rita í þíngbókina, með um- sjön forseta, þaðsem gjöristá þínginu; þíngbók- ina skal lesa upp í byrjun hvers næsta fund- ar. Jieir safna atkvæðum þá til þeirra er gengið og greiða þá sjólfir fyrst atkvæði sin. J)eir annast undir stjórn forseta, rit- störf þíngsins og ritar forseti nafn sitt. undir þau og annar skrifaranna. Forseti skiptir störfum með þeim eptir lientugleikum og sain- komhlagi. 6. gr. Forseti ákveðuri hvertskiptiað fund- arlokum, {hvað fyrir skal taka á næsta fumji. ^ó geta 10 þíngmenn krafist þess, að slíkt sje ákveðið með atkvæðum þingsins 7. gr. Jíngið má kjósa nefndir, annaðhvort slíkar, er vari við meðan á þínginu stendur, og skal þá skjóta til þeirra þeim málefnum, þó fleiri sjeu, sem eru líks eðlis; eða slíkar, er skoða ega og segja álit sitt um einstök mál- efni. Til þessara nefnda má þó seinna vísa nýjum málefnum,’ þegar þau eru náskild því, er nefndin áður hefur fengið til meðferðar. Nefnd má kjósa til að íhuga sjerhvert málefni, livort sem komið er lengra eða skemmra með umræðu þess á þínginu og á líkan hátt má einnig vísa því til nefndar, er áður hefur kos- in verið. 8. gr Tölu nefndarmanna má síðar auka og líka má nefndin sjálf kveðja |til einn eða fleiri þíngmenn til starfa með sjer nær þíngið gefur þar jáyrði til. 9. gr. Nefndin velursjerstraxforseta'og skrif- ara, aðloknuin störfum, framsögumann. Nefnd- arálitið skal prenta og útbíta því meðal þíng- manna, þrém döguin áður það er tekið til um- ræðu á þínginu. 10. gr. Sjerhvertlagafrumvarp skal fáþínginu prentað til útbítíngar, aðminnstakostitveim sól- arhríngum á undan fundi þeim, sem áliktað er á, hvert og hvernig taka skuli frumvarp- ið tiT umræðu. Aðferðin getur veriö annað- hvort þannig, að frumvarpið sje fyrir tekið beinlínis til fyrstu umræðu á þínginu sjálfu, eða því sje visað til nefndar. Við 3. gr. Á öllum þjóðþíngun) þykir það umvarðanda, aðforseti taki ei þátt í umræðummálefnanna, nema að því leyti sem þau viðkoma stjórn lians og hann að mestn leyti á sjálfur tír þeim að skera. Taki hann meiri þátt í umræðunum, á líkan hátt og aðrir þíngmenn, þykir það uggvænt, að stjórn hans, ef til vill, kunni að verða heldur hlutdræg. Víð 5. gr. Á þjóðfundum er ei vant að rita í þingbókina annað en stutt inntak málefnanna, sem fyrir erti tekin, hvað við þau er gjört og hvert úrslit þeirra verður; en ræðttr þíngmanna eru ekki ritaðar í þíngbókina og gengur því ekki nema litill timi til upplesturs hennar dag livern. Jessu hefur, einsog menn vita, hingaðtil verið öðruvísi háttað á alþíngi og hafa því fylgt mörg vankvæði og sjertlagi hefur það valdið óbærilegri tímatöf. Hvernig úr þvi verði hætt eptirleiðis er áriðandi íhugunar — og umtalsefni fyrir þíngið; en það kemur eiginlega þessu frumvarpi ekki við að koma með uppástúngu um það. Við 7. gr. J>að sem fyrir skipað er í þessari grein, er með tvennu mótí frá brugðið því, sem við hefurgeing- ist á alþingi híngaðtil. J>ar hafa ei, það jeg man. verið kosnar nefndir nema til að íhuga einstök málefni, en þarámót ekki nefndir, er við varað hafi allan þíngtimann. Lika hefur það verið siður á alþingi að kjósa strax nefndir til að iliuga málefnin, áður en þau háfa komið til reglulegrar umræðu á þínginu; en jeg ætla, að hitt muni optast fara hetur, að málefnin sjeu rædd að minnsta kosti einusinni áður nefnd er í þau kosin, því hæði getur slik umræða orðið til stuðníngs fyrir nefndina og lika getur þingið þá betur sjeð, hverja hezt inuni henta að kjósa til nefndarmanna. Á þennan hátt fóru Danir að á seinasta rikisþíngi og virðist það hafa gefist þar vel. Við 9. gr. Sjerhver nefnd, er nokkuð starfar töluvert, þarf strax að hafa sjer forseta, er stýri fundum henn- ar og gjörðum og skrifara til að bóka hið helzta er á fundunum gjörist, svo það gleimist ei, og þvi þarf þá strax að velja. En liver nefndarmanna hæfastur og færastur sje til "að vera framsöguniaður, sjer nefndin hezt þegar störfum hennar er lokið, og þvi skal hann þá fyrst kjósa. Við 10. gr. I þessari grein er eiginlega ekki ætlast lil, að málið sje tekið tii fyrstu uinræðu á fundi þeim Ivvar álíktað er hvert og'hvernig það skuli ræða. jþó er þetta ekki tekið skýrt fram, þareð ekkert virðist vera þvt til fyrirstöðu, að slíkt sje gjört, þegar málefnin eru yfirgripslítil og vandalítil.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.