Lanztíðindi - 24.12.1850, Blaðsíða 4

Lanztíðindi - 24.12.1850, Blaðsíða 4
144 allri skoðan þjóðólfs á neitunarvaldinu. 3>egar Jjjóð. spyr því Höf., „livernig hann ætli að koma saman samvinnunni og aðskiln- aðinum, þá svarar Höf.: að það sje jafn ó- mögulegt eins og að samrýma skoðun þjóð. við skoðun Höf. á þessu efni, og því hafi hann hvorki ætlað það mögulegt nje ætlað sjer að reyna það. Höf. kveður jþjóð., og ætlar ekki að tala við liann meira um neitunarvaldið, fyr en ef þeim auðnast að hittast á þjóðfundinum í sumar. 3>ar fæstir munu efa, að höfundurinn um neitunarvaldið í ^jóftólfi sje Sveinbjörn Hall- grímsson, þá er líka rjettast, aö menn viti, að Höf. um neitunarvaldið í Undirbúnings- blaðinu og Lanztíðindunum er 3akob Guðmundsson. Til 2 + 12 um höfðahvalinn. í upphafi greinar sinnar, segir höfundurinn (sjá Lanzt. bls. 126—27), að þó sumir þrætu- gjarnir menn höfði mál út úr litlu efni, þá láti þó flestir sjer lynda þegar hæstirjettur 'sje búinn að gjöra út um málið, nema Lanz- tiðindin, sem hafi verið að ryfja upp á ný hvalrekamál sjera Benidikts á Hólum, sem þegar sje útkljáð fyrir mörgum árumíhæsta- rjetti, o. s. frv. j>etta á nú hjer ekki við, af þvi hvorki hafa Lanzt., eða jeg — sem ritaði grein um þetta í 15. blaði þeirra — fundið að þessum hæstarjettardómi, heldurað hinu, hvernig frá honum var sagt í Félags- ritunum, þar eð mjer þóktu þau liafa í frásögu sinni hallað þessu máli meir á prófast sjera Benidikt en hæstirjettur liafði gjört. En ekki get jeg gjört að því, þó þetta mál sje útkljáð fyrir mörgum árum; eigi nokkur skuld á því, þá eru þaö Félagsritin, sem ekki sögðu frá þessum hæstarjettardómi fyrr en í fyrra; því liitt getur ekki verið meiníng Höf., að það hafi verið óþarfi að skipta sjer af, þó dómur- inn væri ránghermdur í Félagsr. af því málið var útkljáð fyrir mörguin árum. j>að er hverju o»ði sannnara, sem Höf. þessu næst segir, að honuin var ekki minna ætlandi, en að hann gæti sagtrjettfrá þegar hann hafði dómskjöl- in fyrir sjer og eins, að hann vildi segja rjett frá úr því hann var ekki prófastinum illvilj- aður og hvort sem heldur hefði verið. Ein- mitt þessa sömu kröfu gjörði jeg til Höf. í Félagsr., og þess vegna fann jeg að frásögu hans þegar jeg sá, að kröfunni hafði ekki verið fullnægt. j>á fer Höf. að segja frá þræðinum í þessu máli til að verja það sein stendur í Félagsrit. rað sjera Benidikt hafi þókst eiga tilkall til reka í Höfðalandi vegna þess að jörðin hafði áður verið stólseign og að því hafi verið farið fram afhans hálfu, að dómkyrkjan eða hann sjálfur sem eigandi hennar ætti tilkall til reka á þeim jörðum, er áður höfðu legið undir Hólastól“. Hvernig á nú að rýma þetta saman við það’, sem Höf. játar sjálfur, að prófasturhin í fyrstu hafi byyyt mál sitt einkum á því, að rekarjettur undir Höfðalandi liafi verið kominn undir Hólakyrkju áður en Höfðí va.rð stólsjörð? Sýna ekki þessi orð berlega, að prófasturinn hefur ekki höfðað málið af því, að jörðin Höfði áður hafði verið stólseign, heldur af því hann þóktist geta sannað, að rekinn hefði verið sjerstök eign Ilólakyrkju frá skilinn jörðunrii? En þó honum tækist ekki að sanna þetta svo að hæstirjettur Qellist á sannanir hans, eða þó málsfærslumenn hans þarkunni að hafa leitast við að koma með einhverjar aðrar uppástúngur og varnir i málinu — sem mjer annars er ókunnugt um — þá haggar það ekki grundvelli málsins, eins og jeg ekki heldur veit til, • að prófastur sjera Benidikt hafi nokkurntíma sjálfur gjört tilkall til reka á þeim stólsjörðum, sem seldar voru 1802, af því að þær áður heföu verið stólseign. Að Höf. þykir það undarlegt, að sjera Benidikt hafi höfðað þetta mál af skyldurækt, „þar sem þó hvalspikið hefði runnið í hans sjóð, hefði hann unnið málið“, er ekki kynja eptir þeirri hugmynd, sem hann gjörir sjer um eignarrjett kyrkna hjer á landi. En höf. mun þó ekki geta borið á móti því, að þessi eignarrjettur er ekki með öllu óbundinn hvorki í tilliti til sölu nje viðhalds kyrknanna auk þess sem þær einnig safna sjóði sjer í lagi; en jeg befi áður getið þess í fyrri grein minni í Lanzt., að sjera Benidikt hefur altaf látið það sem kyrkjunni hefur áskotnast fyrirceka- ítök þau, er hún fjekk aptur, renna í hennar sjóð þvert á móti venju annara kyrknaeigenda hjer og einsmundi hann enn hafa gjört, hefði

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.