Lanztíðindi - 24.12.1850, Blaðsíða 3

Lanztíðindi - 24.12.1850, Blaðsíða 3
143 ungur hefði ótakmarkað neitunarvald hjá Dön- um einungis að nafninu til; og þó verður honum svo bilt við þegar hann verður þess var, að Höf. vill, að neitunarvaldið verði ekki þýðingarmeira hjá oss en lijáDönum; já hon- um verður meir en bilt við, hann verður bál- reiður við Höf. og segir, að þetta sje bersýni- legt óhreinlyndi við konungínn og Dani. En Höf. hefur nú enga ástæðu til að hugsa , að konungi þyki það óhreinlyndislegt eðaósann- gjarnt, þegar Islendingar hafa ekkert á móti því, að konungur hafi jafnmikið vald hjá sjer eins og Dönum; þó þeir þá færi því fram að vahl hans verði jafnþýðingarmikið en ekki þýðingarmeira lijá sjer en í Danmörku; og þó að 3>jóð. kynni nú að detta í hug. að hann geti smjaðrað fyrir dönskum konungi og þjón- um hans hjer með því að amast við þessari sanngjörnu jafnaðarreglu Höf., þá mun hann komast að raun um, að þeir greiða honum mjög lítil málagjöld í staðinn og virða hann miklum mun minna eptir en áður þegar þeir taka eptir því, að hann ættjörðu sinni í óhag amast við sanngjörnum jöfnuði. En aptur á móti er Höf. enn sem fyrri á því með 3?jóð., að ekki einasta þeir hyggnustu heldur jafn- vel hver meðal hygginn maður í Danmörku muni sjá, að aðskilnaðar hugmyndHöf. miðar beinlínis til þess, að danskt þing eda dönsk þjóð hafi sem minnst vald yfir Islandi og málefnum þess, enþó að hyggnir mennDana sjái nú þetta, sem hver maður verður að sjá, þá hefur Höf. enga ástæðu til að ætla það nokkrum góðum manni í Danmörku og því síður hinum beztu mönnum Dana, að þeim þyki það ósanngjarnt eða óhreinlyndislegt, þótt Islendingar kynoki sjer við því að gefa sig á vald dönsku þjóðvaldi og þjóðstjórn, og Höf. virðist það þurfi meir en litla ósvífni til þess af Islenzkum manni að segja eins og Jjóð., er hann kveður svo að orði um þetta atriði: *Jeg fyrir mitt leyti skil ekki í Dön- um, ef þeir ekki taka þannig í málið og álíta oss minni menn eptiren áður“; ogsannarlega er það ósvifin ósamkvæmni af þeim, sem eins hefur hamast á ab skamma Dani fyrir stjórn þeirra á Islandi og málefnum þess, og hann 3?jóð.; en hann ætlar nú víst að sýna Dönum fram á og sannfæra þá um, að hrak- yrði sín um stjórn þeirra á málefnum íslands hafi verið eiiitóm glettyrði, sem hann hafi ekkert pieint með. En hvað vel sem Danir kynni nú að taka 3>jóð. þetta, þá má hann þó vita, að Islendingar muni sjá út úr honnm hrekkina við sig og fara að gefa honumhorn- auga. jþjóð. segist nú hvergi í ritgjörð sinni um neitunarvaldið hafa talað um hvernig sam- bandi Islands og Danmerkur skyldi verða háttað; en 3>jóð veit það þó sjálfur eða að minnsta kosti allir lesendur hans, að sam- eininy málefna Islands og Danmerkur voru það einasta skylyrði Jjóð. fyrirnauðsyn þeirri, er honum þótti vera á hinu frestandi neitunar- valdi fyrir Island, og hvernig gat hann stung- ið npp á þessu nema hann hefði ætlast til sameiningarinnar; og að þetta hafi verið ann- hvort hin sanna meining sjálfs hans, eða hann liafi gjört hana að sinni eiginlegri eign, sjá menn nú líka berlega á því, að hann ítrekar það nú aptur í „Nú pá um tieituíiarvaldið sjálft“ að hann aðhyllist þessa sameiningu fremur en aðskilnað Höf.; svo það er auð- sjeð, að hann hefur hreint verið búinn að gleyma því, að hann áður í 29. blaði 5jóð. hafði aðhyllst þá skoðan — sem þá eins og nú var skoðan höf. og margra fleiri meðal Islendinga — er svo hljóðar: MVjer viljum, að Island verði þjóðfjelag út af fyrir sig á þann hátt, að það sje laust undau öllum yfir- ráðum hinnar dönsku pjóðar“ o. s. frv.; og það var nú sök sjer þó Jjóð. hefði gleymt þessu, en hitt er berari vottur heimsku en hrekkvísi, að hann skuli nú ítreka það aptur, að hann abhyllist pessa skoðun, einmitt í þeirri ritgjörð hvar hann játar þó berlega, að liann aðhyllist pá sameiningu, sem pessari skoðun er öldúngis gagnstæð. 3>á vill nú 5jóð. telja mönnum trú um, að Höf. meini ekkert með aðskilnaðinum, af því hann sje að skipa 30 mönnuin í nefnd á móti einni rólu og fari svo mörgum orðum um samvinnu Islendinga og Dana; en Höf. skilur nú ekkert í því, að lesendur Jjóð. sjálfs og Lanzt. hafi á nokkurn veg unnið til svo luralegrar ósvífni af 3>jóð., að hann skuli æ^a þá alla svo vitlausa, að þeir sjái það ekki glögglega, að Höf. er einrnitt að tala um pá samvinnu, sem beinlínis leiðir af peirri sameiningu, er liggur til grundvallar fyrir

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.