Lanztíðindi - 10.01.1851, Blaðsíða 2

Lanztíðindi - 10.01.1851, Blaðsíða 2
150 og uppástúngur frá |)íngmönnum, livar sem umræðunni er koroið, en þá má hver annar þíngmaður bera þetta upp aptur í sínu nafni sje það gjört samstundis, eða strax á eptir. 18. gr. Bænarskrám frá utanþíngsmönnum má þíngið ekki veita viðtökur nema af ein- hverjum þíngmanna. Ávörpum til þíngsins og öðrum þess háttar skjölum skal forseti ljsa og síðan skal leggja þau á þíngstofu borðið^ en ei upp lesa. Beiðist forseti, eða sá þingmaður, sem ávarpið hefur sent verið, að það sje lesið upp, skal greiða um þaö at- kvæði á næsta fundi áu umræðu, og því að eins upp lesa, að | viðstaddra þíngmanna leyfi. 19. gr. jiegar einhver uppástúnga eða breitingaratkvæði er borið upp og útlistað, er sjerhverjum þingmanni heimilt að krefjast þess, að þvi sje frá vísað. ^íngið úrskurðar þá án umræðu, hvort kröfu þessari skuli full- nægja, eða ekki. Kreijast má þess einnig, og færa til ástæður, að tekið sje fyrir það næsta málefni í röðinni, en slíka kröfu skal áður tilkynna forseta skriflega. 20. gr. 5yhi forseta tölur þingmanna vera orðnar óþarflega lángar, má hann kreflast ræðuloka. Jjingið leggur á það úrskurð án umræðu. Sömuleiðis mega lOþíngmennheimta, að gengið sje til atkvæða um, hvort ræðu skuli slíta eður ei. Nöfn þessara þíngmanna skal rita í þíngbókina. 21. gr. Jjíngmenn skulu tala standandi, hver þar sem hann á sæti og ætið snúa ræðu sinni til fotseta. Ekki mega þíngmenn ávarpa hver annan beinlínis eða nefna hver annan á nafn. 22. gr. Enginn [má skrifa upp fyrirfram ræðu sína nje lesa hana upp af blöðum. 23. gr. Jiegar íleiri beiðast í senn að mega tala, ákveður forseti, í hvaða röð þeir skuli tala. Jó skulu þeir gánga á undan öðrum, er áður hafa beiðst þess brjeflega og í því skyni ritað nöfn sín á lista hjá forseta. Stutt- ar leiðrjettíngar eða spurningar mega og gánga á undan leingri ræðum. Ræður með og mót einhverri uppástúngu á að halda á víxl, að svo miklu leyti því verður við komið. ( A ð s e n t.) Fáein orð. um sálmahókina islenzku. Eins og það ber órækt vitni ummenntun hverrar þjóðar, að hún í sögu sinni telji góð skáld, svo er það einnig víst, að því lengra sem þjóðunum þokar áfram, því fremur láta þær sjer annt um skáldskap þann, sem öðr- um skáldskap fremur er ætlaður til lofs og dýrðar höfundi og föður þessarar ágætu mennt- ar, en það er sáhnaskáldskapurinn. Jannig er nú verið, t. d. í Danmörfcu, að safna til nýrrar sálmabókar, ogvitum vjertil, aðsálm- ar þeir, sem í hana verða teknir, eru áður að efni og orðfæri gagnskoðaðir og leiðrjett- ir af útvaldri nefnd manna. En þetta þykir nú á dögum ekki nægja, og er einnig í sann- leika ónóg; þvígjörum ráð fyrir, að nefndsú, sem gagnskoða skal sálmana og leiðrjetta það, er áfátt þykir að efni og orðfceri, skilji svo við starfa sinn, að ekkert sje eptirskilið, sem óskanda væri að leiðrjett hefði verið, þá geta þó sálmarnir enn verið efekki öldúngis Við 18. gr. j>es*' grein iniðar til að koina í v«g fyrir þá tíinatöf, er orsakaat af upplestri og umræðu um þær bænarskrár, sem þínginu berast opt fjölda margar og sem lliitníngsinönnum opt bættir við að fylgja fast fram, þó lítt merkar tjeu. jiykja slíkar varúðarrreglur á öllum þjóðþíngum nauðsynlegar bæði |til þess, að timi sá, sem þarf til að ræða umvarðandi málefni, ekki skerðist of mjög, og til þess að þíngtiðindin fyllist ekki af ómerkileg- um skjöluui, þareð það er almenn regla, að í þeim sje prentað það, sem upp er lesið á þínginu, Vih 19. gr. j>að sem fyrirskipað er í niðurlagi þessarar greinar, er eginlega mildari aðferð til að bægja frá umræðu þeim málefnum, sem ofliart þykir að frá vísa beinlínis og er slík aðferð tíðkuð á ölluin þjóðþíngum. Við 20. gr. Já áðferð, sem hjer er stúngið nppá til að koma í veg fyrir óþarfl. láugar umræður, kalla Dan- ir ,,Afslutning“, og hafa tekið hana upp eptir Frökkum, er nefna hana „clóture"; kemur hún opt í góðar þarfir, en þarf ei að verða til baga, þareð þíngmönnum er innan handar að leyfa hana ekki meðan málefnin ei eru nægi- lega rædd, eða þeir menn ei hafa tekið til máls, sem ætlanda er að bezt muni geta skýrt málin. j>að er merki- iegt, að Englendingar, sem ekki hafa haft þessa aðferð, hafa nýlega skipað nefnd manna tii að íhuga, hvort ekki skyldi innleiða hana þar, og liefur nefnd þessi auk annara yfirheirt hinn nafntogaða frakkneska sijórnarherra Gvizot um, hvernig aðferð þessi bafi gefist á þjóðþíngum Frakka.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.