Lanztíðindi - 10.01.1851, Blaðsíða 4

Lanztíðindi - 10.01.1851, Blaðsíða 4
159 getum vjer ekki annað en haldið, að þessi sálmur, þó aldrei væri til annars litið, enn gallanna á hinni seinustu hendíngu í öllum versunum, sje ætlaður tilað verða lesinn upp, en aldrei til að sýngja hann með hinu gamla góða lagi, sem hinn fyrs'ti höfundur hans hefur ætlað honum. Vjer viljum einúngis geta þess, að seinasta hendíngin í öðru versi ætti eptir bragarhættinum, og mætti, að oss finnst, að efninu til, vera svona: „Kemur að dæma sjerhvem mann“, {>ví í orðinu vjarð- ríkib“ liggur enginn sá (>ánki, sem ekki er endurtekinn í „sjerhvern matin*, og finnst oss að orðfæriö fremur mundi vinna enn missa nokkurs í, ef vjarðríkið oyu væri úr fellt. Vjer ætlumst nú til, að af þessu megi sjá hverju vjer vildum breytt hafa í hinum versunuin í þessum sálmi, og eptir hvaða hugsun og reglum það ætti að vera, og viljum því ekki fara fleiruin orðum Um hann' Sálmurinn Nr. 2 er víst einhveraf þeim, sem fæsta galla hefur að hætti og framburði í allri sálmabókinni, og er þó að vorri mein- íngu allstaðar orkt móti eðli málsins, þar sem hendíngarnar ekki hyrja ineð eins at- kvæðis orði, en sjerílagi verður framburður- inn óþægilegur og meiðir tilfinninguna, þar sem hendíngarnar byrja með tveggjaatkvæða orðum eins og í 11. versi: „blessa" og síðaT. Bragarhátturinn er nefnilega þannig á öllum hendíngunum v\ —v \ —v \ —v\ —; Já stríðir það einnig móti rjettri hugsun og framburði, þegar spurníngin: Bhverr“ í byrjun þriðju og fjórðu hendíngar í fyrsta versi er látin falla á hinn fyrsta stutta hálflið hend- ínga þessara. Spurning þessi á efalaust að falla á einhvern þann lánga hálflið þeirra, og ef orðaröð sú væri ekki í stirðara lagi, þá mundumvjer kunna betur við framburð þriðju hendíngar á þenna hátt: „sem þú svo hver er hár og vís“ o. s. frv.; í sjerhverju tilliti á þessi orðaröð betur við framburðinn eptir álierzlunni og við bragarháttinn. Jað er bezt að játa það strax um sálm- inn Nr. 3, að hann upprunalega, eða eins og hann er í grallaranum, á öldúngis ekki við sitt upprunalega lag, sem hann enn heldur í öllum prótestantiskum löndum það vjer til vitum, allt frá tímum siðabótarinnar. Á öllu Jýzkalandi, í Danmörku, Noregi og Svíþjóð ! er sálmurinn enn tíðkaður, og hefur hann í ölluin þessum löndum verið lagaður beinlinis eptir lagi Jóhanns Spangenbergs; þetta hefur líka átt að gjöra í sálmabók vorri, en það hefur tekizt auinlega. Strax í fyrsta orðinu er áherzlan á seinna atkvæði þess; og auk þess að önnur hendíng er einni samstöfu of- laung, þá er áherzlan á seinna aðkvæði orðs- >ns »fyrir“, °S Shærst“ áherzlulaust; ætti þó síðarnefnt orð bæði eptir eðli þess og mein- íngu að falla á lángan hálflið hendíngar, en bragarhátturinn er þannig: 1. og 3. hend. v\—v\—v\—v\ — 2. og 4. hend. v\—v\—v\—v\ :||: v\ —V \ —v | —v \ — V j — V I — í) j —V I — V I — V | — V I — V I Endir annarar, fjórðu og siðustu hendíngar er í þessum bragarhætti kvennlegur, en í fyrstu, þriðju, fimmtu og sjöttu karllegur. jþriðja hendíng er ekki áteljandi, en i hinni fjórðu er áherzlan á raungum stað í fyrsta orðinu, og kemur sú hin ránga áherzla því verr við, sem hún fellur á hinn staka (fyrsta, þriðja, fimmta o. s. frv.) lið hendíngar. Jó áherzl- an í orðinu „dásamleg" sje einnig órjett, þá er hún þó einmiðt þess vegna fremur þolan- leg að hún fellur á lángan hálflið annars hendíngarliðs; en þessu er ekki svo varið með áherzluna í Bs>ndugri4; hún er óbærileg, af því önnur samstafan fellar þar á stakan hendíngarlið með áherzlu. Auk þessa er orð- ið »frið“ áherzlulaust, og ætti það þó sjálf- sagt að hafa hana. Sjötta hendíng er ekki vítaverð. Sjöunda hendíng hefur átta atkvæði í staðinn fyrir 7. Um sálminn Nr. 4 er það að segja, að þeir sem hafa orkt undir þeim bragarhætti, hafa misskilið hann þannig, að þeir hafa skipt annari og Qórðu hendíngu í tvær hverri, og eins fimmtu og sjöttu hendíngu. Biskup Kingo hefur ætlast til að bragurinn skuli hafa 6 hendíngar, en í hinni svo kölluðu Höf- uðgreinabók (Hólum 1772) eru anðsjáanlega aímarkaðar 8. Hátturinn er öndverðlega svona: 1. og3. hend. *> | —v \ —v \ —v | — 2. og4. hend. v j— v\—v\ — v\—v\ — :|(: V I — V I — V I — V I — V I — v\—v\—v\—v\—v\ — Fyrstu tvær hendíngarnar í fyrsta versinu eru

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.