Lanztíðindi - 10.01.1851, Blaðsíða 5

Lanztíðindi - 10.01.1851, Blaðsíða 5
153 ekki vítaverðar, en í þriftju hendíngunni ættu orðin Mhans‘ og „verk“ að skipta um sæti, því áherzlan ætti hjer að liggja á hinu síðara orði, en ekki á því fyrra eins og hún er nú. Áherzlan á „himná“, alvaldur“, „veröld“ er og hamramlega gagnstæð rjettum framburði; „Til* í byrjun seinustu liendíngar er látið vera áherzlulaust, en í því sambandi, sem það er hjer í, á það sjálfsagt að koma á lángan hálflið, og það jafuvel í góðum hluta (svo heita hinirlaungu helmíngar fyrsta, þriðja og fimta hendíngarliðs) hendíngar, en „verður“ aptur á móti í ríran (annan, fjórða o. s. frv.) hendíngarlið. Hverki rúm nje tími leyfir oss að eltast við fleiri skáldskapar galla á þessum lánga sálmi, og ætlum vjer, að þetta, sem þegar er sagt, geti bent til hverju öðru vjer mundum vilja breyta í sálminum; enda kann það að vera uggvænt, að mörgum kunni að finnast aðfinníngar þessar óþarfar, og finna það til foráttu oss, að svona hafi sálmar þessir verið tónaðir í yfir 50 ára, og að vjer munum ekki fá betur gjört. Á hinn bóginn erum vjer þess aptur fullöruggir, að allir þeir, sem bera inni- lega virðingu fyrir hinni útvortis guðsdýrkun og leita sjer uppbyggíngar i henni, muni með þökkum taka öllu því, sem miðað getur til að gjörahana fagra og verðuga hinni háleitu veru, sem elskar allt það sem fagurt er og sómasamlegt, þareð hún er uppspretta allrar fegurðar. Af því oss þykir nú ekki nema liið bezta boðlegtíþá skuld, þá höfum vjerráðizt íað rita grein þessa til að vekja eþtirtekt þeirra sem kjörnir verða til að standa fyrirendurskoöun og umbót sálmabókar vorrar. Hjer mun núvarla, þegar að því kemur, verða völ á saunglærðum manni, sem væri fær um að segja til galla þeirra, sem á bókinni kynnu að verða i tilliti til saungrímsins og rjettrar áherzlu á laungum hálfliðum hendinganna (Takt og Deklamatíon); en því meiri varúðar er þeim þörf, vem verk- ið vinna, að þeir þoli ekkert það, er ekki má standast, eða útrými því, sein skáldrjett og saungrjett er fyrir litlu betra orðatiltæki, sem vera kynni gagnstædt skáld - og saung- reglum. Áður enn vjer í þetta sinn skiljum við þetta mikilvæga efni, viljum vjer vekja ept- . irtekt lesenda vorra á því, að hirðuleysi sálma- skáldanna um rjetta bragarhætti og rjettan framburð orðanna er að vorri byggju einhver hin fyrsta orsök til, að sálmalögin, sem mörg eru k'omin hingað frá útlöndum með öndverölegri fegurð sinni og einfaldleika, eins og ýmsar útgáfur grallarans ljóslega votta, eru hjer í landi orðin að þeim skrýmslum, sem ekki einúngis eru öldúngis óverðug hin- um allrahæsta, heldur spilla og niðurdrepa öllum smekk fyrir því sem fagurt er, bæði í hinni útvortís guðsdýrkun yfirhöfuð, og í saungnum sjer í lagi. 8 + 3X 5 A ð s e n t. Til ljóscnda minna o;/ lesenda þjóðólf s. 3?að er nú auðsjeð á „skothendunni" hans 3?jóð., að honum hefur skilist og skilist það rjett, að jeg mundi bera lítiðtraust til greind- ar Ábyrgðarmanns hans á alþjóðlegum mál- efrium, og að jeg mundi því vera vonarveik- ur um gagn það, er hann mundi gjöra þjóð vorri með tillögum sínum um málefni þessi á jijóðfundinum; en hittveitjeg, að hann einn af öllum lesendum Lanzt. hefur skilið rángt, „að jeg hlakkaði yfir þessu gagnsleysi hans„. Jað er nú að sjá eins og Sveinbjörn vilji að jeg gjöri ekki einúngis yður, Lesendur hans! heldur og líka yður, Kjósendur minir! nokkra grein fyrir þvíj hversvegna jeg hafi svona lítið tráust á tillögum sínum um al- þjóðleg málefni og sjerílagi um þjóðfundar málefni vort i sumar. Jað er þá sjerílagi tvennt, sem jeg og sumir þeirra er bera líkt vantraust til hans í þessum efnum, byggjum þetta vantraust vort á: fyrst, hvernig liann liefur komið fram á þeim tveimur fundum á JíngvöIIum, hvar hann hefur verið staddur og menn hafa rætt nokkuð um alþjóöleg mál- efni, og enn fremur á því hvernig honum hefur tekist að skrifa um þesskonar málefni i timariti sínu og sjerílagi á þeirri skoðan hans á sambandi Isl. og Danm., sem nijer er svo illa við en „Embættismanninum“ í Lanzt. þykir svo vænt um að hann sje að telja al- þýðu manna trú um. Jeg hefi nú tvivegis verið honum samtíða á [þíngvallafundi og í annað sinn í nefnd með honufn þar, ætti jeg

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.