Lanztíðindi - 10.01.1851, Blaðsíða 3

Lanztíðindi - 10.01.1851, Blaðsíða 3
151 óhæfilegir, þá samt miftur boðlegir og sæm- andi opinberri guðsþjónustugjörð að formi skáldskaparins til. J>etta hefur einnig danska nefndin fundið og viðurkennt, og hefur hún því að áfloknu starfi sínu hlutast til um, að sálmasafnið væri fengið í liendur saunglærð- um manni, til þess, að fá leiðrjettar þær villur, sem í því kynnu að vera móti bragar- háttum og eðlilegum og rjettum frainburði (Deklamation) orðanna. Jiað ernú kunnugt, að vor hin svo nefnda nýa sálmabók einnigvar endurskoðuð ogleið- rjett af mönnum, sem án efa voru færir um að leiðrjetta gallana á efni og orðfæri sálm- anna, og viljum vjer eigi neita þvi, að þeir eiga mikla þökk skilið fyrir það, er þeir liafa gjert í því efni; en vjer viljum eigi held- ur dyljast þess, að breytíngar þær, sem þeir hafa gjört á orðfæri sálmanna, margvíða eru óafsakanlegar og ófyrirgefanlegar syndir gegn hragarháttum (Metrik) og rjettum framburði orðanna. Jað er lángt frá meiníngu vorri, að vilja gefa þeim heiðursmönnum, sem end- urskoðað hafa sálmabókina nýu, sök á öllum þeim grúa af villunum, sem hjer ræðir um, er finnast í bókinni. Skáldin hafa sjálf verið mjög hirðulaus um bragarhætti, framburð orða og hendínga (Skansión), og það kveður svo ramt að þessu, að fá munu þau vers í allri sálmabókinni, sem ekki bafi einn eða fleiri galla í þessu tilliti. Jað mundi vist þykja að vanhelga sálm- ana, ef vjer framsettuin hjer nokkur vers, til þess að finna aðfinníngum vorum stað, og skulum vjer því varast það; en þar á móti getum vjer ekki komizt hjá, að taka lijer inn einstöku orð eður jafnvel heilar hending- ar úr sálmunum, til að sýná galla þá, sem á þeim eru með tilliti. til bragarhátta og rjetts framburðar orða og hendinga. Vjer tökum þá fyrst sálminn Nr. 1 og viljum vjer fyrirfram sýna bragarhátt hans, sem bæði eptir eldri útgáfum grallarans gamla og eins eptir öðrum bókum, er vjer höfum sjeð, á uð vera þannig 1. og3. hend. v | — v | — v | —v \ — 2. og4. hend. | — í;| —1;| — v | — v \ :||: | —v\ —v \ —v\ —v\ | —V | —V | —V | —V | I —V | —V I —V | —V | I —v\ —v\ —V | —v\ V | —V \ —V | —V | — v\ —1;| —» |' — v\ — þegar vjer skoðum nú þenna bragarhátt, þá sjáum vjer: 1, að hver hendíng hefur 4 liði (pedes) fulla, eður 8 samstöfur; 2, að brag- arhátturinn hefur 10 hendíngar; 3, að niðurlag eða útgángur fyrstu, þriðju, niunduog tíundu hendingar er karllegur, (þannig kallast sá út- gángur, sem fellur á lánga samstöfu), en hinir allir kvennlegir (á stuttum samstöfum) Berum vjer nú lta v. af sálminum Nr. 1 saman við þetta sýnishorn, þá er fyrsta hendíngin því allsendis samkvæm. En strax í annari hend- íngunni víkur skáldið frá rjettri hugsunar-og fratnburðar - reglu, er hann lætur orðið wer“ fá þá áherzlu, sem „hans“ að rjettu lagi átti að hafa; eptir framburði skáldsins á þessari hendíngu verður líka fyrri samstafan í „himin“ stutt, en liin seinui laung og er það þvert á móti eðli málsins. Ef maður vildi losa sig frá böndum rímsins, (sem að vorri liyggju aldrei getur verið jafn áríðandi eður inikil- vægt fyrir skáldskapinn, eins og rjettur fram- burður), þá væri hendíng þessi óaðfinnanleg svona: „hans er verkið jörð og himin“. Orð- ið ^ástríkur* íbyrjun þriðju liendíngar, kunn- um vjer eigi heldur við, því þar fellur álierzl- an á aðra samstöfu, og meiðir slíkt ávallt tilfinnínguna. Fjórða hending er rjett; þar liggur engin álierzla á „hans“, heldur er „manneskjan" það orð í hendíngu þessari, sem rjettilega á að liafa og hefur hjer áherzluna. Fimmta hending er einni samstöfu oflaung, og kemur í henni raung áherzla víðar enn í einum stað, eða þó framar: áherzlan í henni er hvergi rjett. iþarámóti væri hún rjett, ef hendíngin hefði fengið að vera orðrjett, eins og hún er í hinum frumkveðna sálmi: „dag- legt brauð hann vill oss veita“. Sjötta hend- ing er rjett. I sjöundu hendingu er fölsk á- herzla bæði á „lætur“ og „ólukku“, og átt- unda hendíng er einni samstöfu oflaung_ jþessum hendíngum þyrfti að víkja við ein- hvern veginn á þessa leið: „Oss ei lætur ólán rata, engum heldur voða mæta“. Niunda hendíng er óaðfinnanleg, en í þeirri tíundu, sem á að vera eins að lengd og hætti, tekur steininn úr; hún hefur hjer sex liði í staðinn fyrir fláraj 12 atkvæði í staðinn fyrir 8, og

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.