Lanztíðindi - 10.02.1851, Blaðsíða 5
169
var svo umlarleg, að honum íjell allur ketill
í eld; hann ljet mig lausan og settist niður.
Jeg þurfti nú að taka á öllu f>ví sem jeg
hafði til að bjarga mjer úr þessari hættu, jeg
gjörði mig því svo einbeittan sem jeg gatog
sagði með hárri röddu : heldurðu að nokkur
dauðlegur maður geti flogið gegnum lopt-
straumana og látið þrumurnar ríða yfir þegar
hann vill eins og jeg gjöri núna til að neyða
f)ig til hlýðni? skaltu nú vita, að jeg vil
frelsa f)ig úr þrældómi þeim, er f>jer hefur
verið haldið í á jörðunni og flytja þig til
barnanna þinna, en ef fm talar eitt orð, f)á
slæ jeg j)ig með reiðarþrumu og snara þjer
út í himingeiminn. Hefði einhvernvegin öðru-
vísi staðið á fyrir mjer, mundi jeg valla hafa
getað talað þessi orð óhlæjandi, en þau höfðu
samt meiri áhryf á hann en jeg átti von á;
æðið rann af augunum á honum, hann varð
hissa og starði á mig. Jeg tók nú samt til
annara bragða því jeg var hræddur um, að
inælskan mundi ekki verða mjer einhlít. Jeg
hafði tekið með mjer eina flösku af rommi í bát-
inn til hressíngar og rjetti hana nú að honum
og skipaði honum að súpa vel á, því þessi
himneski drikkur mundi gjöra hann að nýjum
marini; hann þreifaf mjer flöskuna með hinni
mestu græðgi og tæmdi hana i einum teig,
en eptir ofurlitla stund valt liann útaf stein-
sofandi. Jegar hann var búinn að láta aptur
augun, færði jeg hann í bönd á hönduin og
fótum og reirði hann svo ramlega, að hann
mátti ekki hræra sig, því jeg hafði nóg snæri
i bátnum eins og titt er á slíkuin ferðum.
j?ó að mikið væri nú að gjört, vantaði nrikið
á, að jeg væri úr allri hættu; jeg var kom-
inn afarhátt frá jörðu, og þokaðist alltaf upp
á við. ]>ó lítiö væri, þóktimjerþað betri en
engin huggun, að ef jeg dæi í þessari ferð,
mundi þó áræði mitt haft í minnum, en hugs-
aði mjer þó að leita mjer lífs svo lengi sem
jeg gæti. Eptir nokkurn tíina fór jeg upp
um þykt regnski, báturinn drakk í sig dögg-
ina og þyngdist hann nú svo við vatnið, að
hann tók óðum að síga og eptir skamma
stund sá jeg jörðina. Skömmu síðar sá jeg
borg fyrir neðan mig, það var Löven. 3?eg-
ar við áttum svo sem hundrað faðma niður
að húsunum, vaknaði samferðamaður minn
og eirði hann því mjög illa að liggja í bönd-
unum, en vest þókti honuni að vera ekki
kominn upp í túnglið; hann spurði mig, livar
börnin sín væri; enjeg benti honum á fólks-
þyrpínguna á torginu; flittu þjer, sagði hann,
svo jeg geti faðmað blessuð börnin. Að síð-
ustu komum við niður á miðju torginu og lá
við, að mönnum þækti kynlegra að sjá sam-
ferðamann minn í böndunum þar sem hann
var að kalla á börnin sín en sjálf siglíngin.
Jeg gekk til bæjarstjórans og bað Iiann að
hirða vandræðamarin þennan, en sjálfum mjer
hefi jeg lofað að gefa mig ekki framar við
loptsiglíngum og vera vandari að samferða-
mönnnm hjer eptir. Oy svo skyldi hver
(jjöra !1
Landsins f/af/n o;/ naudsynjar.
(eptir sveitaprest).
Á vorurn dögum þegar allir eru farnir að
tala um landsins gagn og nauðsynjar, hefi
jeg— þó fátækur sveitaprestur sje — mann-
að mig upp eins og aðrir góðir menn og átt
tal um ýmisleg almenníngsmálefni við skyn-
sömustu bændur í sóknuin mínum. Jó sam-
ræður okkar liafi enn ekki Ieiðt til neinna
sjerlegra ákvarðana eða nýrra fyrirtækja hjá
okkur og skjaldan verið um hin svo kölluðu.
stjórnarinálefni landsins, hafa þær þó að
minnsta kosti vakið góðan íjelagsanda í mín-
um sóknum og eflt samtök hjá okkurí venju-
legum sveitarmálefnum og hefur þetta aptur
haft þekkjanleg áhryf á vehnegun sóknar-
barna minna og gjört marga þeirra atorku-
samari og framkvæmdarmeiri en'áður. Flestir
þeirra eru mjer samdóma um, að drykkju-
skapur gjöri landinu eítthvert hið mesta mein
í allan máta og að landinu sje ekki viðreisn-
ar von nema lionum verði eyðt. jþessa sann-
færíngu hafa bindindisfjelögin vakið og hún
er nú orðin að kalJa almenn; þó er livorki
jeg eða sóknarmenn mínir í reglulegu bind-
indisfjelagi, en við höfurn tvö seinustu árin
tekið okkur saman um að kaupa ekkert brenni-
1) Saga þessi hefur í nokkur ár legið hjá mjer í handriti eptir kunníngja minn og treysti jeg því, að hann
taki ekki hart á mjer, þó hún sje hjer prentuð. Ritst.