Lanztíðindi - 10.02.1851, Page 6

Lanztíðindi - 10.02.1851, Page 6
170 vin éða áfenga drykki, en leggja í |>ess stað liver eptir efnum sínum frá 48 sk. til 3 rbd. saman ár hvert i sjóð til vegabóta innanum sóknirnar; jiannig höfum við nú í tvö ár fengið nálægt 50rbd. og fyrir það hafa verið leigðir fátækustu bændurnir til »vegaruðníngs pg endurbóta, með umsjón hreppstjórans, sein optast nær hefur sagt fyrir verkum ó- keypis; er nú búið að gjöra allan kyrkjuveg afbragðsgóðan og bæta engjaveg á 2. mýra- jörðum og befi jeg von um, að með sama framhaldi verði að 10 árum liðnum hvorki fló- ar njegrjót bændum til fyrirstöðu, j>egar jjeir fara hæja á milli eða með heyband sitt. 3>að væri vissulega gagn og jafnvel nauðsyn fyrir landið, að ofdrykkju yrði burt rýmt úr því; en það er ekki við því að búast, að bindind- isfjelög geti einsaman komið þessu til leið- ar, ekki þarf heldur að gjöra ráð fyrir, að þeirri aðferð, sem við höfum haft, verði al- staðar komið við á landinu, sízt í kaupstöð- um eða i grend við þá. 3>að er sannfæríng min og reynslan stað- festir hana hvervetna, að því meiri örbyrgð sem er á einhverjum stað, þess meiri drykkju- skapur er j»ar, og er það eðlilegt, því lífið verður þar að sífeldu stríði við fátækt ogvesæl- dóm, og menn taka fegins hendi móti sjer- hverju því, sem fær þá til aö gleyma lífinu, þó ekki sje nema um stunð og ná skjaldan svo lángt í menntun, að þeir læri að þekkja ósóma þann til hlýtar, sem ofdrykkjunni fylg- ir. 3>að er, að minni ætlun, einkum tvent, sem miðar til að útrýma drykkjuskap úr land- inu og það er að reyna til að auka velmeg- unina og setja einbverja saklausa skennntun í staðinn fyrir drykkjuskapinn. Til þess að almenn velmegan í landinu gæti aukist þarf bæði að burtrýma því, sem aptrar framförum hennar, og styðja hitt, sem beinlínis eflirliana, til þess útheimtist af stjórnarinnar hálfu vit- urleg löggjöf um atvinnuvegi, verzlun, mennt- un alþýðu o. s. frv., af hálfu landsmanna hlýðni við lögin, samtök og góður fjelagsandi. Um þessi atryði ætla jeg ekki hjer að fara fleirum orðum, heldur einúngis minnast á það, að það sem að minni ætlun helzt niðurdrep- ur velgengni manna og um leið margfahlar og eykur drykkjuskapinn, eru þeir óþarflega mörgu smáverzlunarstaöir, sem núeruáland- inu og reynslan sýnir, að hvergi er ðrbyrgð og ofdrykkja eins mikil og í kringum þá og aldrei held jeg lagfæríng komist á þetta, nema þeim verði fækkað. Hversdaglega lífið hjá okkur Íslendíngum er svo alvörugefið og áliyggjufullt, að eigi það ekki að verða okk- ur ofþúng byrði, þá þurfum við öðru hverju að njóta einhverrar glaðværðar og skemmt- unar; en hverjar eru nú skemmtanir og dægr- astyttíngar okkar Islendínga? Af sögunuin sjáum við, að forfeður okkar einatt komu saman, sjerílagi á vetrum, til að halda glím- úr og knattleiki; enmeð tímanum hefurþetta aflagst og glímurnar, — þessi fagra og lieils- usamlega íþrótt — sem lengst hafa haldist hjer við, eru altaf að aíleggjast meir’og meir. ^eir einustu gleðifunðir lijá oss eru veizl- urnar; en þær verða mönnuin einatt til ógleði vegna drykkjuskapar þess, sem þeim er sam- fara og af því menn geta ekki gjört sjer þar neitt til skemmtunar, nema talað og súngið. Hefðum vjer nokkurn hljóðfæra slátt og kynn- um að dansa, þá mundi það eyða drykkjuskap bæði í veizlum og viö önnur tækifæri. En þessu er ekki hæg; að koma á fyrr en, ef til vill, með tímarjum ef hljóðfæra sláttur yrði kenndur í latinuskólanum einsog þar nú er kenndur saungur og þetta gæti þaðan út breiðst um landið. J>að eina sein í bráðina verður gjört og ætti að gjörast í þessu efni, er að taka upp aptur glímurnar og að únglíngar komi svo opt saman sem þeir eiga kost á til þess- ara og annara æfínga líkamans. jþað held jeg gæti ásamt öðru fleiru miðað til að mínka nautn áfengra drykkja ef gott öl fengíst til kaups á verzlunarstöðunum. Auk þess sem ölið væri hressandi svaladrykkur fyrir ferða- menn, gþá gæfi það sjáfarbóndanum góða og heiinæma vökvun, svo hann þá gæti sparað við sig nokkuö af kaffi því, sem hann nú kaup- ir, og er jeg fullkomlega sannfærður um, að verzlunarmenn, sjerílagi í Reykjavík og á Ak- ureyri, mundu ekki að eins geta jstaðist við að brugga öl og hafa það til sölu, heldur yrði það ágóðavegur fyrir þá í öllum þeim árum þá korri væri ekki í afarháu verði. (Framhaldið síðar).

x

Lanztíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.