Lanztíðindi - 10.03.1851, Blaðsíða 1

Lanztíðindi - 10.03.1851, Blaðsíða 1
LANZTÍÐirVDI. 1851. 2. Ár ÍO. Marz. 4*. og 43. Á v a r p1. Crófiir landar! Jað er verið að seigja oss frá Alpakadýrinu; Reykjavíkurpósturinn gjörði f>að uin árið og núna í haust Lanztiðindin, og þetta í góðu skyni, að fyrst verði í gátum haft, hvert dýr það þrifist gæti hjá ossásnjó- landi voru, síðan að einhver brjótist í að fá það hingað og reyna, hvert það ekki getur orðið hjer að notum. Jeg efa ekki, að gátan kunni að geta rætst og þá hitt á eptir, en aldur niun það samt eiga sjer, að Alpakadýrið bæti hjer búhöfn vora. Nú eru þeir timarnir, að oss varðar það þó miklu, að bjargræðis- vegir vorir gætu bráðum og góðum framför um tekið, og vel væri þeir gætu fjölgað, eða sýnist yður það ekki? Jeg held yður sýnist það; að bata þá sem eru er oss ætlandi, en minni von þess — þó ekki vonleysa — að vjer bætum nýum við, en látum sjá, vjer þurfum ekki að seilast lángt til loku að gjöra það og ekki að bíða eptir Alpakadýrinu, sem, ef til vill, aldrei kemur. Vjer höium í landi voru skepnur þær, sem lireinsdýr heita, og höfum nærfelt 80 ára reynslu þess — minna mátti þó duga — að þau tingast hjer vel, og að eðli þeirra kemur betur saman við eðli lands vors en nokkurrar annarar skepnu sem vjer höfum; oss liefur verið frá þvi sagt, að í öðrum löndum og í öðrum beimsálfum undir líku og lángtum kaldara og harðara himinbelti en land vort liggur, sjeu hreindýrin mesti og jafnvel einasti atvinnu- vegur heilla jijóða, einkum þeirra, sem næst búa norðurskauti jarðar vorrar, hvar svo er kalt, að engar skepnur geta þar lífi hald- ið sökum kulda, aðrar en birnir, refar og hreindýr, og lönd svo hrjóstug og gróðalítil, að þeir sem þar búa, mundu, ef þeir þektu - land vort í blóina sínum, trúa því, að lengra en hingað þyrftu þeir ekki paradýsar að leita. Kuklinn og snjórinn er nú samt {>að tvennt hjá oss sem mest hnekkir peningshöldum vorum og velmegan vorri, mundu oss þá ekki þær skepnurnar þarfar sem hvorugt þetta drepur? j?að held jeg, og þegar það eru líka þær skepnur, er vjer af heyrn og nokkurri reynd vituin, að geta fæðt oss hollri fæðu og klæðt oss hlíum fötum 2, hjer við bætistþað, að einkis þurfum vjer í að missa afskepnum þeim, sem vjer höfum, þó vjer bættum hrein- dýrunum við, á fjöllum og heiðuin leita þau helzt haga og skortir oss hvorugt, þau jeta 1) Óskandi væri, að almenníngur veitti ávarpi þessu athygli og að þeir sem kynnu að bandsama og temja hreindýr, gæfu mjer eða öðrum blaðastjómm hjer ávísun uin, hvað þeim yrði ágengt í þessu efni, svo það yrði auglýst á prenti öðrum til uppörfunar og leiðbeiníngar. Kitst. 2) Eingan veit jeg í fám orðuin, hafa betri skýrslu gefið oss um hreindýrin en konferenzráð Magnús sáluga Stephensen og var það honum verðugt, i Vinagleði hanns á bls. 195—96, seigir hann: ,,Hreindýralýsíng tekur að verða kunnug hjá oss, jeg bæli því við að eins, að svo litil not þeirra vjer enn böfum hjer, eru þó fá notabetri dýr sköpHð. Lapparnir lifa því nær eingaungu af þeim; hreindýrsmjólk og kjöt er þeirra mesti matur, skiunið klæðnaður, þak og skýla; á þvi þrælka þeir, likt og vjer á púlsklárum, ineð því keyra þeir á sleðum sinnm betur en með nokkrum hesti, úr hornum þess og beinum smíða þeir margvislegt, sinar þess eru þeim seimi, blöðrurnar geimslupúngar og flöskur; þó er það þurftarlitið, krapsar ótrúanlega eptir mosa, sem er þess mesta og bezta fóður. Jiessa skepnu Ijet guðleg forsjðn þrifast einkanlega í norðustu og hörðustu löndum, og vísaði því þar bústað til inargra lOOOda manna viðurhalds og bjargar“. Jiessi orð, þvilíks manus, hafa Islendíngar híngað til látið sjer eins og vind um eyru þjóta, og hvílik fásinna! þess væri óskandi þeir gjörðu það ckki lengur. Ilöf.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.