Lanztíðindi - 10.03.1851, Blaðsíða 2

Lanztíðindi - 10.03.1851, Blaðsíða 2
174: helzt mosa og kræðu, hvortveggja f)aft, sem aðrar skepnur vorar ekki nýta, sjálfala geta þau viðast gengið á vetruni, og þó í mestu snjóaplázum þyrfti að ætla þeim nokkuð af mosa og moðum til vetrarforða, er varla telj- andi, hús þyrftum vjer hvergi yfir þau að byggja, grjóthlöð og opnir garðar rnætti það vera, einúngis verðum vjer að hirða um að halda þeim spökum og mannvönum, þetta er auðvelt öðrum þjóðum, eins mundi það oss ef á reyndi, þau eru að eðli sauðmeinlaus og geta orðið spök sem hestar, og hænd að mönnum, líkt og geitur að mjaltakonum, þau eru sjálf innbyrðis mjög samrínd, fylgjast hópum saman og halda vel stöðvum sínum, allir slíkir eðliskostir hreindýranna valda því, að þau, sein þó eru hverjum liundi hlaupfrárri, eru þjóðum þeim, Sem temja þau, svo með- færileg sem þau eru; hið sama yrðu þau oss ef vjernæðúm þeitn og temduin þau, og fljótt mundurn vjer læra rjetta meðferð þeirra. Hið erfiðasta fyrir oss er nú það, að fá þau hand- söinuð, helzt er að reyna það á vetrum, þá mest eru fannalög og bezt skíðfæri en dýrin mætti fjær af megurð og sulti, og, þó skömm sje frá að segja, þá hefur fjöhli hreindýra þannig náðst í laruli hjer —en til hvers? <— til þess að skera þau strax og jeta, en enginn hefur reynt að temja þau og ala upp sjer og Iðndum sínunv til lífsbjargar, jeg veit ekki hvert mál vort á sjer orð verðug sliku rænu- leysi; og eiga hjer yfirvöldin, hverjum ætl- andi var að sjá betur fyrir gagni og nauð- synjum landsins, en alþýðumönnum, eingu síður óskilið mál en þeir. Jetta má ekki lengur þnnnig gánga, góðir landar. Trúið mjer, nyðjar vorir telja oss það til skuldar, ef vjer gjörum oss seka ísyndum feðra vorra í þessu efni, vinnum oss heldur lirós hjá þeim og látum þá geta geymt minníngu vora í blessun eins í þessu sem öðru, sýnum það nú, að vjer sjeum vaknaðir og það svo vel, að vjer lítum ekki einúngis á vort gagn, heldur jafnframt á þjóðheiil vora, leggjum þann hug á þetta mál, sem oss og því er verðugt; hver sem getur, nái hreindýri og temji það, en ekki má venja þau á lms, sein nást kunna, heldur geyma í opnum tóptum og hjöllum og ala þau þar á moðum meðan þau eru að spekjast, sem, með góðu atlæti, orðið getur á mánaðar eður skemri tíma, sú varhygð mundi þörf að fjarlægja þau sem fyrst uppruna stöðvum sínum, að ekki næðu þau aptur sauigaungu við vilta flokkinn. Hrís- ey á Eyafirði held jeg væri lientugur staður til að ala á hreindýra kynstofn handa oss, eyan er víðlend og hálend, og vetrarljett, þaðan mætti selja til hjeraðanna dýrin, jafn- óðt og þau fjölguðu, mundi verzlun sú verða eigendurn arðsöm, eins og landsbúum hiu þarfasta. Að endingu bið jeg að heilsa öllum þeim, í hyerra átthögum hreindýrin nú kunna aö vera, einkum þíngeyarsýslubúuin, kveðjunni fylgir sú einlæg ósk mín, að þeir sjer til sóina en landi voru til lánggæðra heilia orðið gætu frumstarfendur þess, að við töku og tainníngu hreindýra í Islandi, taki til og þró- ist hinn áreiðanlegasti bjargræðisvegur niðja vorra um komaudi aldir. íþað þækti mjer norðlendíngtnn verðugt, að þeir stofnuðu sjer fjelag málefni þessu til öruggrar liðveizlu*. og yfirvöldunum sæma sú röggsemd og ætt- jarðarást að skerast í leikinn með, og ems að láta þá, sem með ráðum og dáð ynnu að töku og tamníngu hreindýranna, fá verðskuldaðan heiður og laun fyrir starfa sinn. flarðsti'endínglir, ættaður að norðan. A ö s e n t. Ávarp til Íslerulíng’a. lsleiidíugat'! Elskulegu meðbræður! Frá ýmsum stöðuin hafa nú á seinustu árum vekjandi raddir til vor hrópað og jafrt- framt ámint oss og skipað að ljetta þeim dimmudrúnga svefni sem við altof láugan tírna höfum mókt í; nú þar jeg higg fleiri af oss sjeu farnir að vakna, virðist vel eiga hjer við það alkenda máltæki: befra er seint en aldrei; en látum oss þá ei farast sein þeim er sofið hafa í sig höfuðóra, og vita því varla þá vakua í hverja áttina skal halda. jþað er nú sá tíini, á hverjum menn mega í alvöru segja það er skáldið fyrir fáum árum mælti í gamni: j>að er svo margt ef að er gáð, sem um er vert að ræða, já það er margt! ]það er nú líka sá tími, á hverjum fleirum

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.