Lanztíðindi - 10.03.1851, Blaðsíða 5

Lanztíðindi - 10.03.1851, Blaðsíða 5
177 menn nú verja til alls ferðalags, þar sem vegir ekki eru því betri af náttúrunni til; það mundi setja nýttlíf og nýtt fjörí öll viðskipti manna; og í sannleika sje jeg ekki, hvernig hjer verður komið á frjálsri verzlun og liún bundin við til tekin kauptún i hverjum lands- Ijórðúngi án óbærilegrar fyrirhafnar og tima- spillis fyrir hinar fjarlægari sveitir, nema Is- lendingar sjeu samtaka í að gjöra vegabæt- urnar að þjóðarmálefni og einliuga í að end- urbæta vegina út om landið. J>að getur ver- ið, að vegirnir yrðu aldrei bættir til hlýtar, nema búið væri til einlægt veganet, sem kvísl- aðist um allt land og að til teknir væru viss- ir þjóðvegir milli Qórðúnganna og elnkanlega milli liinna frjálsu verzlunarstaða og að þess- ir vegirværu fyrst endurbættir og síðan væru teknir fyrir aðrir vegir, sem lægju á þjóðveg- inu út í hvert hjerað og loksins allir kyrkju- vegir og aðrir smávegir bæja á milli; það getur og verið, að við þurfum að fá mann frá útlöndum til að ferðast um landið og búa til slíkt veganet og segja fyrir, hvar oghvernig eígi að leggja þjóðvegina; það getur verið, að þessa væri þörf, því það þarf mikla kunnáttu t'il að leggja rjett vegi og enginn getur getið því nærri, hve mikið fje, tími og fyrirhöfn við það sparast ekki einúngis í fyrstunni, lieldur ár eptir ár sjeu vegirnir einusinni rjett lagðir og á rjettum stað; en það vantarmikið á, að þetta sje hjá oss Islendíngum, því auk þess sem vegirnir viða liggja í óþarflegum krókum, þá ern þeir eins víða í dældum, sem fyllast undir eins og skúr kemur úr lopti af því vatnið fær ekki afrás, verða svo göturnar fullar af vatni og aur, og er það ekki lítil tímatöf og þreyta fyrir hestana að brjótast fram úr því. En færi jeg að lýsa vegunum lijá okkur eins og þeir eru, þá er jeg hrædd- ur um, að jeg yrði of beiskorður og því er bezt að sleppa því. Svo mikið er óhætt að segja, að þó það kynni að vera nauðsynlegt til að bæta vegina til fulls og samkvæmt þörfuin tinians, að gjöra slíkar endurbætur eptir allt öðrum mælikvarða og á allt annan hátt en híngað til — þá má þó eins og nú er ástatt gjöra óvenjulega niikið og það með litl- um tilkostnaði í þessu efni. llefðu sýslumenn- irnir haft meiri áhuga á því að láta endurbæta vegiua, en þeir hafa haft, þá væru vegirnir öðruvísi en þeir eru; en það er hörmulegt til þess að vita, hve afskiptalausir sumir sýslu- menn eru af slíku. Jeg hefi farið yfir marga þjóðvegi, sem alla mætti skeiðrið^ ef nokkuð væri um þá byrt og vil jeg einkum taka til dæmis mosfellsheiði syðra, yxnada/sheiði nvrðra og rauðamelsheiði vestra, og hefur ekki verið svo mikið sem kastað steini úr götu á þessum heiðum. Slíkir fjallvegir verða ekki ruddir nema eptir fyrirskipun svslu- manna og með samtökum sýslubúa; yfir höfuð er lítið sem ekkert gagn í þeim vegabótum, að hver ryðji fyrir sínu landi, nema innsveitis og þar sem lítið eða ekkert þarf að gjöra við vegina. Allar stærri vegabætur verður að gjöra annaðhvort með fríviljugum samtökum, eða á kostuað heilla hreppa ogsveita og hvort sem heldur er, þarf að taka áreyðanlega, hag- sýna og vana menn til að standa fyrir slíkum verkuin. "það er ílestum kunnugt, hvemiklu fjallveya fjelayið kom til leiðar meðan það var uppi; öllum þóktigott að ríða skúlaskeiði og sand þegar búið var að gjöra við það, en fáum mun hafa hugkvæmst að styrkja fjelagið — jeg ætla, að þeir Bjarni amtmaður Thor- arensen og Tomsen gullsmiður væru oddvitar þess — meðan það var uppi og fæstum að halda verki þess áfram eða láta dæmi þess hvetja sig til svipaðra fyrirtækja. Einhver hinn duglegasti sýslumaður í þessu efni sem öðru, varEyríkur sál. Sverrisson meðan liann var í Mýrasýslu; hann stofnaði þar vegabóta- Qelag með fríviljugum samskotum, og var sjálfur oddviti þess; eldboryarhraun og hin lánya brú ofan að JMiklaholti bera enn vitni um dugnað hans og framtakssemi. Jeg hefi líka heyrt, að vegirnir í Strandasýslu hafi verið stórum bættir, meðan Jón Pjeturssson var þar sýslumaður. Jeg vil nú ekki tala um þá sýsjuinenn, sem ekki skipta sjer hót af vegabótum, heldur einúngis geta þess, að það er lítið gagn í því þó sýslumennirnir skipi hreppstjórum að láta gjöra við vegina, efþeir líta sjálfir aidrei eptir, hvernig frá verkinu er gengið. iþaf' niá nærri geta, hve geðfelt brepp- stjórunum muni vera að standa heila daga uppyfir sliku verki og fá ekkert í staðinn, og jiað getur enginn með saitngyrni af þeim heimtað; þeir liafa víðast hvar nóg annað arg og nóg vanþakklæti fyrir alla fyrirhöfn sína

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.