Lanztíðindi - 10.03.1851, Blaðsíða 4

Lanztíðindi - 10.03.1851, Blaðsíða 4
176 í miðri sýslunni efta hvar hentugast þykir, og mæti þar eirn mafiur úr hverri sveit er af hreppsbúum sje þar til kjörinn og semji sýslu- maður þar eitt höfuðskjal um meiníngar og tillögur súina sýslubúa, sem vonandi er þá miðli þannig málum, aðallir verði á eitt sáttir og ættu þeir fyrirfrain bæði brjeflega og munn- lega vera búnir að bera saman þánka sína, eins og líka brjefaskifti innanlands væru ó- missandi í þesskonar efnum. Sýsiumaðurinn takí ekki eiginlega þátt í tillögunum, lieldur skyldi hann leiðbeina mönnuin þar sem henta þykir og upplýsa fyrir þeim þá hluti er þeir miður þekkja, á þessum fundi kjósist alþíng- ismaðurinn eirn fyrir sýsluna það árið eða næsta sinn, hvarum sýslubúarnir hafi ráðfært sig sín í millum fyrirfram, kjósist hann innan sýslu annaðhvort sýslumaðurinn sjálfur eða einhver annar eptir sem þeim gott þykir og saman' kemur. Alþíngismenn úr svo mörgum sýslum landsins sem því geta við komið haldi fund á Jíngvelli við Öxará áður enn koma í Reykjavík. er alþíngismaöurinn kemur heim aptur af alþingi eða þjóðfundi, skrifi liann strax sem áður er sagt, umburðarbrjef hreppstjórum i sinu kjördæmi, um livað þá hefur framgengt orðið og ágrip af þeim mál- efnum, er þá skulu koma tii íhugunar. 5að get jeg ekki sjeð nje fundið að 2 alþíngismenn úr einu kjördæmi gjöri meira gagn en 1, sje að öllu farið við hans útbún- íng sem að framan er sagt, því dæmi veit jeg til, að tveir sem valdir voru fyrir eitt kjör- dæmi eru ekki sömu meiníngar, annars hef jeg lieyrt greinda bændur helzt knurra um alþing vor og þar af leiðandi útgiftir híngað tii þess vegna, að þeim hefur þókt þar yfrið litið verða ágengt, en ekki er víst þeir yrðu svo mjög fjesínkir þá þeir framvegis sæu, að slíkt gengi með skipulegri drift. Jar eð vjer vitum, að það er margra við- leitni ósk og von, að liið rjetta þjóðlif sem nú tekur að lireifa sjer ineöal vor, gæti farið vaxandi og sínt þroska sinn í mentun, atorku og forsjálni, jafnframt bróðurlegum innbyrðis kærleika, hölduin vjer framantjeð aðferð og háttsemi með samkomur vorar stirki allmikið hjer til. jþað blasir fyrir hugskotssjónum inanna, hversu áriðandi er að fá eindreigin vilja þjóðarinnar og að svo mætti að orði kveða, að allir legðust á eitt, því ef að slíkt þykir óinissandi í smámunum, hvað þá ei miklu fremur þar sem um svo stórt er aö gjöra, en hversu farsæit má virðast það land gæti orð- ið, þá er þjóðin eins og eirn maður með mörgum höridum vinnur að einu og sama verki. Búandi. Landsins gagn og nauösgnjar. . (eplir sveitaprest). (Framhald). Með skenrtunum má og telja að hlaupa á skautum og eins að gánga á skíðunr, sem á vetrardag er ómissandi íþrótt í fannfergju sveitum. ^að er og gott ráð við drykkjuskap að skipta regiulega niður verkum sínum og hafa ætíð einhverja skemti- iega vinnu fyrir stafni og tel jeg eiiikum til þess allskonar veiðar; t. a. m. að veiða sil- úng, skjóta fugla o. s. frv. Yðjuleysi er móðir ofdrykkjunnar eins og hverrar annarar óreglu, en að hinu leytinu getur ofmikil vinna líka freistað til drykkjuskapar; þegar krapt- arnir ofþreytast, hættir mörgum við að leita þeim stælíngar og endurlífgunar í nautn á- fengra drykkja og gæta þess ekki, að það er ekki eðlileg lífgun, sem þannig fæst, held- ur verður þreytan þeim mun nreiri eptir á, þegar verkanir vínsins eru hjá liðnar, þess vegna er bezt að skipta svo opt um vinnu sem því veröur við komið, einkum þegar rnenn þreytast eða ætla að verða Ieiðir á henni. Af því að jeg heyri til ens stórgerðara hluta þjóðlikainans, sem náttúran hefur synj- að um þann eiginlegleika, að þenkja og á- lykta, þá tekur enginn hart á mjer fyrirþaö, þó jeg taki nú undir mig stökk og yfirgefi drykkjuskapinn. Jess er áður getið, aöhvorki lrefi jeg keypt áfenga drykki seinustu árin, nje sóknarinenn mínir, og að við í þess stað höfum varið nokkru fje til vegabóta og má afþví ráða, að við mununi telja vegabætur með, landsins gagni og nauðsyiijum, og svo er því lika varið. 3>að getur enginn getið því nærri, hve ómetanlegur hagnaður það væri fyrir landið, ef vegirnir væru alstaðar svo góðir, að það mætti skeiðríða þá; það mundi ótrúlega mikið ljetta mönnum og skepnum öll feröalög ogalla aðdrætti og við það mundi sparast rneir en þriðjúngur þess tíma, sein

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.