Lanztíðindi - 15.04.1851, Blaðsíða 1

Lanztíðindi - 15.04.1851, Blaðsíða 1
LAIVZTÍÐmDL 1851. 2. Ár 15. Apríl. 46. og 4?. F r j e t t i r. 29. dag næstl. mán. kom út skip í Hafn- arfyrði frá Knútzon stórkaupmanni í Kaup- mannahöfn; haíði það lagt út frá Kaupmanna- höfn 17. dag s. m. og haft 12 daga útivist. Með þessu skipi kom sú fregn, að hið ógjæf- usama stríð milli Danmerkur og hertogadæm- anna er nú til lykta leiðt og friður kominn á. Lesendur vorir muna eflaust eptir því, að Dan- ir höfðu í sumri er var unnið alla Sljesvik með herskildi og eptir bardagann vlð Idsted hörfuðu uppreistarmenn undan til Rensborgar kastala; en Danir bjuggu um sig skainmt þaðan og tóku til aö hlaða víggarða og varn- arvirki, svo uppreistarmenn kæmust ekki apt- ur inní Sljesvik. Villisen liershöfðíngi upp- reistarmanna vildi þó gjöra tilraun til þessa og rjeðist fyrst á danska herinn hjá Miðsundi, en varð að hverfa aptur við svo búið, ogsíðan rjeðist hann í byrjun október m. með miklu liði á Friðriksstað, sem Danir höfðu umgirt; íyrir varnarliði því, sem þeir höfðu þar, rjeði ofursti llelgesen, norskur maðuraðætt oghin mesta hetja; sýndi hann svo ágæta vörn, að uppreistarmenn urðu loks að snúa frá aptur eptir að þeir 7 daga samfleytt höfðu skotið á bæinn með fallbissum og glóandi kúlum og þannig brent hann mestallan upp til kaldra kola; brunnu þar 137 hús niður i grunn, 287 hús hlutu stórskemdir og ein 24 voru eptir óskemd að öðru leyti en því sem flestar rúð- ur í þeim brotnuðu. I þessari atlögu hiðu uppreistarmenn mikið manntjón; fjellu afliði þeirra 728 manns, þar af 38 flokksforíngjar og yfírmenn og 2 læknar, eu af Dönum Qellu ekki margir. Eptir að þingið í Frakkafurðu hafði samþykkt friðinn við Danmörku, tókust þeir Austurríkis keysari og Prussa konungur á hendur að koma friðiáí Holsetalandi; hef- ur nú her uppreistarmanna Iq^t niður vopn sín, en Austurrikismenn, Prussar og Danir hafa setulið í Rensborgar kastala. Jað ræð- ur að líkindum, að Prussar muni ekki hafa gjört þetta með góðu geði þar sem þeir á all- ar luridir hafa með allra handa vjelum æst hertogadæmin upp á móti Dönum; en nú var þeim nauðugur einn kosturinn með því þeim var ógnað öllu megin, af Rússum, Frökkuni og Austurríkismönnuin. Mikill hluti danska hersins er farinn heim aptur til Danmerkur og slóu Danir upp dýrðlegum veizlum fyrir honum hvar sem liann koin á heimleiðinni. Konungur vor hefur heitið griðum öllum þeim dátum úr Sljesvík, sem tekið liafa þátt í upp- reistinni, en alla yfirmenn þeirra, er áður hafa staðið í danskri herþjónustu, hefur hann gjört útlæga. Jó stríð þetta hafi í mörgu tilliti verið hryggilegt og hertogadæmin bíði þess ekki bætur fyrst um sinn, verður því þó ekki neytað, að það hefur haft margar góðar afleið- íngar fyrir Dani; 'því auk þess sem íjöldi marina hefur auðgast við það, þá hefur það gjört þjóðina harðfengnari, alvarlegri og guð- ræknari og áunnið Dönum mikið álit fyrir hreysti og harðfylgi hjá öllum öðrum þjóð- um í Norðurálfunni, því að þeir hafa átt víð mikíð ofurebli að etja þar sem Prussar og öll þýzku sambandsrikin hafa veitt uppreistar- mönnum liðveizlu bæði með fje og liði, bæði beinlínis og óbeinlínis. Merkilegt er það og, að öllum ber saman um, að ijárhagur Dan- merkur sje í góðu horfi og má það eflaust að miklu leyti þakka stjórnarherra Sponnek, sem er afbragðs dugnaðar maöur. Danir ætla nú að kalla sanian hyggna menn úr hertogadæm- unum og Danmörku til að ráðslaga um, livern- ig koma skuli fyrir sambandi Danmerkur og hertogadæmanna og sambandi Holsetalands

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.