Lanztíðindi - 15.04.1851, Blaðsíða 7

Lanztíðindi - 15.04.1851, Blaðsíða 7
195 „»em er. Vjer sjáum og reynum og einatt þetta vand- „hæfi; því þcgar vjcr berum saman álit og dóma ýms- „ra manna um sama hlut, verk, eða! mann, sem vjer „þckkjum, þá verða þeir optast mjög ólíkir, og stund- „um eins andstæðilegir eins og ljós og myrkur. þetta „leiðir af því að dómarnir eru feldir áður, en dómar- „inn er búinn að skoða dómsefnið| á alla vegu. Af „þcssu leiðir, að dómar manna um fegurð og fegurðar- „’skort eru svo ólíkir, og hafa spakir menn fólgið sann- „leika þenna í orðtæki þvi;[ að sínum augum lítur liver „á silfrið. þetta er nú min eigin reynsla, og hef jeg „sagt þjer hana í þvi skyni, að þú skulir nema það af „henni nú þegar, sem| jeg hafði svo mikið fyrir að „komast að. Verður þjer þá mun hægra að hlaupa „ekki á þig í áliti þínu um hvað sem er, hvort það eru „verk manna, hlutir, eða menn, eða nokkuð, sem hinn „liðni tími eða hinn verandi hefur í sjer fólgið. Grun- „ar mig og það, að á þessuin missirum munir þú þeg- „ar bæði komast að raun uin hvað þetta er æskilegt „fyrir alla, og hvað bæði þig og aðra skortir það opt „og einatt. En nú er að víkja að æfi minni þar sem „fyr var frá horfið;|því þetta atriði reynslu ininnar tók Jeg fyrir mig fram frá efri árum mínum." „Jeg fann nú brátt, að jeg gat ekki fullnægt laung- „un minni í hjeraði því, sem jeg var borinn í. Jeg „gat sumsje hvorki vakið upp aptur kappaöldina fornu; „þvi nú voru aðrir timar og aðrir siðir og allur lifnað- „arháttur og andi landsbúa var kominn úr því lagi, sem „þá hafði verið, og scm hlaut að verða henni samfara. „það kom að engum notum, þó jeg| væri að flokka að „mjer jafnatdra mina og reyna, að koma inn hjá þeim „sömu laungun, og sömu skoðan og jeg hafði. þess- „konar störf gjörðu ekki annað, en lýja mig þvi meira, „sem jeg knúði fastar á þau og sótti þau með meiri á- „huga. í fyrstunni varð þessi ónýtis ómaki ininn og „fyrirhöfn þá ekki til annars, en þess að jeg varð miklu „óánægðari með mína öld en áður, og jegj hataðist enn „meira við hinn nýja sið og alla þá, sem höfðu komið „honum á. Af þessu varð jeg og fyrir óþokka og hatri „flestra, sem mig þeltktu, svo jeg fór að leyna mjer „uppi í óbyggðum og fela mig í fylsnum jarðarinnar. „þá neyddist jeg öðruhvoru til að stela og ræna mjer „til fæðis, og nú fór jeg að lifa eins ogj kappar forn- „aldarinnar. Af þessu| varð jeg hvergi friðhelgur og „þó jeg væri nú genginn af trúnni og orðinn hciðinn, „sá jeg þó, að það var ekki rjett fyrirmigað lifa þessu „lifi. Jeg fann nú og að það var einkum Grettir Ás- „mundsson, eða einhver hans líka, sem jeg gat líkst, „og þó skorti mig afl og vopnfimi við þá, og skáldskap- „argáfu. þó lagði jeg stund á allt þetta , og svo að „vinna slík hreystivcrk scm þeir: reisa upp steina, vega „ferðamenn, ef þeir vildu ekki láta allt af hendi við „mig, hýða suma og fleira eptir þessu. Nú var jeg þá „orðinn hundheiðinn stigamaður, eins og sumir kappar „fornaldarinnar höfðu verið og var útlægur, það |er „rjetttækur og rjettdræpur uin land allt, og þó fannst „mjer líf mitt þá engu sælla, en á meðan jeg lifði eins „og aðrir mjer samtíða, nema miklu iniður. Jeg fór þá „að hugsa út fyrir Iandsteinana, og mundi þá að frá „öðrum þjóðum hafði jeg heyrt margt það, sem mjer „var betur að akapi, en höfðíngjarígur og smámunasemi, „landa minna. Jeg hugsaði mjer, þá til hreifíngs og sveik „mjer út far með kaupmönnum og strauk á burtu með „þeim samsumars. þú var jeg tvítugur aldri, og hafði „verið| stigamaður í 5 mánuði. þótti skipverjum jeg „hinn mesti atgjörvisinaður, stór og sterkur, og karl- „mannlegur, og gladdist jeg mjög við lof þeirra. Gjörð- „ist jeg brátt mikill vinur þeirra af því að jeg var æ- „tíð fremstur í flokki til allra aflrauna; því jeg gekkst „upp við lofið um hreysti mína og vildi einatt vinna „mjer til meira og meira lofs. . Vjer höfðum lánga og „harða útivist og hröktumst viða fyrir ofviðrum, en „komumst stundum ekkert fyrir lognum. Notaði jeg „þá tímann til þess að láta skipverja fræða inig uin liagi „og liáttu annara þjóða, og líkuðu mjer þeir æ þvíver, „sem jeg heyrði meira; því jeg sá að álit mitt um „sælu þeirra,- stórmennsku og hreysti var mjög svo fjærri „sönnu. Kappaaldir þeirra voru liðnar eins og landa „minna og kominn allur annar andi og snið á hvað eina. „Mjer fór þá að leiðast að loknnum og iðraðist jeg nú „mjög glappaskots þess, sem jcg hefði gjört. Jeg varð „nú huglaus, þegar jeg hugsaði út í það að jeg var „fjelaus maður, og sá því ekki ráð til að komast fram „meðal hinna útlendu þjóða, nema með ránum og stuldi „cða einhverju því, sem jeg mundi síit kjósa. Jegsökk „nú niður í hugsanir og varð daufur og þegjandi. Sjó „ferðin ætlaði aldrei að enda, og þetta endalausa haf, „sem allstaðar hvarf saman við samlitnn himininn, þetta „hafði nú einhver kynleg álirif á mig. Mjer reyndist „það allt öðruvísi, en jeg hafði átt von á þvf. En „þessari ferð á jeg samt margt gott að þakka; hún „skýrði sjón mína á mörgu, og leidrjetti hugsun mína. „Skynsainleg yfirvegun fór að rýma út gönum ímyndun- „araflsins, og viðræður skipverja, sem jeg var raun- „ar orðinn leiður á, en mátti þó til að heyra, hvesstu „mjög skilníng minn á ýmsu. Lengi báru þeir sig vel „og brugðu mjer um hugleysi, þar sem jeg bugaðist svo „mjög undir örðugleHtum ferðarinnar og sjóhrakníng- „uniiin, en að lokum dró þó úr þeim oglá sumum þeirra „þá við örvínglan. Heyrði jeg þá að þeir fóru liver f „kapp við annan að heita á Maríu mey og ýmsa helga „menn til hjáipar sjer. I fyrstunni gjörði jeg gi» „að þeim fyrir slíkar bábyljur í liuga mínum, en „að lyktum snjerist þó hugur ininn í þá átt að jeg „fór að halda að þessir hrakníngar mundu vera hegníng „á injer fyrir undanfarna æfi. Sökk jeg þá enn dýp'ra í „hugleysi mínu og hugsunum, og jeg heyrði þá einn dag „að hásetarnir töluðuðu hljóðlega uin það sín á milli „að slfkt ófæruveður væri efalaust hcgníng frá guði og „Maríu meyju. Nú var mjer öllum lokið ; jeg iðraðist, „jegr grjet og gjörði ýms heit, og jeg var nærri kom- „inn að því að skriptast fyrir einhverjum skipverjanna, „en það fórst þó fyrir. Jeg má því með sanni segja, „að fáir ínenn hafa jafn skjótt breyzt eins gjörsamlega „og jeg gjörði á ferð þessari. Ur hundheiðnum stiga- „manni, sem ekki trúði á annað, en mátt sinn og meg-

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.