Lanztíðindi - 15.04.1851, Blaðsíða 6

Lanztíðindi - 15.04.1851, Blaðsíða 6
194 íngar, sem lúta a?> stórkostlegum breytíngum, án þess ab geta gjört sjer grein fyrir afleið- íngum þeirra eða álögum þeim og kostnaði fyrir almenning, sem þeim kann að vera samfara. Jaraðaukefastjegutn, aðhinar fjarlægari sýsl- ur gjöri sigöldúngis ánægðar með, aöaðgjörðir íþíngvallafundarius sjeu skoðaðar sem almenn íngs álit, þareð sumar þeirra hvorki hafa sent miðnefndinni álit sitt uni stjórnarbót hjer, nje geta sent á jþíngvallafundinn nema í mesta lagi 1 eða 2 menn og verða svo bornar of- urliða með atkvæðaf jölda einsog á seinasta Jíngvallafundi. Með slíkri aðferð getur Jú'S" vallafundurinn orðið meðal í hendi einstakra inanna til að styrkja meiningar þeirra, en gef- ur enga vissu fyrir vilja þjóðarinnar og sízt hinna fjarlægari sýslna. Mest af öllu ríður á því, að þjóðfundarmennirnir sjálfir búi sig sem bezt undir starfa þann, sem þeim er falinn á hendur bæði með því að hugsa uin málefnin og tala um þau við aöra skynsama sveitúnga sína; |)á þurfa þeir ekki jþíngvallafundarins við í sumar og geta komið á þjóðfundinn eins- og þeir eiga að koma þángað, án þess að vera háðir öðru valdi en samvizku siinii. 5etfa er saimfæríng mín og hana liefi jeg áiitið mjer skylt að láta i Ijósi jafnvel þó jeg viti, að inargir hafi aðra skoðun á þessu máli. En mjer þykir hjer vera um svo mikið að tefla, að jeg vildi gjöra það sein í mínu valdi stæði til að afstýra öllu því, er að minni liyggju fremur getur miðað til að spilla en bæta; þeir sem þekkja tillögur mínar á Iiinum fyrri Jíngvalla- fundum, munu sjá, að sannfæríng mín sprett- ur ekki af óbeit á slíkum fundum þegar öðru- vísi er ástatt; en hina vil jeg einúngis minna á það, að það er vandalítið að segja meiníngu sína, þegar maður fyrir fram veit, aö hún er að allra skapi. B « ð v a r og Á s t a, (saga frá 16. öld). (Framhald). „Jeg er borinn og barnfaddur í hjeruð- „um þessum, en ekki hirði jeg að segja þjer nafn mitt „uje ætt; því það skiptir þig engu og því síður aðra; „nafnið hefur svo litið að þýða. Á únga aldri vandist ,jeg mjög á sjálfræði og hneigðist þá hugur minn mezt „að riddaraskap og hermennsku forfeðra vorra. En „þessi kappaöld, sem mjer þótti svo fögur, varþá horf- „in inn undir hina óyndislegu kúgunarskýlu katólskunn- „ar, og hún leiptraði fyrir mjer álengdar eins og tindr- „andi leiðarstjarna skín fyrir augum sjófarendanna á bak „við skýbólstranaj, og sýnast þeim miklu fríðari og „glampameiri fyrir þá sök, að skýin dregur ýmist frá „lienni eða fyrir. Eins sýndist injer kappaöldin. Mjer „fannst eins og öll sæla og frelsi og rjettindi og hrein- „skilni hefði þá ríkt bjer, og velmegun lands og lýða „hefði þá vcrið í meztum og æskilegustum blóma, en „að öll þessi gæði hefðu og horfið braut úr landi voru „mcð þessari sælu öld. Mjer sárnaði þetta laungum og „opt sat jeg einn saman í djúpum liugsunum um þessa „horfnu öld, og mörgu fögru tári grjet jeg á þíngvelli, „þar sem öll þessi dýrð skein fegurst í augum mjer og „hin fríða mynd fornra tíma varð björtust í skuggsjá „hinnar æskufjörgu ímyndunar minnar. En jeg vil ekki „tefja tímann fyrir þjer með því að lýsa tilfinníngum „æsku minnar, og söknuði þeim og harmi, semjegfann „til yfir inissi þessarar blómæfi landsins, sem nú lifði „einúngis í sögunni. Jeg reiddist hinum nýja sið, og „kenndi kristnu trúnni um óhamíngju þá, sein mjer „þótti nú landið vcra sokkið í. En jeg ætla að segja „þjer það nú þegar, að þessi skoðan miu breyttist nokk- „uð síðar, er upp leið á æfi mína, og æskufjörið var „breytt orðið í skynsama og stilta yfirvegan fullorðins „áranna; þegar mannþekkíng og lífsreynsla voru bún- „ar að má af mjer eintrjáníngsháttinn og skoðanarsvið „mitt var orðið víðlcndara. 1 æskunni leitaði jeg mjcr „allrar þekkíngar, sein iujer var auðið að fá um forn- „öldina; jeg elti hina fróðu söguinenn og ljet mjer ald- „rei nægja með það, sem mjer var þcgar kunnugt orð- „ið; jeg vildi allt af vita eitthvað meira. Af þessu varð „jeg á endanum fróðari um fornöldina, en margir landa „minna í það mund voru. þessi kunnugleiki var ein- „mitt það, sem einkum breytti skoðun miiini; Tþví jcg „sá það snemma, að saga fornaldarinnar getur ekki „neina fáeinna af öllum landsbúunum, og jeg sá, að „þessir fáu menn höfðu hvor um sig verið rikir harð- „stjórar, sem lifðu í öllum veg og velgengni. Jeg sá „og það hversu allur þorri manna hafði þá verið und- „irokaður og hvað lítil rjettindi þeirra höfðu verið, og „opt ekki átt við miklu betri kost að búa, en ánauð- „ugir þrælar. Jeg sá livernig fje manna og íjörvi hafði „þá verið hætt og að það hafði verið eins og eign „höfðíngjanna. þetta hlýtur og hvcrr sá Íslendíngur „fyr eða síðar, að sjá, sem ransakar sögurnar og læt- „ur ekki einúngis leiðast af fjörglampa æsku sinuar, „sem föðurlands ástin tvöfaldar í ímyud kappaaldarinn- „ar. Mjer dettur raunar ekki í hug, að níða fornöldina „eða sverta liana, hvorki i augum þínum nje annara, „en jcg vildi með þessu hafa leiðbeint þjer til að rann- „saka hana, sem bczt þú mátt,' svo þú getir sjeð kosti „hennar og lesti. því öldunum er| eins varið ög lík- „ömunum með það, að þær eiga sjer allar tvær hliðar, „aðra bjarta og aðra dimma. Nú getur engi dæmt „rjettvíslega um þann hlut, sem hann þekkir ekki nema „á aðra þessara hliða. En það er einmitt vandinn að „festa ekki augað svo fast á annarihvorri, að maður „komi ekki auga á hina', og undir þcssu atriði er það „komið, hvað áreiðanlegir dómar manna verða um hvað

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.