Lanztíðindi - 15.04.1851, Blaðsíða 4

Lanztíðindi - 15.04.1851, Blaðsíða 4
199 annan atvinnuveg, t. a. m. landbúskap efta fjálfarútveg, þvi þá væru þeir ekki eingaungu koinnir nppá ábatann af verzluninni, en gætu samt stabist, þótt aft hún misheppnafiist. f útlöndum eru allmörg kostnaöarsöm fyr- irtæki þannig stofnuii, aö margir skjóta sam- an fje til þeirra, og þaii menn af öllurn stjett- um, og hver af þessum tekur síiian eptir til- tölu þátt! í skaiia eiia ábata, sem veriiur af fyrirtækinu; þannig hafa ýmisleg verzlunar- fjelög komist á fót í Danmörku á fyrri og seinni timum; þannig hófst vatnslæknínga til- raunin útá Klampenborg í dýragariii Dana undir umsjón Ianda vors Dr. J. Hjaltalíns; þannig kvaö nú liafa komist i verk járnbraut frá Kaupmannahöfn til Hróarskeldu; þannig var og í fyrstu byrjuð klæðavefnaðarsmiðjan í Reykjavík, og þannig virðist mjer helzt mega afstyra nokkrum af þeim annmörkum, sem hafa verið og eru á verzlun vorri, ef að nokkrir eða margir legðu samaii annaðhvort til að byggja hús eins og áður er ávikið eð- ur þá til að kaupa hús í kauptúnum lands- ins þegar svo bæri undir, að þau yrðu á boð- stólum höfð, og hefur umboðsmaður Jiorsteinn Danielsson á Skipalóni þegar gefið lofsvert eptirdæmi í þessu, hversu sem fyrirtæki hans heppnast; en sá er auðsjeður hagnaður af þessu verzlunar fyrirkomulagi, að það sem vinnast kynni við verzlunina, dreyfist ei út úr landinu eins og híngaðtil hefur verið, held- ur lendir hjá innbúum þess. Nú er að minnast. litið eitt á það, hvern- ig verzlunin geti orðið hagkvæmari landsmönn- um en hingað til, i tilliti til vöru aðdráttar, og flutnings hins innlenda varníngs til verzl- unarstaðanna. Til þessa virðist mjer að liggi tveir veg- ir, 1. að fjölgað sje kauptúnum í laudinu og leyfð verzlun á þeim stöðum sem mestnauð- syn ber til, og þar sem hafnir eru fyrir kaup- för, og 2. að leyfð sje sveitaverzlun. 5etta livorttveggja kom til umræðu á alþíngi 1815, og var þá samþykktur kauptúns rjettur fyrir Borðeyri í Strandasýslu og jiórshöfn á Lánga- nesi, en beðið um sama rjett fyrir Straum- fjörð i Mýrasýslu, Krossvík á Akranesi og jþorlákshöfn í Olvesi. 3>areð nú aðeins upp- sigliug var leyfð á staöi þessa, en ekki kaup- túns rjettur, vona jeg að öllum skiljist, að verzlunaraðferð sú sem jeg hefi stúngið uppá væri næsta hagfeld fyrir innbyggjarana, eink- um þá fátæku, sein ekki geta á uppsiglíng- artímanuin keypt sjer nægar nauðsynja vör- ur, ef að efnaðri sveitúngar þeirra kej^ptu þá meira en þeir sjálfir með þyrftu, og seldu þeim aptur þegar liinir gætu borgað, og frí- uðu þá þannig við erfiðar kaupstaðar ferðir á haustum, vetrum og vorum, en kæmu í veg fyrir, að verzlunarineniiirnir notuðu sjerneyð enna efnalitlu og færðu fram við þá útlenda varnínginn; og yrði þetta með þessu móti einskonar sveitaverzlun. "þegar sveitaverzlun- in kom til umræðu á alþíngi, voru margir henni mótfallnir, og kváðu hún mundi verða ollandi okri og óhófsemi, en jiegar fleiri væru sem feingu þenna verzlunarrjett, niundi þessu ekki svo mjög að kvíða, allra sizt ef verzl- unin væri stofnuð af fjelögum manna, því þá lendti lítið af ávinningnum hjá hverjum ein- um, en þarámóti ineiga allir sjá, liver hagur mætti verða að verzlun þessari fyrir mörg hjeröð og sveitir. 5Ieð þessu eina móti ætla jeg, að hagnaöur gæti orðið að verzlun við Dyr- hóla fyrir Vestur Skaptafellssýslu; sömuleið- is fyrir Austur Skaptafellssýslu ef uppsiglíng feingist í Ilornafjarðar eður Papa-ós, og sýslu- búar kæmu sjer saman um, að stofna þar sveitaverzlun; lika væri jiað töluverður hag- ur fyrir Borgarfjarðar og Hjaltastaða-hrepp í Norðurmúlasýslu ef sveitarverzlnn væri i Borg- arfirðí og líkt mundi mega seigja um mörg önnur hjeröð, t. a. m. Dalasýslu og hiini innri hluta af Barðastrandarsýslu. !Þegar slíkt verzlunarleyfi væri gefið með hagkvæmum skihnálum fyrir landsbúa, get jeg ei amiað ætlað en að þetta væri hagfeldara heldur en að ýmsir í lagaleifi fremji þvíiunlíka verzlun. En sveitaverzlun þessari verða að fylgja þéssir skilinálar, að þeir sem verzlunar- leytíð fá, sjeu skuldbundnir til að hafa § af nauðsynjavörum móti % af hinum ónauðsyn- legu, og mundi þá valla því að kvíða, að hún leiddi til óhófs, og ættu þeir í þessu skini að senda ytírvaldinu framtöluskrár yfir vör- ur þær, er þeir kaupa, staðfestar af kaupa- nautum þeirra, sem og við hver árslok yfir það, er þeir eiga þá óselt, en yfirvaldið ætti að löggylda og innsigla bæði verzlunarbæk- ur þeirra og gagnskilabækur (Contrabækur)

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.