Lanztíðindi - 15.04.1851, Blaðsíða 2

Lanztíðindi - 15.04.1851, Blaðsíða 2
190 og Sljesvíkur. Sumir eru nú að spá því, að þjóðfundinum hjer muni enn verða slegið á frest þángað til búið er að útkljá þetta; en ekki mun stjórnin enn þá hafa látið slíkt í ljósi og er það að likindum ekki annað en eintóm getgáta. Mælt er, að Danir ætli að senda híngað herskip í sumar einsog næstl. sumar og getum vjer ekkert haft á móti því, heldur þykir oss það eiga yel við þegar það er gjört á ríkisins, en ekki þessa lands kostnað. í Danmörku hefur veturinn verið afbragðs góður og þar#ivoað kalla aldrei komið frost. Af islenzkum vörum var þar mest gefið fyrir ull í hausti er var, en einkum var fisk- ur í lágu verði og kom þó nteð minnstamóti af honum hjeðan. Af því skipaleiga er svo lítil í samanburði við það sem hún hefur verið seinustu árin síðan stríðið hófst og einkanlega í fyrra, er það ætlan manna, að hingað komi mikil sigling í sumar og að verzlunin verði að því skapi góð og hagstæð landsmönnum, og heyrst hefur, að einstöku lausakaupmenn, sem áður hafa komið hingað að eins með eitt skip, ætli nú að koma meðtvö. Tveirmerk- ismenn hafa dáið í Danmörku í vetur, en það eru þeir H. C. Örsteð náttúrufræðíngur, sem var orðinn nafnfrægur um alla Norðurálfuna, og Schumacher konferenzráð í Altóna nafn- togaður stjörnufræðíngur. Sökum trúarbragðafrelsis þess, er dönsku grundvallarlögin leyfa í Danmörku, ætlar páv- inn að sögn að senda katólskann biskup þáng- að, sem á að hafa aðsetur sitt í Kaupmanna- höfn; einnig hefur hann í vetur sett katólsk- an erkibiskup í Lundúnaborg. Lika hafa Mormónar, sem er trúarbragðaflokkur einn i Vesturálfunni, sent menn til Danmerkur til að boða þartrú. jþessi trúarbragðaílokkur er stofnaður af Jósepi Smith og hefur hann eink- um aðsetur sitt i dal nokkrum, erheitir Úta, í sambandsríkjunumskamt frá Kaliforníu. Itrú- arbragðameiningum líkist þessi flokkur nokk- uð Endurskirendum oghefur hann það ein- kennilegt, að hann leyfir mönnum að hafa fleiri konur en eina, en heimtar, að menn láti gefa sig i reglulegt hjónaband við hverja þeirra eptir því sem lögin fyrirskipa. Mælt er, að 3 landar okkar, — sem eru iðnaðarmenn ogaf þeim 2 ættaðir úr Vestmannaeyjum — hafi látið skírast og gjörst Morinónar íveturog ætli þeir að koma út hingað í sumar, Iíklega til að gjöra landið sáluhólpið með kenníngu sinni. Biskup þessara Mormóna í Vestur- heimi heitir Young, glaðsinna maður, sjeður og slúnginn; alþyðumenn setn taka þessa trú, verða að sýna blinda hlýðni, en yfirmenn- irnir blanda sjer með slægð í stjórnarmálefni viðlíka og Jesúítar. Ekki er enn búið að koma aptur reglu- legu sambandi á milli ríkjanna á Jýzkalandi, þó er nú verið að hahla um það þíng í Dres- den og hafa öll sarnbandsrikin sent þángað fulltrúa sína. I Fránkariki liafa orðið nokk- ur stjórnarherra skipti í vetur og fer þar enn allt iólestri; er það hald hygginna manna, að stjórnarskipun sú, sem þar er, geti ekki hald- ist til lengdar. Keisarinn í Brasilíu er að búa sig út í strið við nágranna þjóð þá sem býr hjá Silfurfljótinu og hefur hann í því skyni sent einn ráðgjafa sinn í liðsafnað til Berlínarborgar og jiýzkalands og er ekki ó- líklegt, að einhverjir, sem tekið hafa þátt í stríðínu við Dani og nú hafa ekkert að sýsla, eða eiga ekki annars úrkosti, gángi á mála hjá keisaranum; þó munu aðrir eins menn og Beseler naumast verða i þeirra tölu, þeir hafa annað að lifa á; Beseler var einhver hinn helzti hvatamaður til uppreist- arinnar í hertogadæmunum og annarstjórnar- herra uppreistarmanna meðan á stríðinu stóð. Hann var áður fátækur maður, en síðan hefur hann keypt i nafni barna sinna eignir í Mekl- enborg fyrir fimm hundruð þúsundir dala og sett eina millíón dala á leigu í þjóðsjóðinum í Lundúnaborg, ogrná afþví sjá, að hann hef- ur dável skarað eld að sinni köku, enda beið hann ekki boðanna þegar friðurinn komst á, heldur flutti óðara til eigna sinna í Meklenborg. Af sjómönnum þeim, sem voru með skip- herra Cook á siglíngii hans kríngum jörðina, lifir nú einginn eptir neina einn tíræður mað- ur í Einglandi. llann heitir Jóii Vade og er fæddur í Nýu-jórvík 1751 ámeðan þessi bær var undir yfirráðum Enzkra. Frá 1773 til 1827 var hann í enzkri herþjónustu og tók þátt í 42 sjó - og landorustum og Qekk 21 sár. Hann fór í land með Cook á eyjunni Owaihee þegar Cook var drepinn af eyjarbúum; hann var á sama skipi og Nelson þegar hann misti-

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.