Bóndi - 13.02.1851, Blaðsíða 1

Bóndi - 13.02.1851, Blaðsíða 1
17 B ó n d i. 1. blað 13. dag febrúarmánaðar 1S51. FÁEINAR REGLUR UM FJÁRHÚSABYGGINGU OG SAUÐ- FJÁRRÆKT. 2. rjrein um að velja brundhrúta. (Framhald). Hver sá, seni vill koma sjer upp vænu og kyngóðu Qe, verður með mikilli alúð og nákvænmi að velja sjer brundhrúta; þarf hann þá að þekkja grant allarær sínar, svo hann geti valið hrútana undan þeim vænnstu; ekki má hrútsmóðir vera eldri en 5 vetra þegar hrút skal velja, nema hún sje afbragð að öllu leyti, og ekki yngri en 3vetur. Hrúta- mæður eiga að vera stórar og vel vaxnar, holdsamar og kvið- góðar, vel ullaðar og góðar mjólkurær, af kvillalausu kyni, þær skulu og vera stórspenar. Jegarær fara að bera ávorin, skal fjármaður skoða nákvæmlega öll hrútlömhin. Jau? sem finnast vera brúnsljett, eða hafa sljetta og skarðalausa bringu, þegar þau eru nýborin, munu verða holdsöm við aldurinn, ef þau fá gott uppeldi. 3>essi einkenni eiga að vera á fallegum brundhrút; hann á að hafa stórt höfuð, nokkuð langa snoppu, breitt enni, þykkar nasir, stór, svört og fjörleg augu, langan og digran liáls, sívalan búk og mikin kvið, hann skal vera framhár og söðulbakaður, með digrar fætur, stóran, síðan og loðinn pung, ekki bokinn í mjöðmum; hann á eptir útliti að dæma, að vera hranstlegur, og svara sjer sem bezt á allan vöxt. Alvarlega skulu menn gæta þess, aö brundhrútur sje af kvillalausu kyni í báðar ættir, því það eru ýmsir sjúkleik- ar, sem leggjast í ættir, t. a. m. höfuðsótt, sem svo er mjög ættgeng, að þótt ekki beri á henni í fyrsta og öðrum lið, þá getur hún komið fram í þriðja og fjórða lið; sama erað segja um bólgusótt (þvagteppu), lungnabólgu, sullaveiki og marga aðra algenga fjárkvilla. Ekki skal heldur velja íjársauð (brundhrút) undan einspena á, eða þeirri, sem undir hefur hlaupið, því júgurmein eða undirhlaup getur orðið ættgengur kvilli. Jegar lömbin fara að stálpast, verða menn opt að skoða þau nákvæmlega, taka á þeim, og líta eptir vaxtarlagi þeirra og bryngulögun; bryngan á að vera næstum jafnbreið fram í gegn, sljett með skarðalausar brúnir, útslegnum geisl- 2

x

Bóndi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bóndi
https://timarit.is/publication/76

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.