Bóndi - 13.02.1851, Síða 15

Bóndi - 13.02.1851, Síða 15
31 þau sjera Árni höfðu tekið bóndason einn til fósturs, sem j>órður lijet. jtórður var einu ári yngri en Helgi sonur lijónanna. lfann hafði sama upp- eldi og Helgi, og var eins langt á leið kominn með lærdóminn og liann j>órður var allra efnilegasti maður og miklu var hann í raun og veru fremri Helga um alla hluti, en j)ó fannst j)að á, að eigi vildu foreldrar Ifelga láta á j)ví bera. Helgi og j)órður voru hinir mestu vinir og sögðu j)eir hver öðr- um alla sína leyndardóma og svo mátti scgja, sem j)ar væri ein sál í tveira- ur líkömum. j)órður lagði ástarhug á Olöfu prestsdóttur, og varð hún fljót á að taka ást hans. Hann sagði nú Helga fyrstum allra frá þessari ást sinni, og var Ilelgi fús á að hjálpa honum til að geta sem optast verið hjá Ólöfu og með hans ráðum fengu j>au opt næði til að njóta hinnar sælu ást- ar í einrúmi. j>etta gekk nú svona heilt ár að enginn varð þessa vís. j)að var hið unaðsmesta ár á allri æfi Ólafar og opt hefur hún minnst j>ess með ánægju. Jeg verð að geta þess um Ieið að staður sá, er þau völdu sjer til þess- ara sinna ástafunda, var undir fossi þeim hinum mikla, sem er skammt fyrir ofan bæinn á Æ—stöðum. j>ar sátu j>au marga nótt og j>ar sáu þau tíðum hina björtu morgunsólargeisla kasta sjer austan af fjallinu á hinn fagra vatns- boga og leika sjer að því, að skemta augum elskcndanna með óteljandi geisla- brotum í bununni og á bárunum á hinni hvítfreyðandi iðu. lljer var það, sem þau nutu hinna sælu hugmynda, sem hin skapandi ást er svo rík afhjá elskendunum. Fossinn var þeirra trúnaðarmaður og niðurinn í fossinum svaraði orðum þcirra og talaði orð þau, er þeim voru kærust og þau áttu sjer fegurst, en það voru þessi orð: þórður og Ólöf! Ólöf! þórður! En þessi ástalífskafli þeirra varð endasleppur. Árið, sem þórður átti að enda við lærdóm sinn, kom hann á tal við sjera Árna og bað Ólafar dóttur hans. Sjera Árni neitaði honum þegar í stað og sagðist vera búinn að heita henni öðrum manni, sem hann ætti nú bráðum von á til sín. En Unni gef jeg þjer, segir hann, og það er langt síðan jeg hef í huga mínum fastnað þjer hana. þórður ætlaði nú eitthvað að fara að tala fram í, en prestur varð þá bistur við og spyr, hvort hann ætli að vera svo djarfur að taka fram fyrir hendurnar á sjer. Skaltu nú þegar í stað koma með mjer og gefa Unni hönd þína, svo jeg og móðir hennar getum haft þá ánægju, sem við höfum svo Iengi þráð, en það er sú ánægja að sjá þig og hana lukkulega. Jeg skal síðan annast ykkur bæði þangað til þú færð brauð. þórður ætlaði enn að fara að tala eitthvað, en prestur skipti sjer ekki af því og sagði: það, sem jeg hef gjört það hef jeg gjört, eða þekkirðu mig ekki. Og nú dregur hann þórð með sjer nauðugan viljugan inn í herbergi sitt og skipaði honum að vera þar. Sjálfur kallaði hann á konu sína og Unni og sagði þeim upp alla sögu. Prestskonan var nú eigi betri en hann og hjelt hún langa ræðu yfir þeim þórði og Unni og sagði að þau hjónin krefðust nú fullkominnar hlýðni af þeim. — Unni leizt vel á þórð og hafði cnda góð- an þokka á honum, en hún vissi að hann hafði elskað systur sína og ætlaði hún því að styrkja mál þórðar. En óðar en hún drap á það gripu foreldr- ar hcnnar fram í, og sögðu að nú hlytu þau að ráða. — þetta varð nú að

x

Bóndi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bóndi
https://timarit.is/publication/76

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.