Bóndi - 13.02.1851, Blaðsíða 3

Bóndi - 13.02.1851, Blaðsíða 3
19 hverri meft útigáng á vetrum; það Jiykir mörgum fjármönnum að hornótt fje sje öllu harðgjörðara en það kollótta, einkum úti í köfoldum á vetrardag, og virðist það vera eðlilegt, að hyrnda kindin geti beitt svo við hornunum, að síður lemji framan í hana kafaldið. En aptur á móti þykjast margir liafa tekið eptir því, að kollótt fje sje öllu holdsamara, bráðfeitara og ullarprúðara en það hornótta; og víða er það í snjóasveit- um, þar fje er lítið eða ekkert beitt úti á vetrardag, að menn hyllast fremur til að hafa fje kollótten hornótt, oghafamenn þá einkum haft tillit til þess að það rifi síður af sjer ullina. Einkum eiga roenn að varast krókhníflótt og krækilhyrndt fje, því þesskonar hniflar og horn vaxa opt inn í höfuðið og aug- un, svo fje bíður bana af, því er það og varúðarregla margra manna, að liornskella fje, áður en það er rekið á fjall. Jað er tekið fram í greininni, að mjúk ull í linakka og vöngum á hrútlömbum sje merki um ullgæði, en hið sama má líka segja um ullmjúkan og þjettfýldan brúsk frainan í krúnunni. Jað vilja og góðir fjármenn, að brundhrútur hafi stóran sveip á snopp- unni, er menn kalla Qeskúf. 5nð ætla sumir menn, að gult eða gulbeinótt fje sje mörvaðra en annað, en hvorki vitum vjer neina áreiðanlega reynzlu fyrir því, og það virðast ekkí heldur miklar líkur til að svo sje; en bitt er víst, að það er mikill ókostur á hvítri ull, að hún sje nijög gul á lagðinn. Svart fje er opt mörminna en hvítt, einkum eptir mjög mikinn sumarhita, og kemur það eflaust til af því, að svörtu kindinni verður þeiin mun heitara en þeirri hvítu, sem að svarti litur- inn dregur til sín meiri sólarhita en sá liviti. Vilji menn annars eiga nokkuð af svörtu og mórauðu fje, fyrir litarsakir á ullinni, Jiá ættu menn að leitast við að gjöra hvern lit fyrir sig að sjerstökum kynþætti í fje sinu, en blanda þeim ekki saman, til að forðast sem mest hinar marglitu kindurnar. UM MÁLUN HÚSA. Af því margir hafa talað við mig um slaga í liúsum sín- um, og fúa sem þar af leiðir, sem svo væri mikill, að ný hús yrðuá fáum árum þvínær ónýt, þá hefur mjer dottið í hug, að skrifa fáein orð um málun á húsum, sem er það ráð, er að mínu álitiverþau einna bezt fúa, og undir eins gjörirþau ásjálegri. En þar ekkert hefur fyr verið ritað um þetta efni á vora tungu, 2*

x

Bóndi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bóndi
https://timarit.is/publication/76

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.