Bóndi - 13.02.1851, Side 16

Bóndi - 13.02.1851, Side 16
32 vera og þau lofuðust fiarnn hátíðlega þórður og Unnur. Allt var nú ráðum ráðið, fiau skyldu samsumars fara að búa á jörð, sem prestur gaf dóttur sinni. Jiórður skyldi þcgar ríða til byskups og taka próf sitt, og halda svo brúðkaup undir eins og hann kæmi aptur. það má nú nærri því geta hvernig þórði varð við þessa ræðu; hann fór til Helga og sagði honum upp alla sögu. þegar Helgi heyrði hvernig komið var fór hann til Olafar og tók hana með sjer. Gengu þau nú þrjú saman upp undir fossinn og þar var Ólöfu sagt hvernig lcomið var. — Hún fór þegar að gráta, en eigi var hún þó óvissari um það, en þórður og Helgij að hjer tjáði nú ekkert um að tala, og nú var ei annað ráðlegra, en bera sig vel og reyna að gleyma hinu undanfarna. þau sáu að það var ekki til neins að setja sig á móti vilja þeirra hjóna, nema til þess að steypa sjer öllum í fullkomna ógæfu. þau kvöddust þarna við fogsinn þórður og Ólöf, og sögðu skilið við sitt umliðna ástalíf. það var um sólaruppkomu, semþau snjeru frá fossinum, og þá heyrðu þau hæði sainan í seinasta sinni, hvernig fossinn með angurblíðum nið hafði npp hin fornu orð: þórður og Ólöf! Ólöf! þórður! Fám dögum síðar en þórður lofaðist Unni reið liann til þess að taka próf sitt. Var hann þá dapur í huga, og það eina, sem hressti liann, var hugrekki sú, scm Ólöf hafði sýnt við seinustu samfundi þeirra, og hlýðni sú, er hann hafði nú ákvarðað sig til að sýna velgjörðaforeldrum sínum. —• Daginn eptir að þórður fór, kom biðill Ölafar til föður hennar. Sjera Arni tók lionum tveim höndum og nú var allt uppi hjá hjónunum. Allir voru nú glaðir á bænum, nema Ólöf og Ilelgi; þau voru döpur í bragði, því þeirn var ráð þetta háðum jafn nauðugt, en þau vissit að það inundi kosta alla þeirra velferð hjer á jörðu, ef þau lilýddu ekki skipun foreldra sinna. — Forcldrar þeirra sögðu nú Ólöfu hvar komið værf, og að hún ætti innan mánaðar að verða gipt þessum manni. Ólöf fór að gráta þegar hún heyrði þenna harða dóm, en hún þekkti of vel föður sinn og móður til þess að hún rjeðist í að mæla á móti þeim. Morguninn eptir sögðu þau að hún skyldi lofast heitsveini þeim er þau liöfðu valið henni. Ólöf fór nú inn í herbergi sitt og svalaði nú huga sínum á því að gráta í næði. — Helgi hafði veður af öllu þessu og um kvöldið fór hann inn til Ólafar og bað hana að ganga með sjer upp undir fossinn; hún gjörði það og nú gengu þau bæði döpur í hug upp undir fossinn, og enn talaði foss- inn, scm áður hinum kæru orðum: þórður og Ólöf! Ólöf! þórður! þau settust niður hjá fossinum og fóru að tala saman. Að endingu segir Helgi: hcrtu upp hugann systir, og vcrtu ekki hnugginn á morgun, um næstu helgi skal jeg reyna að vera búinn að hitta upp á einhverju bragði til að frelsa okkur. — þau gengu nú heim og til rekkju sinnar. — Nóttin leið, dagurinn kom og Ólöf var föstnuð manninum. (Framhaldið síðar). Ritst. Jakob Guömundsson.

x

Bóndi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bóndi
https://timarit.is/publication/76

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.