Bóndi - 13.02.1851, Blaðsíða 14

Bóndi - 13.02.1851, Blaðsíða 14
30 vera stutt og keðjan slök. Höfuðið á að vera háreist, en standa f)ó hjerum bil lóðrjett niður; en enginn erþað ókostur á hesti, j)ó hann teigi nokkuð fram álkuna á harðri ferð, hvort hann heldur stekkur eða skeiðar. (Framhaldið síðar). þÓBÐUR og ÓLÖF. (Framhald). Jeg ætla nú að ciga gott og hvíla niig í dag— segir Ólafur, þegar Jtau voru farin að borða — en jeg ætla líka að segja ykkur sögukoru til skemtunar. j)io eruð á Jieiin aldri Sigurður og Una, setn manni þykir mest gaman að sögum. En þess ætla jeg að biðja ykkur, að þið takið vel eptir sögunni minni, því annars hafið þið ekkert gaman af henni. það eru liðug sextán ár síðan sjera Arni bjó á Æ—stöðum í sveitinni þinni Sigurður minn. Sjera Arni var mikill maður fyrir sjer, atorkumaður og dugnaðarmaður, og ákafur í öllu, sein liann byrjaði á. Strangur var hann og óblíður ef út af reglum hans var brugðið. Hann var niikils metinn af öllum og þótti æ binn mesti höfðingi. Rausnarmaður var hann og gest- risinn. Kennimaður þótti hann góður og vandlætingasamur, og fyrir þá sök stóð sóknarbörnum hans ei minni ótti af honum, en þau höfðu ást á honum. Enginn vildi sjá liann reiðan, því ef hann reiddist, varð hann svo óttalegur að öllum reis hugur við. þessi sjera Arni átti konu, sem Eyrný hjet; hún var ósköp guðhrædd, og þó hann þætti harður og óblíður ef eitthvað var gjört á móti reglum hans, var hún þó enn harðari og óblíðari, og geltk enn fastara eptir að reglum þeirra væri fylgt. Ei að síður var hún þó í öllu meira áliti og uppáhaldi hjá öllum en hann. Svona voru nú þessi hjón og mátti það segja að þau voru mjög vel samvalin, enda bar þeim aldrei neitt í milli. þau áttu einn son, sem Ilelgi hjet, en dætur áttu þau tvær; hjet önnur Ólöf en hin Unnur. ÖIl þóttu þau syskyn efnileg, en hart áttu þau í uppeldi slnu. Reglur voru þeim settar og það harðar mjög, svo aðkomandi mönn- um ofbauð, enda veitti þeim torvelt að halda þær og var þá refsingin hörð ef út af bar. það var til að mynda eitt, að ef einhverju þeirra varð að taka sjer vatnsdrykk í leyfisleysi, þá var það sett heilan dag í einhýsi og eigi gefið r.eitt að borða, og svona var hverju smábroti refsað. En með öllu þessu ólu Jiau þó mikla önn fyrir menntun barna sinna og uppfræðingu, en þau vöndust mjög á einurðaileysi og óframfærni við alla menn út í frá, því þau máttu varla hafa neina umgengni við þá eða afskipti. þessi þrjú syskyn ólust nú upp hjá foreldrum sínum þangað til þau voru komin undir tvítugt svo eigi varð til tíðinda. þóttu þau þá afbragð allra annara manna á sínum aldri, og urðu því margir ungir menn og efni- legir til að biðja þeirra systra, en öllum var neitað. Helgi var nú um þetta leyti orðinn útlærður, því faðir hans hafði kennt honum og ætlaði nú að taka hann sjer til aðstoðarmanns, því hann var þá gamall og lúinn orðinn.

x

Bóndi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bóndi
https://timarit.is/publication/76

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.