Íslendingur - 19.04.1862, Qupperneq 2

Íslendingur - 19.04.1862, Qupperneq 2
2 lag þar norður; þótti för hans aðþvíleyti allfróðleg. Um haustið sneri Inglefield heim til Englands, og hafði að eins haft 4 mánaða útivist. þótti nú enn minni líkur til en áður, að Franklín hefði lagt leíð sína um nokkíirt af sundum þessum norður í haf. jþess var áður getið, að þeir Austin og Penny; og allur sá skipafloti, sem árið 1850 hafði sendur veriðnorð- ur í Lankastersund, var heim kominn haustið 1851. Og þrátt fyrir allan hinn mikla útbúnað, og allan hinn mikla dugnað og framkvæmdir leitarmanna, höfðu þeir að eins fundið lítil merki um vetrardvöl Franklíns áBeechey-eynni, og á landi þar skammt frá, en menn voru þó litlu nær en áður um það, hvert hann hefði haldið, og hvað á daga hans hefði drifið. |>að mál var því enn sem óráðin gáta. Af því, sem Penny hafði sjeð og sagt, að norður úr Wel- lingtons-sundi mundi sjór vera auður, og hins vegar, að vetrarbúðir Franklíns höfðu fundizt sunnan til við það sund, þá gátu menn þess til, að norður þetta sund mundi Franklín hafa haldið, og því mundi líklegast að leita þangað. |>ar við bœttist og, að litlar sem engar fregnir höfðu komið af Collinson og Mac Clure, síðan þeir lögðu af stað árið 1850; þóttu því allar líkur til, að þeir mundu hafa náð Bankslandi, en sitja þar ísfastir síðan. J>ótti því einnig skylt að vitja þeirra, ef þeir væru í nauðnm staddir. J>etta hvorttveggja til samans tekið hvatti ensku stjórnina, til að gjöra enn af nýju út leiðangur í norðurleit. Maður hjet Edward Belcher sjóforingi, og nafnkennd- ur fyrir vitsmuni og dugnað. Honum voru fengin 5 skip til yflrstjórnar, en skipsforingjar á flota hans voru þeir Richards, Osöorn, Iiellet, Mac Clintock og Pullen, og eru flestir þeirra áður nefndir. |>eir Belcher lögðu af stað frá Englandi 21. aprílm. 1852, og náðu Beechey-eyjunni ll.ágúst-.samsumars, leit- uðu þar hátt og lágt, en fundu lítið. Hjelt Belcher þá tveim skipum, er þeir Richards og Osborn stýrðu, norður á Wellingtons-sund; Kellet og Mac Clintock stefndu tveim skipum vestur til Melville-eyjar, en PuIIen varð eptir við Beechey-ey einskipa. WTellingtons-sund reyndist íslaust um sumarið; gekk þeim Belcher förin greiðlega, og kom- ust lengra norður, en Penny hafði náð, fundu þar eyjar nokkrar og sund eitt, er liggur til austurs landsuðurs og stefnir á Jones-sund; það sund, er Belcher fann þar, ber síðan nafn hans. Belcher Ieitaði um eyjar þær, er hann fann þar norður, en hitti hvergi menjar eptir Franklín, eða minnstu líkur til, að hann hefði þangað komið. Yið norðurstrendur eyjanna var ógurlegur ís, og svo stórgjörð- ur, að flestir jakar voru þar yfir 20 álna á þykkt. í á- gústmánaðarlok frusu skip hans föst í ísnum vestan undir Grinnelslandi, og lágu þar um veturinn eptir, en Belcher og Osborn fóru sleðaferðir langar leiðiraustur og vestur, og urðu einkis um Franklín varir, en eyjar og sund mældu þeir á alla vegu, og varð mönnnm margt kunnara um það svæði eptir en áður. j>eir Kellet og Mac Clintock komust vestur að Mel- ville-ey, en náðu eigi vetrarhöfn Parrys, og urðu fastir í ísnum vestan undir Dealy-ey nálægt veturnóttum. Fluttu þeirþávistir og annan forða, meðan dagur vannst, til Mel- ville-eyjar, er þeir Collinson og Mac Clure skyldu hafa, ef þá bæri þar að. í þeirri ferð fundu þeir skipverjar Kellets þar á eyjunni vörðu eina, og í henni dósir og brjef frá Mac Clure, er þangað hafði komið vorið áður; uiðu þeir þess vísari af brjefi hans, að hann lá innifros- inn > Miskunnarhöfn á Bankslandi, en þá fór skammdegið í hönd, og gátu þeir Iíellet eigi vitjað hans fyr en vorið eptir (1853). Voru þá vistir þvínær allará endahjáhon- um, ogmenn hans orðnirmjög magrir og þróttlitlir, enda farnir að sýkjast af skyrbjúgi. Varhann þá búinnaðþrí- skipta Kði sínu, og ætlaði að senda einn flokkinn suður á Ameríkuströnd, upp með Machenziefljóti til Ilúðsonsflóa; annan austur að Lankastersundi til Baffínsílóa og ná þar í hvalveiðamenn; en sjálfur ætlaði Mac Clure að verða eptir á skipinu við nokkra menn, og láta þar fyrirberast hinn fjórða vetur, í þeirri von, að hinir næðu til manna- byggða, og þaðan kœmi svo liðveizla fyr eða síðar. Má af slíku ráða, hver fullhugl Mac Clure hefur verið, eins og hann þá var orðinn aðþrengdur af sulti og seyru. En þessa þurfti eigi við, og sendi Iíellet, sem nú var sagt, á öndverðu vori til hans, ljet kanna lið og vistir hans, og sá, að þar var allt mjög að þrotum komið. Tók hann þá og þeir Mac Clintock við Mac Clure og mönnum hans á skip sín. Um þær mundir fengu þeir og fregn af ferð- um Coliinsons, og þóttust nú vita, að honum einnig var borgið. J>etta hið sama vor (1853) ljetBelcher haldaleit- inni á fram í allar áttir. Iíomst Mac Ciintock þá vestur fyrir Melville-ey og vestur á ísa, og fann þar tvær eyjar. Heitir hin vestari Patreksey, og er allstór. Til merkis um það, live dauflegt muni vera þar útnorður i hafl, skal þess getið, að Mac Clintock sá í samfleytta 60 daga enga lif- andi skepnu, hvorki dýr, fugl nje fisk nje yrmling, og enginn var þar gróður; allt líf er þar dáið, en dauðinn einn ríkir eptir. í þeirri útivist var Mac Clintock 105 daga, og hafði þá gengið 287 mílur vegar, og kom aptur til skipanna 18.júlímán. Nú biðu menn þess, að ísar leystust, og skipunum vrði fleytt útí Barrows-sund, og síðan lieim til Englands, því Belcher og þeir fjelagar töldu það víst, að aldrei fynd- ist Jón Franklín, heldur mundi skip hans með öllnm mönnum og góssi hafatýnzt annaðhvort í nánd við Ríley- höfða, eða þá í Baffínsflóa á heimleiðinni. En nú bar svo til, að skipin leystust eigi úr ísum það sumar; urðu þeir Belcher því að láta fyrirberast í ísnum hinn næsta vetur (1853—1854); lágu skip hans þá lítið eitt sunnar í Wellingtons-sundi en veturinn áður; skip Kellets og Mac Clintocks lágu og lítið eitt austar en hinn fyrri vetur og í útsuður frá Bathurst-eyju. J>að sumar, sem nú var nefnt (1853), var Inglefield að nýju sendur norður til Beechey- eyjar með vistir handa þeim Belcher; greiddist honum förin allvel, og kom hann til eyjarinnar 8. ágúst. í för með honum var Bellot, liinn frakkneski sjóforingi, sem áður er nefndur. Hann fór við 3. mann með erindum frá Inglefield til Belchers norður í Wellingtonssund, og gekk ísa. Á leiðinni gjörði á veður mikið; kom þá los á ísinn í sundinu; voru þeir staddir á jaka einum, er rak með þá í sundinu, en næturmyrkur var mikið. í dögun gekk Bellot upp á jakann, þar sem hann var hæstur, og litaðist um, hvar þá mundi að bera; kom þá svipur mikill, mað- urinn þungur á sjer í öllum klæðum, en flughálka á ísn- um, skruppu honum þá fœtur, og hrataði hann ofan af jakanum, og ljetþannig líf sitt; varð Bellot mönnum mjög harmdauður, því að hann hafði verið hinn röskvasti maður og hinn bezti drengur. Nú leið svo sávetur, er þáfór í hönd, að lítið bar til tíðinda meðal skipverja þessara. Biðu þeir nú fram á sumar (1854), að skipin leystust úr ísuin, en því fór fjarri, og er kom fram í lok ágústmánaðar, og Belcher sá, að þeir mundu eigi losast þaðan á því sumn, þá rjeð liann af, að láta skipin öll eptiríísnum, þar sem hvert var komið, halda til Beechey-eyjar, og koma öllu liðinu í þau tvö skip, er þar lágu, og þeir Pullen og Ing- lefield stýrðu. Sátu þannig eptir í ísnum 4 skip af þeim 5, er Belcher liafði yflr ráðið, og hið fimmta, scm Mac Clure varð að ganga af. Hjeldu þeir því næst heim td Englands um haustið. Fjekk Belcher mikið ámæli af, aö

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.