Íslendingur - 18.07.1862, Side 5
53
í upphafl og niðurlagi versanna liinar sömu tvítekningar,
sem í viðbætinum. þessi sálmur hefur því að öllum lík-
indum verið sungínn fyr meir hjer á landi. Jeg erreynd-
ar dómaranum samdóma í því, að rjettast hefði verið að
sneiða heldur hjá sálmum með óþekktum lögum. En
þegar sálmarnir voru góðir og vel kveðnir, eins og þessi
er, en aðrir sálmar um sama efni ekki til, þá álít jeg
það rjett gjört af nefndinni að taka þá. Sömuleiðis álít
jeg það rjettast, að útleggja nafnkennda útlenda sálma
með sama bragarhætti, sem í frummálinu; því sje. það
ekki gjört, getur hæglega farið svo, að þeir fái það lag,
sem sízt á við. þannig fyndist mjer það ótækt, ef trúar-
játningarsálmur Lúters væri útlagður undir eitthvert annað
lag en hans eigið, þótt fáir lijer á landi kunni það nú.
Hið fráleitasta af öllu, sem eun er komið hjá þess-
um sálmadómara, er vitleysan, sem hann ber á borð fyrir
lesendur sína, þar sem hann er að flnna að orðinu »önd«
í 24. sáimi, 5. versi. það er ekki hægt að sjá, hvernig
á því stendur, að hann hefur komið með þessa aðflnn-
ingu; því jeg get þó ekki ætlað, að orsökin sje sú, að
hann álíti, að Iíristur haíiverið sálarlaus. Að vísu hjeldu
nokkrir trúarvillumenn á 3. og 4. öld e. Iír., að Kristur
liefði annaðhvort alls ekki liaft mannlega sál eða ekki
nema að nokkru leyti, og er Apollínaris, biskup á Laó-
díseu, þeirra nafnkenndastur. En síðan kenning hans var
dæmd trúarviila á kirkjufundinum í Constantinopel 381,
niun fáum hafa komið til hugar, að aðhyllast þessa skoð-
un, sem er svo bersýnilega gagnstæð orðum Ivrists sjálfs
og postulanna. Jeg get því ekki haldið, að dómarinn hafl
þessa skoðun, þótt jeg að hinu leytinu sje hræddur um,
að hann sje farinn að týna niður 4. kapítulanum í barna-
lærdómsbókinni. Að hann sje ekki minnisgóður, virðist
mjer auðsjeð af því, þegar hann segir, að orðið »önd« í
merkingunni »sál«, komi ekki fyrir nema í skáldskap.
»Önd« í þessari merkingu kemur þó fyrir í 1. grein trú-
arjátningarinnar í fræðunum (skýringunni), í ritningar-
greininni: »þjer eruð dýru verði keyptir«, eins og hún
er í barnalærdómsbókinni, í guðspjöllunum á 13. og 18.
sunnud. e. trínit., í upphafinu á Mynsters hugleiðingum,
og víða annarstaðar í óbundinni ræðu. það vita allir, og
dúmarinn líka, að hin venjulegasta merking orðsins »önd«
er: sál, og er engin ástæða til að halda, að það eigi að
merkja annað í sálminum. þýðing orðsins þar á öld-
ungis ekki að vera »andi (o: frjáls, skynsöm, líkamalaus
vera)«, og getur ekki verið það. Iíristur leið pínuna ekki
einungis á líkamanum, heldur einnig á sálunni (sbr. Jesú
eigin orð: »Mín sál er hrygg allt til dauða«). þettahef-
ur skáldið auðsjáanlega haft í huga (hann nefnir líkamann
í 3. hend.), og biður hann Jesúm, að láta lnorttveggja
þetta, sálu hans og líkama, sem hvorttveggja píndist vegna
mannanna synda, bjálpa sjer. Er nú þetta afguðadýrkun ?
Að »öndin« sje ákölluð í versinu, er ekki satt; skáldið
ávarpar Jesúm sjálfan, en ekki önd hans. Og þó öndin
hefði verið ávörpuð, sem ekki er, þó staðið hefði: »Ujálpa
mjer, Jesú heilög önd«, þá hefði það engin afguðadýrkun
verið. Annað eins kemur opt fyrir hjá beztu skáldum.
þannig ávarpar hið ágæta sálmaskáld Paul Gerhard höf-
uð Krists í upphafi sálmsins: »0 Haupt voll Blut und
Wunden«, og ásjónu hans í næstaVversi á eptir, og
mun engum manni hafa komið til hugar, að kalla það af-
guðadýrkun. það erhörmulegt, að dómarinn hefur getað
fengið það af sjer, að vera að reyna að gjöra þetta vers
hlægilegt, sem er svo fagurt og hjartnæmt, eins og allur
sálmurinn. Bæði þessi tilraun hans, og þau óþægðaryrði,
scm hann velur þar fyrir engar sakir skáldinu og þeim,
sem tekið hafa sálminn í viðbætinn, eru dómaranum sjálf-
um, en engum öðrum, til vanvirðu.
Eitt af þvt í dómi þessum, sem hefttr lítið eða ekk-
ert við að styðjast, er, að minni ætlun, það, þegar dóm-
arinn segir, að sjer virðist vera kominn einhver jambablær
á31.sálminn, og er hræddur um, að bragarhátturinn hafi
ekki verið fullkomlega Ijós þeim, sem lagfært hefur sálm-
inn. þennan jambablæ á þessum sálmi get jeg nú með
engu móti fundið, og held, að hann sje þar ekki, nema
í ímyndun dómarans. Bragarhátturinn á þessurn sálmi er
öldungis eins og á hinum sama sálmi á dönsku, eins og
hann er í »Psalmebog tilKirke- og IIuusandagt«. þar á
móti held jeg, að grallarasálmurinn sje öllu heldur með
jambabrag en trokkeabrag; því margar hendingarnar í
honum eru, að mjer finnst, reglulega »jambiskar«; og
þýzki frumsálmurinn eptir Lúter virðist mjer vera alveg
»jambiskur«, nema 2. hend. í hverju versi; en grallara-
sálmurinn hefur líklega átt að vera eins. þó sálmurinn
í viðb. kunni að verða borinn rangt fram af almenningi,
þá er það nokkuð, sem hvorki sá, er lagfært hefur sálm-
inn, nje þeir, sem tóku hann í viðb., geta að gjört.
, þó dómarinn annars fagni sálnntm, sem teknir hafa
verið úr grallaranum, þá hefur þó 33. sálmurinn í viðb.
ekki orðið fyrir því láni. þessi sálmur, sem nú er kall-
aður »langloka«, er útlegging hins nafnkennda Iatínska
sálms: Resonet in laudibus, sem hvorki katólska nje lú-
terska kirkjan hafa fyrirorðið sig fyrir. Viðlagið við la-
tínska sálminn er ýmist eins langt og sama efnis og í
grallaranum, eða einungis: apparuit, apparuit, qvem ge-
nuit María. Sönnun dóroarans fyrir því, að sálmur þessi
hafi ekki verið sunginn hjer á landi um hinar 2 síðustu
aldir, er ærið veik; því sálmurinn er þó að minnsta kosti
bæði í 15. útgáfu grallarans frá 1749 og í 18. útgáfunni
frá 1773, og þykir mjer það næsta ótrúlegt, að dómarinn
haft aldrei sjeð þær útgáfur; þar að auki eru þeir menn
enn á lífi, sem heyrt hafa sálminn sunginn á æskuárum
sínum, og jeg þekki að minnsta kosti einn, sem enn þá
rnan, hvernig hann heyrði lagið haft. Jeg ætla nú ekki
að þræta um það, hvorki við þennan dómara nje »prest-
inn« í þjóðólfl, sem kallar þennan sálm »smekkleysu«,
hvort hann eigi það skilið eða ekki, að hann sje nú tek-
inn í messusöngsbók; því það er til einskis að þrátta um
»smekk«. Jeg ætla einungis að geta þess, — án þess
jeg vilji verja sálminn með því, — að Wallín og þeir,
sem með honum unnu að hinu svenska sálmavali, hafa
einnig verið svo «smekklausir«, að taka þessa »langloku«
og »smekkleysu« í hina svensku messusöngsbók. Sálm-
urinn sjálfur er þar hjer um bil eins og sá íslenzki, og
viðlagið með hartnær sarna brag, en nokkuð öðrum orð-
um.
það er ýmislegt fleira í þessum dómi, sem jeg kann
ekki við, t. a. m. sarnlíkingin, þar sem talað er um 2
síðustu hend. í 1. og 2. versi 20. sálmsins, sem mjer
finnst að ekki eigi sem bezt við það efni, sem verið er
að skrifa um, hvað hnyttileg, sern hún kann að þykja
sumum. En af því þetta og annað því um líkt snertir
ekki aðalefnið, sleppi jeg að minnast meir á það, — og
kveð svo sálmadómarann að þessu sinni með vinsemd og
»allri tilhlvðilegri virðingu«.
h — i.
(Aðsent).
Öllum þeim, sem nokkuð er annt um velferð lands
vors, verður og að liggja þungt á brjósti velferð þess eina
latínuskólans, sem nú er eptir hjer á landi. það mun
mega fullyrða það, að tilhögunin á honum, síðan hann
f-