Íslendingur - 15.12.1862, Síða 5

Íslendingur - 15.12.1862, Síða 5
117 bl., er út var komið, lægi ósent, því jeg sendi hvert nr. með fyrstu ferð, er jeg átti kost á, og svo hafa ekki nærri því allir ferðamenn tjáð sig hafa ástœður til að taka bl. til flutnings; og þrátt fyrir það, sem þessir »30 Eyfirð- ingar« gefa i skyn, að útsending »>Isl*« muni ganga svo seint, vegna þess að horft sje í »markið« til að borga flutninginn, þá segi jeg þeim það satt, að það hefur aldrei hindrað sendingu bl. hjeðan, aðjeg ekki hafi borgað, eins og sá hefur sett upp, sem hefur gjört mjer kost á að taka það af mjer, og undir hin ofan greindu nr. 7—8—9 hefjegborgað 51 »mark«. Ilvaða ástœður sem hið heiðr- aða fjelag fær, af því sem nú er sagt, um útsendingu bl. »ísl.«, þá verð jeg að neita því, sem það segir i »Norð- anfara«, að »dráttur og hirðuleysi« á útsendingunni hafl valdið því, að blaðið ekki hefur komizt viðunandi fljótt til kaupanda sinna, og lika pvi, að jeg ekki hafl tímt að borga fyrir flutning á blaðinu; og það er því miður sam- valin góð meining í þessum »30 Eyflrðingum«, er þeir flnna fyrst þær ástœður, sem eru rangar, og til lýta hlut- aðeigendur, en sleppa þeim ástœðum, sem eru rjettar, en sem hlutaðeigendur »Isl.« ekki gátu viðgjört, svo sem því, að blaðið hefur legið á leiðinni, eður og máske tap- azt. það kemur líka í Ijós af greininni i »Norðanfara« frá þessum »30 Eyfirðingum«, að þeir í sömu sök veita meira umburðarlyndi einum heldur en öðrum, og veitjeg það á því, að sama daginn, sem jeg fjekk »Norðanfara« (fyrir septbr.), fjekk jeg brjef frá einum Eyflrðingi (að lík- indum ekki einum af þeim 30), livar í hann, — er hann minnist á, hvað vanti í »ísl.« — segir, að i bl. »jþjóðólf« vanti líka þrjú nr., og á vel við um þessa »30 Eyflrð.« gamla vísuhendingin: »Ekki er virt fyrir öllum eins, þó eitt verk sje«. það er líka eitthvert gullhamrahljóð í greininni í »Norðanfara«, þar sern þessir »30 Eyf.« eru að jafna niður ástœðum þeim, er útg. »lsl.« hafl til að borga »markið« í samanburði við hina »árvökru« útg. »þjóðólfs« og »Norðanfara«, »sem berjast einsamlir« o. s. frv.; hin þritugfalda umlnigsun þeirra gat fundið, að blaðið »ísl.« er undanþegið burðargjaldi með póstum, og þess vegna áttu útg. þess svo liœgt með að borga »mark- ið« undir »ísl.« með aukaferðum, en það hefur þeim ekki getað skilizt, að hinir árvökru útg. »þjóðólfs« og »Norð- anf.« horfa ekki í að selja blöðin hjer um bil fjórða part dýrara en »ísl.« er seldur, og þannig láta kaupendurna að blöðum sínum sjálfa borga »markið« í burðarkaup íyrir þau. Og það er þó augljóst hverri heilbrigðri skyn- semi, að ættu útg. »Isl.« að áviuna svo mörg .»mörk« — með undanþágu þeirri, er »ísl.« hefur á burðargjaldi með pósturn — sem binir »árvökru« útg. taka fleiri »mörk« fyrir »{>jóðólf« og »Norðanfara«, heldur en tekið er fyrir »ísl.« — eptir arkatali, stœrð og öðrum tilkostnaði livers blaðsins fyrir sig — þá þyrftu póstferöir að vera fleiri og greiðari, en þær eru hjer í landi, og ekki sízt fleiri en þær hafa verið frá Eyjafirði uin tímabil það, sem þriðji árg. »fsl.« nýtur undanþágunnar á burðargjaldi með póstum. Að endingu skal jeg geta þess, aðjeger orðinn þess vtsari, að nr. 9 af 3. árg. »ísl.« varsnemmaí oktbr. komið til Eyjafjarðar, og gleður það mig að vita, að hin þrí- tugfalda von um, að »ísl.« birtist þar ekki fyrri en undir jólin, hafi þá með öllu verið horfin, hvort sem nr. 7 og 8 hafa komið fram eður ekki, þau er í sumar voru send, þá sendi jeg þau nú aptur með póstferð þeirri, sem nú er nýorðin. Jafnvel þó jeg liafl keypt dagblöð þau, sem út hafa komið bæði í Ileykjavík og á Akureyri, og sem þó hafa margsinnis ekki komið til rnín, fyr en eptir 3 til 6 mán- uði, hefur mjer þó aldrei komið til hugar að fara að gjöra það að blaðamálum, en hjer eptir er fremur ástœða til að hugleiða, hvað langt líður á milli þess, sem blöð hinna »árvökru» útg. verða móttekin af kaupendum þeirra, í það ininnsta meðan jeg er Utsölumaður «Islendings«. Fráfalls Andrjesar Yigfússonar Fjeldsteðs er snoturlega, og minningu hins fráfallna samboðið, getið í blaðinu Norðanfara. ITann er fœddur 6. júní 1801 að Galtardalstungu í Dalasýslu. Foreldrar hans voru hin góðfrægu höfðings- hjón: Vigfús gullsmiður Fjeldsteð og Karítas Magnús- dóttir, Ketilssonar sýslumanns í Dalasýslu. Föður sinn missti Andrjes ungur, en móðir hans giptist brátt aptur gáfu- og hagleiksmanni: Páli Benidiktssyni frá Munka- þverá í Evjafirði; gengu þá efni móður hans mjög til þurrðar, en Andrjes ólst upp við ervið kjör, uns hann fluttist 20 ára vestur í Svefneyjar og varð fyrirvinna hjá systur dannebrogsmanns, hreppstjóra Eyjólfs Einarssonar, ekkju þeirri, er seinna varð tengdamóðir Andrjesar; sýndi liann þar brátt, hvílíkur efnis- og atorkumaður hann verða mundi. |>á brast hann hvorki líkams- eða sálarfjör, enda var mælt, að hann hjeldi átölulaust taum húsmóður sinn- ar. {>aðan fluttist hann út í Flatey til Ólafs prófasts Sig- urðssonar Sivertsens. þar kvongaðist hann í fyrra sinni, og átti l.desember 1828 jómfrú þorbjörgu þorláksdóttur, Grímssonar á Hvallátrum, hreppstjóra og sættamanns í Eyjahrepp. þorbjörg þótti einhver bezti kvennkostur í vestureyjum Breiðafjarðar, en Andrjes var af öllum álit- inu fyrirtak að dugnaði og ráðdeild, og fór með þeim orðstír úr Flutey suður að Fróðá í Neshrepp innan Enn- is, »að ekki liefði meiri dagnaðarmaður komið á Breiða- fjörð en hann«. Á Fróðá reisti hann bú; varð þar brátt búhöldur, nærgætinn og röggsamlegur hreppstjóri, og dug- legasti skipstjóri á fiskiþilskipi fyrir agent Clausen, sem viðurkenndi í orði og umbunaði í verki starfa hans og trúmennsku; þaulsætinn var hann opt áhafinu, þegar önn- ur fiskiskip lileyptu í hvassviðri inn á firði, svo þegar garðinum (veðrinu) slotaði og þau komu aptur út á haf, var Andrjes búinn töluvert að afla. Opt sannaðist það á sjó, þegar mest lá á, að Andrjes var ráðagóður og bezti stjórnári. þegar haun fann sig bila þol og þrek til að halda það vos út, sem fiskiveiðum þessum er samfara, flutti hann búferlum inn að Narfeyri, en varð þar búskapurinn erfiður, því bæði er jörðin skuldaþung og örðug, og líka eyddi þar bráðafaraldur mestum sauðfjenaði hans. {>egar hjón þessi höfðu búið saman í 16ár og guð hafði bless- að þau með 13 efnilegum börnum — af þeim lifa nú 8, öll mannvænleg og vel að sjer til munns og handa — dó móðirin á barnssæng 26. janúar 1845, eptir að hún hafði alið 13. barnið; varð þá margur til að rjetta þess- um duglega meðaumkunarverða ekkli hjálparhönd. jþegar stundir liðu fram, vöktust nokkrir af náfrænd- um ekkju Guðmundar sáluga Sveinbjarnarsonar á Hvitár- vöilum, Ilalldóru Sigurðardóttur — sem nákunnugir voru dugnaði og ráðdeild Andrjesar — til að koma því saman, að hann leitaði sjer staðfestu hjá þessari veglyndu en forstöðulausu ekkju; var og afráðið, að liann flytti sig að Hvítárvöllum vorið 1846; varð það og framgengt, en þá hafði hann fengið mislingasóttina og var fluttur þangað fárveikur og rœnulítill; hittist þá svo hörmulega á, að hún lá banaleguna í sömu sútt; sannaðist þá sein optar, að öllum hefur guð ætlað, að þurfa til þess að taka, sem

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.