Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1865, Blaðsíða 8
8
opt fljótara en varir, og fyrirgefum þeim og sættumst við
þá, meðan vér erum enn á vegi með þeim; líf vort er
ekki í sjálfu sér langt, en styttum það ekki hver fyrir
öðrum, með því að gjöra hver öðrum óþarfa hjartasorg;
látum oss ekki þykja lægingu í, að fyrirgefa, að verða
fyrri til að tala aptur friðar og sáttarorð við þá, sem vér
höfum reiðzt, og svo framarlega sem sá er meiri, sein
yflrvinnur sjálfan sig, heldur en sá, sem vinnur borgir,
svo víst er það, að hinn sáttgjarni gjörir sér meiri heiður
heldur en hinn, sem aldrei vill gleyma móðganinni, ekki vill
verða fyrri til, að leita aptur vinfengis við bróður sinn;
hugleiöum, að annara móðganir eiga þó optast fremur
upptök sín í skammsýni og bráðræði eða í einhverjum
veikleika, heldur en í þeim ásetningi að gjöra oss skaða.
Temjum oss líka varkárni í sambúð vorri liver viö ann-
an; reitum ekki hinn bráðlynda til reiði að óþörfu, leit-
um ekki að annara ávirðingum og ófullkomlegleikum,
þegar vér ekki getum búizt við að bæta þá og leiðrétta,
berum þeim ekkert á brýn í þeim tilgangi að særa til-
flnningu þeirra, án þess að vilja cða geta búizt við að
leiðrétta; heimtum meira af sjálfuin oss en öðrum og
minnumst þess, að vér aldrei gelum öðlazt þá förunauta
á vegi lífsins, sem ekkert verði fundið að. Ef vér temj-
um oss varkárni í viðbúðinni, venjuin oss á rósama
skoðun á annara mótgjórðum, temjum oss stillingu og
gætni í orðum, þá munuin vér geta komið voru fram og
bæði afstýrt og ráðið bót á allri missætt, þá munum vér
geta haldið þessum verndarengli tímaniegrar sælu, friðn-
um í sambúðinni, þá munu heirnili vor verðskulda að
heita góð heimili.
Af góðri stjórn á heimilunum, af friði og sáttgirni
í viðbúðinni leiðir þá eðlilega, að gott heimili vcrður