Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1865, Blaðsíða 7

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1865, Blaðsíða 7
J sem eru hið fyrsta skilyrði fyrir allri sannri velvegnun, fyrir blessun hvers manns og hvers félags, en það er gætileg breytni og stjórn á sjálfum sér. í sambandi við góða stjórn á heimilunum stendur samlyndi og friðsemi; án samlyndis og friðsemi getur góð stjórn á heimilunum ekki staðizt, og án þeirra getur ekkert heimili verðskuldað að heita gott. Á góðu heimili kemur hógværð og stilling í veg fyrir allar mis- sættir, svo mikið sem auðið er, en sáttgirni útrýmir öll- um kala og úlfúð, ef friðurinn hefir raskazt. I voru ó- fullkomna jarðneska ástandi er þó ómögulegt að girða fyrir mismunandi skoðanir og meiningar, eins og yfir- sjónir og gallar eru förunautar mannlegs lífs. J>ó að liúsbændurna á góðu heimili knnni jafnvel að ágreina innbyrðis, þótt yfirboðarar og undirgefnir verði missáttir um stund, leiðir það þó aldrei til hneyxlanlegra orða né viðskipta; hógværð og stilling stílar þar allar áminn- ingar og aðfinslu, svo enginn særir þar annara sóma- lilfinningu að óþörfu, né velur þeim önnur orð, en þau sem við eiga; það er þess vegna eðlilegt, að sættir kom- ist fljótara á en annars mundi verða, því ekkert gefur meira tilefni til langvinnra missátta en óviðurkvæmileg orð. Á góðu heimili fyrirgefa þó bæði húsbændur og hjú hvert öðru hvaða yfirsjónir sem eru, þegar þau vita, að bráðræði fremur en ásetningur er orsök í móðguninni; þar sem góður heimilisbragur er yfir höfuð, þar er komið í veg fyrir þráttanir, svo mikið sem auöið er; þar er þeim ekki geíið tækifæri, sem bera róg, þar reyna menn til að íinna afbatanir og umbera hver annan í kærleikanum. Höfum oss það lmgfast góðir bræður, til þess að sætta oss við samferðamenn vora á vegi lífs- ins, einkum þá sem oss eru næstir, að samferðinni slítur

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.