Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1865, Blaðsíða 11

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1865, Blaðsíða 11
11 gleði sér bólfestu; á heimili hinna guðhræddu húsbænda heyrist ekki gleði keskninnar, sem hlær og fagnar yfir annara yfirsjónum, skorti og óförum, ekki gleði róg- burðar og ills umtals, ekki gleði öfundar og hefndar, ekki lausungar og ofdrykkju, ekki gleði munaðar og ó- hófs, stærilætis og metnaðar; en þar er gleði yfir ann- ara velvegnun, yfir annara siðgæði og góðum verkum, yfir guðhræddum og siðprúðum börnum, yfir dyggum og hlýðnum hjúum, yfir apturhvarfi og trú, yfir drottins blessun í andlegum og likamlegum efnum, yfir iðulegri heyrn hans orða og stöðugri hlýðni við hans vilja; þar er í einu orði friður og fögnuður í heilögum anda. Mörgu af því, sem heimurinn hefir sér til gleði, er þar heldur ekki bægt burtu, en það er helgað í anda Jesú og aldrei vanbrúkað ; á heimili hinna guðhræddu er ó- tal mörg saklaus dægrastytting, þar geta ræðurnar verið kryddaðar saklausu og lífgandi gamni; þar eru hvildar- tímarnir notaðir til þeirra skemtana, sem annaðhvort auðga skynsemina eða hjartað eða hvorttveggja jafnframt; þar er einverunni snúið í umgengni við guð og lausnar- ann, þar er starfinn fyrir heiminn líka starfi fyrir guð, fyrir hina þurfandi, fyrir alt félagið og velvegnun þess yfir höfuð; þar er gjörvalt lífið gjört að samanhangandi guðsdýrkun og stöðugum undirbúningi undir dauðann; þar er stöðuglega hið illa sigrað með hinu góða, breysk- leiki með umburðarlyndi, móðganir með sáttgirni, volæði með kærleika, mótlæti með þolinmæði, apturför, ellin og dauðinn með von hins komanda og trúaröruggri eptir- bið hins eilífa lífs. Elli guðhræddra húsbænda er hinn fegursti kafii af lífi þeirra, og þeir geta beðið með liinni innilegustu vissu trúarinnar með hinum gamla Símeoni (Lúk. 2,29): »Drottinn! lát nú þjón þinn í friði

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.