Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1865, Blaðsíða 9

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1865, Blaðsíða 9
9 ánægjunnar og róseminnar bústaður. Ánægja og glatt lijarta heyra líka til skyldna vorra sem kristinna manna. »Gleðjið yður ávalt í drottni, og enn aptur segi eg, gleðjið yðurn er áminning lieilags anda (Philip. 4, 4) til allra vor. Á móti því verður ekki borið, að glatt og ánægt hjarta er sérleg drottins náðargjöf, sem sum- um hefir fallið fremur í skaut en sumum; en guðsorð gjörði oss þó ekki ánægjuna að skyldu, ef vérekkigæt- um stuðlað til hennar sjálfir, og að því leyti sem luin stendur í valdi sjúlfra vor, þá getum vér með engu betur edt hana en með góðri stjórn og friðsemi á heimilum vorum. Að vísu getur og ánægja verið komin undir góðum ytra hag, en þó cr lnin hvorki bundin við mik- inn auð né háa lifsstöðu, þótt hún geti verið þeim sam- fara; en hún á sér venjulega bústað á þeim heimilum, þar sem kærleikurinn gjörir sambúðina unaðsama, iðjú- semi gjörir svefninn væran, stjórn og reglusemi geymir þess, sem aflað er og færir sér og öðrum það í nyt. Enginn getur fullkomlega borið um, hvílík blessun það er fyrir heimilin, að ánægjan eigi sér þarbústað, nema sá sem það reynir; hún er eins og vorsólin, sem veluir plönturnar til lífsins úr skauti jarðarinnar; hún kallar og einnig althið hezta í hjörtum annara til lífsins, og lætur opt þá, sem annars væru að litlu nýtir, verða nýta menn ; þar sem hún ríkir, verður erfiðið ljúft og öll byrði lífs- ins iéttist margfaldlega; það er og skiljanlegt, því vér þurfum ekki annað en að sjá blítt og glaðlegt lijarta lýsa sér á svipnum, til þess að finna nýtt líf og velvegn- un lireyfa sér hjá oss. f>að er jafnvel, að glaðlynt og siðsamt hjúbætir heimilislífið og gjörir það ánægjuríkara en ella; en hvílík áhrif hlýtur þá ekki hið glaða hjarta húsbændanna að hafa á lijúin og heimilislífið yfir höfuð;

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.