Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Blaðsíða 9

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Blaðsíða 9
9 innilega og með djúpri hryggð fundið til þess, að þér voruð undir syndina seldir og undir bölfun lögmálsins, og því liefir Kristur og hans kross ekki verið yðar ein- asta skjól og athvarf, heldur yðar eigin iðrun; en þess vegna er svo hætt við, að friður yðar verði ekki stað- fastur og varanlegur; því þótt iðrun yðar væri fullkom- in, gætuð þér þó ekki byggt á henni sanna sálarrósemi, og því síður á þeirri iðrun, sem að eins leiðir menn frá syndsamlegu utvortis athæfi, en leiðir þá ekki til Krists með sundurkrömdum og auðmjúkum anda. Gæt- um þess, kæru vinir, að sá friður. sem byggist á ein- hverju hjá oss eða í oss, getur ekki verið sannur. Hinn sanni sálarfriður er byggður á Krisfi og haus frið- þægingu, og hann er sú einasta uppspretta huggunar vorrar og vonar. Sá einn íinnur hina réttu undirstöðu friðarins, sem hefir hneigt höfuð sitt að hjarta frelsara síns, sem trúir guðsorði til þess, að sáluhjálp vor er byggð á Iírists friðþægjandi kærleika, og að »vér rétt- lættir af trúnni höfum frið við guð fyrir drottinn vorn Jesúm Kríst« (Rómv. 5, t). Vissulega er iðrun og líf- crnisbetrun nauðsynleg, því að án hennar kemur eng- inn til Iírists, en iðrunin er vegurinn og sltilyrdið, en Kristur cr grundvöllurinn. Ilvað mundi það stoðamig þótt eg hefði iðrazt synda minna, þótt eg hefði bætt ráðlag mitt, ef eg ætti engan frelsara, sem hefði burt tekið mína syndasekt og sem eg gæti flúið til? l’að lýsir grunnhyggni að hugsa, að guð geti friðþægingar- laust fyrirgefið syndirnar, því að hans heilagleiki er eins óendanlegur og hans náð. Sá sanni friður stendurþví í svo nánu og óslítanlegu sambandi við Krist, að hann stendur og fellur meö honum og hans endurlausnar- verki.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.