Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Blaðsíða 12

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Blaðsíða 12
12 réttvíslega og guðrækilega í þessum heimi, bíðandi þeirrar sælu, sem er í vændum og dýrðlegrar opinber- unar liins mikla guðs og vors frelsara JesúKrists, sem heflr útgefið sig fyrir oss, svo að hann endurleysti oss frá allskonar ranglæti og hreinsaði sér sjálfum fólk til eignar, kostgæflð til góðra verka«. Þetta býður Páll postuli Títusi lærisveini sinum að kenna, áminna þar um og ávíta með allri alvörugefni. Og Pétur postuli segir: »leggið því alla stund á þetta og auðsýnið í trú yðvarri dyggðina, en í dvggðinni þekkinguna, en í þekk- ingunni bindindið, en í bindindinu þolinmæðina, en í þolinmæðinni guðræknina, en í guðrækninni bróður- elskuna, en i bróðurelskunni elskuna til allra. 1*ví ef þessar dyggðir finnast hjá yður og í gnægð, mnnu þær ekki láta yður vera iðjulausa og ávaxtarlausa í þekk- ingu drottins vors Jesú Iírists. I'ví lijá þeim, sem þær eru ekki, hann er blindur, byrgir fyrir augu sér og gleymir hreinsun sinna fyrri synda«. I’egar ver hug- leiðum þessi og þvílík guðsorð, sjáum vér, að sá tælir sjálfan sig hræðilega, sem þykist hafa frið og sálarró- semi, þótt hann heimuglega eða opinberlega saurgi líf- erni sitt með vísvitandi syndum. »Farið ekki villir vegar; guð lætur ekki að sér hæða, því það sem mað- urinn sáir, mun hann og upp skera; því sá sem sáir í hold sitt, mun af lioldinu skaðsemi upp skera, en sá sem sáir í andann, mun af andanum upp skera eilíft lff«. En þótt þú vissir með sjálfum þér, að þú værir laus við 6líkar ásetnings syndir, þá er eptir að vita, hvort þú hefir fengið nýtt líf og ert endurfæddur af andanum, því að í »Jesú Kristi gildir hvorki umskurn né yfirhúð, heldur ný skepna«. I’að sem af holdi er fætt er hold, cn hold og bióð munu ekki grfa guðsríki.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.