Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Blaðsíða 11

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.02.1866, Blaðsíða 11
11 an«, þá hefir þú náð og frið, og þótt hann um stund- arsakir kunni að hverfa þér á freistinganna tímum, er hann þó sannur og áreiðanlegur, og friðarins guð mun aptur senda þér sína huggun; því það er eins og einn guðsmaður (Lölie) hefir sagt, »að sá sem umfaðmar guðsorð með örmum trúarinnar, umfaðmar í orðinu drottinn sjálfan, sem heilir hellubjarg, og verður smám- saman sama eðlis og hellubjargið, sem ekki hifast úr stað i nokkrum stormi«. Loksins viijum vér íhuga þá ólíhu ávexti, sem hinn ósanni og liinn sanni friður bera. III. Ilinn ósanni friður skilur menn eptir í andlegum dauða og ásetnings syndum; en sá sanni friður veitir líf og leiðir af sér sannan guðsótta. Ilér skoðum vér ekki fiiðarins eðli, heldur hvernig hann lýsir sér í líf- erni manna. En þessi ytri hlið hans er líka mjög á- ríðandi. »IIyggja andans er ekki einungis friður, held- ur líf og friður« (Róm. 8, 6). Sá friður, sem skilur syndarann eptir í andlegum dauða og ásetnings synd- um, getur ekki verið sprottinn af guðs anda, heldur er hann mannaverk og ósannur. Getur guðs friður sam- einazt mammons dýrkun, munaði og metorðagirnd, svar- dögum, vanhelgun guðs ntifns og gárungahætti? Getur hann samþýðzt drambsemi, þrætugirni, lýgi, svikum og syndsamlegum girndum, sem saurga hjörtu manna? Guðsorð kennir oss hvervetna, að ávöxtur andans sé ekki einungis friður og fögnuður, lieldur einnig rétt- læti, kærleiki og aðrar kristilegar dyggðir, »því að guðs náð« segir postulinn, »hefir birzt sáluhjálpleg öllum mönnum, er fræöir oss, að vér skulum afneita óguð- legleika og veraldlegum girndum, en lifa siðsamlega,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.