Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.02.1866, Side 13

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.02.1866, Side 13
13 Lesari góður, gættu þín, að þú sért ekki um of önnum kafinn, svo þú getir ekki gætt að hinum mikla tilgangi lífsins. Þegar þér kemur til hugar að færast undan, og þú ætlar að láta þér um munn fara, að þú komist ekki til að leita guðs eða gjöra gott, þá mundu eptir, að þú hlýtur að komast til að deyja. GOTT RÁÐ. Maður er nefndur Micheli, hann bjó í Svissara- landi, á 18. öld; hann var læknir og svo nafnkenndur fyrir lækningar sínar, að það orð lék á, að hann vissi ráð við öllum meinsemdum og gæti bætl úr flestu því, sem' að mönnum amaði. Enda tókst honum furðanlega að hjálpa þeim, sem hans leituðu. Einhverju sinni kom kona nokkur til hans og kvartaði yfir því, að maðurinn sinn væri svo kífinn og þrætugjarn, að hann væri ein- lægt að rífast, við sig, og að hún hefði aldrei frið fyrir illyndum hans hvorki nótt né dag; hún bað læknirinn blessaðan að gefa sér eitthvert ráð við þessum hús- krossi, því að hún væri viss um, að hann gæti það. Micheli, sem sá, að konan var hraustleg og hávaxin, lofaði henni að tala út þótt honum þætti hún vera býsna langorð, því að ákærur hennar gegn manni sínum ætl- uðu aldrei að taka enda. í’egar hún loksins þagnaði, « mælti hann : »Það er að sönnu eitt ráð til, sem á við þessum mikla kvilla, sem maður yðar heíir; en sé því ekki varið öldungis eins og á að vera, verður hið illa einatt enn verra og böl þetta þyngra«. Iíonan lofaði að fara að öllu eins og hann segði fyrir. Þá gekk Micheli

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.