Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Blaðsíða 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Blaðsíða 2
2 varlega um þetta efni og skyldi? t*að kemur af því, að oss hættir við að taka annaðhvort alls ekki eptir þeim velgjörðum, sem vér höfum notið frá barnæsku, eðaað virða þær lítils ; eins og oss hættir við að þykja lítið til þess koma, sem vór eigum hægt með að aíla oss, en aptur á móti mikið koma til þess, sem vér höfum aflað oss með mæðu og striti, þannig hættir oss of mjög við, að þykja lítið koma til þess að vér erum kristnir, af því vér höfum orðið það með svo hægu móti, jafn- vel áður en vér vissum af því; tilíinningarleysi vort fyrir þessari velgjörð Guðs við oss, kemur af því, að vér höfum eigi þurft að berjast fyrir þessu linossi, vér höfum aldrei saknað þess, og því aldrei tekið eptir því, hversu mjög vér höfðum þess þörf, því það er oss fram- boðið og vér nutum þess þegar fra fæðingu vorri. Það er því næsta nauðsynlegt fyrir oss og lieilög skylda vor opt og nákvæmlega að íhuga, hvilíkra velgjörninga vér liöfum orðið aðnjótandi i skírnihni og með því í henni að vera tekuir upp í félag kristinna manna. í'að er hægt fyrir oss að sjá það, livort það sé hamingja fyrir oss að vera fæddir og uppaldir i kristi- legu félagi, ef vér athugum, hver kjör vor hefðu orðið, ef vér hefðum fæðst og uppalizt á meðal fákunnandi ómenntaðra heiðingja, eða ef vér, sem nú lifum, hefð- um fæðst í heim þenna áður en Iíristur kom í lieim- inn, eða áður en kristin trú var lögtekin á Jandi voru, áður en forfeður vorir þekktu hinn eina sanna Guð. tví skyldi nokkur vor viija óska þess, að hann hefði fæðst á þeim tíma, er menn tignuðu skepnuua fyrir skaparann, dauðar myndir með höndnm gjörðar í stað hins lifanda Guðs, ótölulegan grúa vanmáltugra goða í stað hins eina almáttuga Guðs, skapara, viðhaldara og

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.