Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Blaðsíða 10

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Blaðsíða 10
10 ur yðar, sem er á himnum, því hann lætur sína sól upp renna yfir vonda og góða og rigna yfir ráðvanda og óráðvanda. I’ví þótt þér elskið þá, sem yður elska, hver laun eigið þér skilið fyrir það? Gjöra ekki toll- heimtumenn hið sama? Og þóttþér látið að eins kært við landa yðar, livað gjörið þér lofsvert með því? Gjöra ekki heiðnir menn hið sama? Verið þar fyrir fullkomnir eins og yðar faðir á himnum er fullkominnU Afhlýðni, þakklátsemi og kærleika til Guðs eigum vér að gjöra svo mikið gott, sem oss er unnt eptir kröptum vorum og öðrum atvikum, það er kristileg dyggð, það er ráð- vendni, og það er sér í lagi vor skylda að æfa oss í þessari dyggð, af því að Guð hefir auðsýnt oss þann velgjörning að láta oss fæðast, nppalast og lifa meðal kristinna manna. En ef vér metum lítils þessa velgjörð Gnðs, þá er- um vér sekari og hegningarverðari en heiðingjar, því »sá þjón sem veit vilja húsbónda sins og hirðir ekki um að hlýða honum, mun sæta mikilli refsingu; en sá, sem ekki veit hann, en gjörir það sem hegningar er vert, mun sæta vægari hegningu; en hverjum sem mik- ið er geftð, af honum mun og mikils krafizt verða; og þeim sem mikið er í hendur selt, af honum verður og meira heimtað<'. Guð mun efalaust dæma heiðingjana eptir þekkingu þeirri, sem þeir áttu kost á að öðlast, og höfðu aflað sér, og ef nú þeir, upplýstir .af lögmáli því, sem Guð hefir ritað í hjarta sérhvers manns, hafa af alvöru lagt slund á dyggðina, þá mun Guð siðarmeir eigi útiloka þá frá sinni náð. En ef nokkurn skyldi furða á því, að Guð hefir ei enn þá látið Ijós evangelii upplýsa allar þjóðir, sá liinn sami gæti að því, að eins og maðurinn verður eigi allt í einu fullkominn, þannig

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.