Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Blaðsíða 8

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Blaðsíða 8
8 Allir vita, hver skylda vor er við Guð fyrir þessa hamingju, er hann hefir látið oss hlotnast, en skyldan er, að þakka Guði fyrir hana. Því er það í nokkru oss að þakka, að einmitt vér erum fæddir og uppaldir á þessum tímum og eigi fyrir mörgum þúsundum ára, að vér erum fæddir og uppaldir í kristnu landi en eigi heiðnu, er vankunnandi og viltar þjóðir byggja? Hvað höfum vér til þess unnið, að Guð skuli hafa veitt oss þenna velgjörning fremur svo mörgum millíónum manna, er lifað hafa á undan oss eða lifa oss samtíða? En því fremur sem vér ekki eigum það skilið, að verða aðnjótandi þessarar velgjörðar, því fremur ber'oss af innstu rót hjartna vorra að þakka Guði fyrir hana. En hvernig eigum vér og hvernig getum vér bezt auðsýntGuði þakklæti lijartnavorra fyrir þessa velgjörð? Það getum vér með engu betur en með því, að nota hana í þeim tilgangi, sem hann veitti oss hana, og það því fremur sem hún verður oss engin velgjörð, ef vér ekki notum hana samkvæmt vilja hins algóða gjafara. Sæla sú, sem hann býður oss í kristindóminum erand- legs eðlis. Hún er eigi fólgin í því, að seðja hinar holdlegu girndir vorar, sem dýrin hafa rétt eins og vér; eigi heldur í nautn jarðneskra gæða, sem möiur og rið fær grandað, heldur er hún fólgin í æðri, háleitari, ei- lífri gleði, sem hin góða samvizka kveikir í lijarta mannsins, er hann er sér þess meðvitandi, að hann hafi gjört það sem gott er, og komizt hjá því að van- virða sjálfan sig, er hann er sannfærður um velþóknun Guðs; en það er alls eigi unnt að ná slíkri sælu án staðfestu í dyggð og ráðvendni. Hið minnsta, sem vér getum gjört til þess að bera af þeim, sem e»gi játa kristna trú, er það, að vér höld-

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.