Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Blaðsíða 6

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Blaðsíða 6
6 að verja vel þessum Guðs gjöfum; — þeir sögðu oss, að það vœri eigi allt gott og rétt, sem oss væri skemmti- legast eða Ijúfast, og að vér því yrðum að gæta vor, svo vér gjörðum ekkert það, er rangt væri, en að véraptnr á móti yrðum að gjöra margt það, sem oss félli erfitt í öndverðu, en sem vér samt engu síður yrðum að gjöra, af því það væri rétt; þeir sögðu oss frá hinu gleðilega hlutskipti ráðvandra manna og hinum sorglegu óförum hinna óguðlegu, og þá sögðu þeir oss einkum frá því, að syndin refsaði sínum börnum með vondri samvizku, en dyggðin umbunaði þeim, sem kepptu á- fram á hennar vegi með góðri samvizku. Síðar gáfu íoreldrar vorir oss lærdómsbókina og fóru að láta kenna oss hana; þá lærðum vér betur að þekkja Guð vorn skapara og Jesúm Krist vorn endur- lausnara; oss var kennt að syndin væri skaðleg fyrir sálu og líkama og hefði hegningu í för með sér, vér lærðum um blessun dyggðarinnar, um náðarmeðölin, um fyrirgefningu syndanna vegna Jesú Iírists, um skyldur vorar og ákvörðun, og um eilíft endurgjald góðs og ills í öðru lífi eptir þetta. Og er vér vorum komnir svo langt, að vér gætum gjört grein fyrir trú vorri, var oss veittur aðgangur að náðarborði Drottins vors Jesú Krists til þess að hvetja oss og skuldbinda til órjúfanlegrar trúmennsku í kristindómi vorum, og lil þess fúslega að hlvða Guði vorum föður og Drottni vorum Jesú Iíristi. Skyldi nú nokkur vera sá, er gæli sagt með sanni, að öll þessi menntun í kristilegri trú hefði ekki gefið lion- um styrk í neinni freistingu, hefði ekki varðveitt hann frá neinni synd, ekki styrkt hann til neins góðs, ekki liuggað bann í neinum raunum? Nei! Það getur enginn maður sagt, sem hefir fengið nokkurnveginn

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.