Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1867, Blaðsíða 5
5
ieilt þá úr villunnar myrkri inn á Ijóssins og sælunnar
land; hvílik sæla er það fyrir oss að vita að vér getuin
komizt þangað, sem endurlausnari vor er farinn á und-
an oss, og hvaðan hann sendir sínum trúu þegnum
styrk í trúnni og staðfestu í voninni, þeirri trú og
þeirri von, að þeir, ef þeir reynist trúir, fái að koma
til hans i sælunnar eilífu bústaði. En lil þess að vér
getum öðlazt þessa sælu kennir lausnari vor oss ijós-
lega, hvað vér eigum að gjöra að voru leyti, hverjar
að séu skyldur vorar við sjálfa oss, náunga vorn og
Guð, og allt það, sem hann heimtar af oss, og sem á
að hafa rót sína í trúnni, miðar sjálfum oss til heilla,
og er það því hin mesta hvöt fyrir oss aldrei að þreyt-
ast í hinu góða, heldur jafnan að keppa áfram til þess
að ná verðlaunum trúrra þjóna. Allt þetta, sem vér
kristnir bræður vitum og trúum oss til sáluhjálpar,
mundu millíónir manna, er dánar eru áður en það var
mönnunum opinberað, hafa gefið aleigu sína fyrir að
vita, og hversu óþakklátir værum vér þá, sem erum
fæddir og uppatdir í þessum lærdómi, í þessari trú, ef
vér ekki þekktum og könnuðumst við, hve sælir vér
erum af þessu fram yfir þá.
Og hvernig erum vér orðnir aðnjótandi allra þessara
gæða? Hvað höfum vér gjört til þess? Alls ekkert; því
áður en ljós skynsemi og þekkingar rann upp fyrir oss,
báru foreldrar vorir oss eða létu bera oss að skýrnarlöginni,
létu taka oss í félag kristinna manna og skuldbundu sig
jafnframt til að láta kenna oss kristileg fræði og uppala oss
kristilega. — Undir eins og vér fórum að fá vit og greind,
sögðu foreldrar vorir oss, að vér eigum Guði á himn-
um allt það góða að þakka, sem vér daglega njótum, og að
það sé skylda vor, að auðsýna honum þakkiæti vort með því,