Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Side 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Side 2
2 kærleika ekki skinið í illviðramekki ófriðarins; hann verður fyrst að tvístrast og hverfa. Eins og ekkert verður framkvæmt í illviðrinu, að minnsta kosti ekki nema með mæðu og fyrirhöfn, eins verður engu góðu komið til leiðar, þegar ófriðurinn er öðrum þræði, því þá hindrar hver annan, svo ekkert verður ágengt. Eins og maður veit ekki hvað deginum líður, þegar ekki sér sólina, eins má svo að orði kveða, að þeir viti ekki hvað lífsdeginum líður, sem gánga í dimmu ófriðarins, því kvöldið er komið og nóttin dottin á, áður en þá varir, og þá er ofseint að vinna það, sem vinna átti á deginum, sem var verk kærleikans. Maðurinn vill að sór líði vel; því eflir hann þá sjálfur optsinnis það, sem er honum lil mestrar ógæfu? Því kveikir hann þá og elur svo opt ófrið og sundur- þykkju, sem svipta hann friði hjartans, farsæld lífsins og arftöku í guðsríki? Ilann þykist vcra fær um að ráða sér sjálfur og á sjálfur að sjá ráð fyfir sér, og velja það, sem honum er hollast; því ltýs liann þá svo opt hið gagnstæða? Því þykir honum svo opt betra, að hafna friðnum, en að leita hans, finna hann og hulda honum, svo hann geti fetað með rósemi fram eptir hans fögru brautum, sem liggja til hinna himn- esku friðarheimkynna hjá Guði? Það er opt hægt að finna friðinn og halda honum, þegar honum er sleppt og hafnað; því ef vér aðgætum vel, er opt lítið í það varið, sem eykur ófrið og deilur. Rennum augunum þángað, sem ófriður og þráttanir geysa fjöllnnum hærra, og gefum ga;tur að, hvað þar er verið að deila um. Er það ekki optast nær oitthvert h'tilræði, einhverjir smámunir, sem ef til vill, ekki hefði þurft að minnast á eitt orð, en gat þó kveikt niikið bál, af því það var

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.