Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Page 7

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Page 7
7 í hlut, ef svo á stendur; og þá rætist það, sem ritn- ingin segir, «að reiður maður gjörialdrei það, sem rétt sfc fyrir Guði«. Hvað er að hasta frá sér Guðs mynd ef ekki þetta? Hvað getur þá aukið illt fremur, en ó- friðurinn? hvað fremur app rætt unun og ánægju mann- anna? hvað fremur hrellt hinn saklausa? hvað fremur eilt riki synda og lasta? hyað fremur lokað fyrirmann- inum himnaríki? Þess vegna eins og elskan er unaður lífsins, vonin líf lífsins, trúin ljós lífsins, eins er frið- urinn viðhald þess og varðhaldsengill. Ætlunarverk h'fsins er iðja kærleikans, en hún verður aldrei unnin, nema í skjóli friðarins, því friðsemi og kærleiki haldast ætíð í hendnr og efla hvort annað. Hinn sanni guðsr ótti verður hvergi fundinn, nema á brautum friðarins, og einungis sá, sem hýr yfir anda friðarins, heldur til- hneigingunum og ástríðunum í taumi; einungis sá er sæll, því hann varðveitir frið hjartans og friðinn við Guð; hann gengur lífsveginn með rósemi og vinnur verk köllunar sinnar í næði. ímyndið yður tvo menn, annar liflr í styrjöld og ófriði, áreitir aðra sífellt og verður því sífellt áreittur af öðrum; hinn vinnur þarf- legar iðnir í kyrð og friði, og eyðir lífsstundum sínum þannig, að kærleiki og friður stjórna lífsalhöfnum hans; hann ver sig með vopnum íriðarins, þegar liann er á- reittur af öðrum, og varðveitir hjarta sitt, að það kom- ist ekki í uppnám. Ilver þessara virðist yður sælli? Ilvers kjör vilduð þér heldur óska yður við enda lífs- ins? Hin stutta dvöi vor hér á jörðu er of dýrmæt og dagar vors jarðneska lífs of fáir til þess, að þeim sé eytt í styrjöld og ófriði. Nóg er til að vinna svo stutl- an tíma anuað en þetta, og aldrei er of mikið unnið, þegar lífstíminn er á enda. Hvað mun þá sá liugsa,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.