Heilbrigðistíðindi - 27.02.1871, Qupperneq 6

Heilbrigðistíðindi - 27.02.1871, Qupperneq 6
62 ef haun væri til, skvrslur þessar. Á þann hátt gæti maðnr helzt komizt að undirrót veikinnar, sjeð hverjum kringumstæð- um hún er samfara, í hvaða árferði hún er skæðust, hversu mikið tjón hún gjörir landinu, og það, sem mest ríður á, með tímanum haft von um, að koma í veg fyrir hana og út rýma henni. Hundaveikin. Hundurinn er eilt þeirra dýra, sem sjaldau er skortur á, hjer á íslandi, en menn gá fyrst verulega að, hversn mikið gagn hann gjörir, þegar hann vantar. t*egar hundaveikiu geisaði hjer um landið fyrir l(> árum, fengu marg- ir að kenna á, hversu óbærilegt það er fyrir alla, sem hafa fje að birða, að vera hundlausir. Nú í ár lítur út fyrir, að margir rnuni fá hið sama að reyna; því eptir að hundveikinni að mestu var lokið hjer á Suðurlandi, hefur frjetzt, að hún sje byrjuð bæði á Norðurlandi og Austtjörðum, og sje þegar orð- in þar allskæð. í*að mun því eigi þykja úr vegi, að hjer sje farið fáeinum orðum um veiki þessa, og drepið á hið helzta, sem gjört verður til að draga úr henni. Hundaveiki sú, er hjer hefur gengið Sunnanlands í haust og í vetur, líkist næsta mjög veiki þeirri, er kallast á dönsku »Hundesyge« (Febris catarrhalis epizootica canum), og sem er algeng bæði í Danmörku og öllum öðrum löndum í norður- álfunni. Þó er sá mismunur á hinni útlendu hundaveiki og 'vorri, að hin útlenda veikin leggst aldrei á neinn hund, sem er eldri en eins árs, þar á móti virðist hin innlenda veikin að vera jafnskæð á öllum hundum, livort sem þeir eru ungir eða gamlir. Að öðru leyti eru sjúkdóms-einkennin (Symptomernel öldungis eins. Veikin byrjar vanalega með hósta og hrygglu. Trýnið er þurrt og heitt. Úr nösunum og af augunum renn- ur í byrjun veikinnar tært vant, sem bráðurn verður graptrar- kennt. Úetla getur nú gengið nokkra daga, án þess hundur- inn virðist að vera mjög veikur; en nú fer honurn smá-hnign- andi; hann verður máttlaus, skjögrar á fótunum, fær krampa- teygjur og drepst eptir hálfsmánaðar-tíma eða fyr. Opt fylgir veiki þessari megn höfuðverkur, svo hundurinn verður sem óð-

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.